Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 25

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 25
27 urinn sé hvorki rýmri né lundin göfugri. Hins vegar aðhyllist hin rússneska kona hugsjónir, er eiga ekkert skylt við hina félagslegu og áþreif- anlegu hlið tilverunnar, sakir þess að þær vekja hjá henni dularfulla þrá, sem á sér djúpar rætur í eðli hennar. Þetta margbreytta eðli, þessi rólegi og hag- sýni andi og þetta æsta geð gerir rússnesku konuna að torskildri veru, er laðar til sín lista- menn ogskáld. Utan landamæranna virðast ein- kenni þessi kynlegri en í landinu sjálfu, þar sem hið einkennilega þjóðlíf hefur um margar aldir myndað þau. Skáldsöguhöfundarnir Dostojef- skij og Turgénjeff hafa sýnt öðrum þjóðum hin rótgrónuslu eðliseinkenni rússneskrar konu, sýnt þeim allt hið óvænta, er þessar áhrifamiklu verur hafa til að bera. Ymist eru þær svo barnslega gáskafullar og ákafar, eða svo djúpvitrar og andríkar, að furðu sætir; stundum breyta þær án þess að hika svo göfuglega, að vér leiðumst til að hugsa um hina fyrstu menn i kristninni. II. Nú á dögum eru einkenni konunnar að breytast. I öllum löndum í Norðurálfunni er farið að bera á hinni „nýju konu“, sem lætur veita sér eftirtekt. í Frakklandi og á Englandi starfar hún að hagnaðarlegu marki, til þess að geta orðið óháð í peningalegu tjlliti, en í Nor-

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.