Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 18

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 18
20 sannarlega höfum, til afskipta af frelsismálum Is- lands, þá værum vjer orðnar jafnbornari íslensku karlmönnunum en öll heimsins löggjöf og æðsta jafnrjetti gæti gjört oss. Enginn getur neitað því, að vjer konur, eig- um sama rjett á að unna ættjörðunni eins og karl- mennirnir. Höfum vjer ekki sjeð, »himininn heiðan og bláan, óg hafið skínandi bjart«, eins og þeir? Höfum vjer ekki lært kvæði skáldanna um landið okkar, sem gáfu tilfinningum vorum lit og mál? Voru það ekki forfeður vorir, sem lifðu hjer? Höfum vjer ekki lifað hjer sjálfar í hryggð og gleði og lifa þeir ekki hjer, semvjer unnum ? Og hverju eigum vjer að svara, þegar börn- in, sem nú sitja á knjám mæðra sinna, eru orð- in fullorðin og koma og spyrja oss, hvað vjer gjorðum til þess að þeir mættu lifa í þessu landi og neyta krapta sinna sem frjálsir menn. Eigum vjer þá að segja að frelsi íslands snerti okkur ekki og að vjer hirðum ekki að leggja neitt á oss til þess að sjá því borgið — og að þess vegna höfurn vjer ekki einu sinni reynt til að skilja hvað fram fór? •—• Þá mundum vjer sjá hvað vjer áttum að hafa gjört — en þá mundi það vera orðið um seinan, hversu mikið Sem vjer kynnum þá að vilja leggja í sölurnar. —- Qg það er opt að menn þrá það sárast eptir á,

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.