Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 11

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 11
í voru rjetta máli, sem sprettur af virðingu fyrir rjettinum. Með hálfleik og staðfestuleysi höfum vjer, í stað þess að sannfæra mótstöðu- menn vora um það, að vjer þekkjum sjálfir rjett vorn og ætluðum oss að framfylgja honum, sann- fært þá um, að vjer værum stefnulaus þjóð, sem tæki allt með þökkum og mundi fús á að sleppa öllum rjettarkröfum til þess að komast hjá að framfylgja þeim. Þessi skoðun stjórnarinnar kemur fram íhinu svo nefnda »tilboði«, er lagt var fyrir þingið í sumar, þar sem stjórnin auðsjáanlega gjörir ráð fyrir að vjer sjeum álíka vitrir eins og maður, sem ætti þúsund krónur í reiðu silfri og fengi þær öðrum manni fyrir pappírsblað með tölunni þúsund — og gengi burt í þeirri fullvissu að hann væri jafnríkur eptir sem áður. Það er auðvitað ekki rjett eða göfugmann- legt af stjórninni, að vilja færa sjer einfeldni vora í nyt, en það er eðlilegra þó hún vilji fara það sem hún kemst, þar sem um hagsmuni hennar er að ræða, heldur en hitt, hvernig vjer höfum far- ið að ráði voru. Og það er ekki einungis eig- ingirni dönsku stjórnarinnar, er vjer höfum freist- að um megn fram, heldur höfum vjer leitt suma landa vora í þá freistni, er þeir hefðu máske al- drei fallið í, ef vjer hefðum betur farið að ráði voru. Jeg játa það að mjer er illa við að nefna

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.