Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Side 20

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Side 20
22 þingis um að fylgja því fram í endurskoðunar- málinu, sem vjer álítum rjett. Vjer höfum sent alþingi áskorun um að afnema áfengissölu og að veita oss jafnrjetti við karlmenn. En hvorugt af þessu ætti þó að geta verið jafnmikils virði í augum vorum eins og það mál, er lýtur að frelsi hins íslenzka fjelagsvalds gagnvart erlend- unt yfirráðum, sem eins og áður er sýnt fram á, einmitt er endurskoðunarmálið, hin svo kallaða íslenzka stórpolitik, sem margir í hugsunarleysi og vanhyggju gjöra skop að —- gætandi ekki að því að þeir gjöra um leið skop að sjálfum sjer, sínu eigín föðurlandi og framtíð allra sinna. — Þó að vjer ættum því mikilsverða láni að fagna að engin dropi af áfengi væri seldur á Islandi, og löggjöf vor vildi veita oss fullkomið jafnrjetti við karlmenn, mundi þetta hvorttveggja verða oss harla lítils virði svo lengi sem þjóð vor væri sjálf ófrjáls. — Hvað dugar það þótt vjer meg- um öll í fullu frelsi kjósa fulltrúa til alþingis ef þeir svo eptir allt saman eru bundnir við já eða neikvæði útlends valds. Og gæti þjóðinekkistaðið í stað, magnlaus og framfaralaus fyrir sakir óviturlegrar,ónýtrar löggjafarog stjórnar, þótt all- ir menn á íslandi væru i bindindi? Jú, sannarlega. — Bindindismálið er stórmikið velferðarmál, en frelsi þjóðarinnar er þó enn meiru varðandi — því velferð fjelagsins stendur yfir velferð einstakl- ingsins.

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.