Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 22

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 22
24 til þess að sjá, hvað er rjett, ef hana langaðt ein- læglega til þess að vinna að sigri þess, þá gæt- um vjer sjálfar lögleitt undirstöðuatriðin undir öllum jafnrjettiskröfum vorum, vjer gætum átt mikinn þátt í frelsi ættjarðar vorrar og hjálpað til að leggja óhaggandi grundvöll undir framfar- ir komandi kynslóðar á Islandi, og blessun verka vorra mundi ná til framandi þjóða, því allstaðar þrá mennirnir að sjá göfugleik og framtakssemi. Vjer gleymum öllu öðruþegar vjerheyrum sagt frá drengskap og mannkostum, þegar fegurðin í hugs- unum og verkum mannanna snertir meðvitund vora, margfaldast löngun vor eptir fullkomnun og kraptar vorir til að öðlast hana. Gott verk, hvar sem það er unnið, skeðuránýí meðvitund hvers einstaklings, sem heyrir um það og skilur það, og verður þáttur í lífsreynslu hans. Vjer íslendingar erum fáir og fátækir og höfum enn þá ekki lært að nota auðsuppsprettu náttúrunnar í oss og umhverfis oss, en frjálsir höfum vjer ávallt viljað vera. Vjer sjáum að illu heilli hefur Island gengið undir erlenda konunga, en forfeður vorir, sem það gjörðu. hugðu að halda landsrjettindum öllum óskertum og það höfum vjer og gjörtað rjettum lögum,fram til þessa dags. En er það mögulegt að oss sje nú öllum ljúft, sjálfviljugir og ótilkvaddir að falla frá því að halda uppi rjetti vorum og játast undir ólög- legt, útlent stjórnarfyrirkomulag, sem oss er »boð-

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.