Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 13

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 13
i5 Þetta er svo einfalt að hvert barn getur skilið það. Það getur ekki verið rjett af neinum manni að gjöra tilraunir til þess að binda rjettarstöðu heillarþjóðar umaldur og æfi að henni fornspurðri. F.n í stað þess að gjöra þetta biður doktor Val- týr samþingismenn sína á komandi alþingi að láta enga vita um þessa ráðagjörð. Jeg skal ekkert segja um hvatir doktor Valtýs en það er víst að sá maður, sem hefði farið svona að ráði sínu í gamla daga, hefði verið álitinn land- ráðamaður og allstaðar annarsstaða'" mundi sá maður, sem þannig hefði komið fram, hafa fyrir- gjört áliti sínu gjörsamlega. Engum hefði getað dottið í hug að koma fram opinberlega eptir slíka frammistöðu annarsstaðar en á íslandi. Flestir menn mundu í hans sporum hafa slitið hár og skegg og falið sig í öðrum heims- álfum, þar sem enginn þekkti þá. En ástandi íslendinga er svo einkennilega varið, að þessi sami maður hefir nú um stundir allstóran flokk meðal þingmanna, sem eru líklegir til að fylgja hinum nýju yfirskinsákvæðum í stjórn- arbót doktor Valtýs um löglega innlimun íslands í Danmörku og löglega uppgjöf á sjerrjettindum ís- lands, staðfesta af alþingi íslendinga. Hver ein- staklingur getur sjeð, hvort þetta er ekki satt með því að lesa hlutdrægnislaust allt það, sem stendur í þingtíðindunum um þeVa mál síðan endurskoðunarbaráttan hófst og

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.