Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 26

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 26
28 egi lætur Ibsen hana þrá að losna við öll sið- ferðisleg bönd.* Rússland tekur engan þátt í þessari kvennhreyfingu og þó er hin rússneska kona næst hinni nýju fyrirmynd. Hið nýja, er aðrar þjóðir í Norðurálfunni sækjast eftir, finnur hin rússneska kona í þjóðsögnum og venjum. A Rússlandi hafa menn jafnan þekkt hina „nýju konu“. Sigur í því máli er fyrir löngu unninn. Að vísu hafa konur á Rússlandi orðið að berj- ast við hörð ytri lífsskilyrði og enn er frelsi þeirra takmarkað — á pappírnum, en þær hafa ætíð haft siðferðislegt frelsi og félagslegt jafn- rétti. Þegar kvennhreyfingin barst til Rússlands, eins og til allra annara landa, var að eins bar- izt fyrir því að veita konum aðgöngurétt til vissra embætta o. s. frv. og engan málarekstur þurfti að gera um hina siðferðislegu hlið þessa málefnis. Konurnar voru siðferðislega frjálsar, meðan þær voru ánauðugar, en þegar kvenn- frelsið hafði rutt sér til rúms, fengu þær meira sjálfræði út á við. Það er skrítilega skemmti- legt, að sjá rússneskar konur undir yfirráðum hinna nýju hugsjóna halda einar tryggð við eld- gamlar, slafneskar sagnir. í Rússlandi hefur hinn nýi andi birzt hjá ríkjandi furstafrúm, hefðar- konum og abbadísum, og einnig hjá konum af *) Því er nú haldið fram, að yfirleitt séu konurnar hjá Ibsen ekki llkar norskum konum. Þýð,

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.