Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 16

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 16
boðið rjett, ætti að láta sjer annt um að rann- saka og gjöra sjer ljósar aðrar hugmyndir, er að stjórnarmáli voru lúta. Með öðrum orðum: verða »politiskur«, hafi hann ekki verið það áður. Það sem sumir virðast teljasjertrú um,er að þó tillagan fengi framgang, sje engu slegið föstu. Vjer getum haldið áfram að feta oss upp »stigann« eins og sumir kalla þessa aðferð. En það er ein- mitt það sem menn verða að gjöra sjer ljóst með því að rannsaka eðli þessarar tillögu, að hún tekur burtu með sjer alla »stiga«. Vjer get- um mænt eins og vjer viljumeptir meira stjórnar- farslegu frelsi, talað um það, þráð það, vitað að það er til, sjeð hvernig vjer hefðum átt að fara að öðlast það En vjer höfum engan »stiga« til að komast þangað, sem það er og ná því. Vjer fengum hann sjálfir í hendur óvinunum og ljet- um þá íara burt, -— hróðugir yfirvitsmunum vorum. Jeg gjöri ráð fyrir því að allir íslendingar, konur og karlar, muni leitast við að skilja um hvað flokkarnir á þinginu 1897 hafa skiptst, og nú ætla jeg að gjöra ráð fyrir að margir þeirra að minnsta kosti komist að þeirri niðurstöðu, að Valtýstillagan fari fram á að selja landsrjett í hendur Dönum. Jeg ætla ennfremur að ímynda mjer að þeir láti sig ekki einu gilda að þetta næði framgangi. Þá kemur sú spurning fram: Hvað geta þessir menn gjört til þess að koma í veg fyrir ólánið, og það, sem einkum vakti

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.