Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 23

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 23
25 i3« að lögleiða? — Eigum vjer að verða til þessa, einmitt nú, þegar vænta mætti að vax- andi upplýsing og vaknandi framfarir í landinu gjörðu mesta mótspyrnu móti slíku? Jeg þykist viss um að allar góðar konur á íslandi sjeu mjer samdóma um það, að vjer eigum að stuðla að bráðum og góðum úrslitum frelsis-málsins. Og jeg þykist einnig fullviss um að þær konur muni vera sárfáar, er ekki eru þeim pólitíska flokki landsmanna samdóma, er álítur stjórnarskrárfrumvarp doktor Valtýs illa til komið. — En ef til vill eru margar góðar og skynsamar systur vorar á Islandi, sem kyn- oka sjer við að fara að »hugsa« um þrætuatriði endurskoðunarinnar. Þessar línur hjer að framan eru skrifaðar í því skyni, að reyna að glæða áhugann á þessu máli hjá systrum mínum, sem hingað til hafa látið sig litlu skipta þetta vort helzta og fyrsta velferðarmálefni. — Hver kona á íslandi, sem leggur sitt lóð á vogina til þess að rýmka um vald þjóðar vorrar, til þess að ráða eigin högum, og varðveita rjett hennar óskertan tíl- komandi tíma, hún hefur unnið þarft og gott verk — það þarfasta og bezta, sem nokkur íslenzk kona getur unnið. —

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.