Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 21

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 21
23 Eg held sannarlega að fslenzkar konur mundu vilja gjöra allt endurskoðunarmálinu til stuðn- ings, ef þær einungis tryðu því að það gæti orð- ið til góðs. Jeg þekki margar íslenzkar konur inni- lega frjálslyndar og góðar, skynsamar og tilfinn- ingasamar fyrir öllu sem rjett er; þær vantar ekk- ert nema trúna, þær trúa því ekki að köllun þeirra sje eins víðtæk eins og hún er og kraptar þeirra eins f jölbreyttir eins og þeir eru. Menn vita eng- in dæmi til þess að nokkur kvennmaður hafi verið hreinhjartaðri, saklausari, bljúgari og barns- legri í lund en „stúlkan frá Orleans", sem gekk í herinn til að berjast fyrir frelsi þjóðarinnar og frelsaði hana undan ánauðaroki erlendrar yfir- drottnunarjþaðer einhverundursamlegasti viðburð- urinn í allri mannkynssögunni. Það er krapta- verk, sem stendur eins og sýnilegt tákn þess valds, er stendur ofar því, sem vjer höfum lært að skilja og kalla skynsamlegt, og sem stendur í þjónustu þeirra sem trúa á sigur rjettlætis- jns. Þessi eina kona hefur sýnt það betur en nokkurt rit eða ræða getur gert, að það er göfugt og fagurt, kvennmanni jafnt sem karl- manni, að leggja allt sitt fram fyrir frelsi sinnar eigin þjóðar. Og því skyldu konurnar á Islandi einar álíta það »ókvennlegt« að vinna sitt, föð- urlandinu til gagnsf Ef vjer íslenzku konurnar findum nógu innilega köllun vora og skyld- ur og mögulegleika hverrar einustu manneskju

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.