Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 19

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 19
21 sem þeir fleygðu frá sjer með mestri ljettúð þeg- ar þeir áttu kost á því. En nú er tíminn tjl þess fyrir karla og kon- ur að koma í veg fytir að rjettur Islands verði borinn fyrir borð. Karlmennirnir vita að atkvæðis- rjetturinn gefur þeim í hendur vald til þess að ákveða rjettarstöðu íslands, þó óbeinlínis sje, gegnum kosningar til alþingis. Aptur á móti höfum vjer ekki þennan atkvæðisrjett, en vjer getum þar fyrir látið í ljósi vilja vorn, sem hlýt- ur að verða tekinn til greina þegar hann er byggður á rjetti og sanngirni, með óhrekjandi rökum. Vjer getum óbeinlínis haft hin öflug- ustu áhrif á úrslit kosninganna. Konurnar gtta talað við rnenn sína, bræður og syni — beðið þá að gjöra sjer skiljanlegt á hverju þeir byggi skoðan sína í þessa eða aðra átt um stjórnar- skrármálið, eða meðhald með þessu eða öðru þingmannsefni við væntanlegar kosningar. Þær geta lagt niður fyrir þeim hvað skynsamlegast virðist. — Það er ómögulegt að sannmenntaðir karlmenn, nje yfirleitt þeir menn, sem vjer virð- um og viljum taka tillit til, álíti það „ókvennlegt" af íslenzkum konum fremur en öðru kvennfólki heimsins, að þær vilji lifa í frjálsu landi en ekki fleygja frelsi þess burtu, takmarka það eða breyta málstað síns eigin lands til hins verra; það virð- ist nxeira að segja liggja oss konum jafnnærri sem karlmönnunum að senda áskoranir til al-

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.