Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 8

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 8
10 eru allir þeir menn í landinu, sem nokkurt skyn bera á pólitiska hagi og ástæður íslendinga, á einu máli um það, að endurskoðun stjórnarskrár- innar 1874 sje hin eina mögulega og ráðlega leið til þess að rýmka um frelsi hins íslenzka fjelagsvalds, út á við — og þannig er það þá ljóst að endurskoðunarmálið er og verður að vera, þangað til það er leitt til lykta, hið helzta áhuga- og velferðamál íslenzku þjóðarinnar — og þar með einnig allra hugsandi kvenna á Islandi. — En þarnæst liggur þá sú spurning fyrir oss, hvernig vjer konurnar eigum að taka í þetta mál, og hverjum flokkinum vjer eigum að fylgja. Og sú spurning verður eðlilega að leysast af hverri konu fyrir sig. — En jeg ætla hjer að gjöra nokkra grein fyrir því, hvernig mjer virð- ist bera að líta á þetta mál. — Jeg hefþví aðeins byrjað á því að tala um hluttöku íslenzkra kvenna í stjórnmálinu, að jeg er sjálf sannfærð um að konur hafa sömu tilfinn- ingar og sömu greind, þegar um frelsi er að ræða, eins og karlmenn og jeg álít að íslenzkar konur muni ekki í þessu efni standa á baki annara kvenna. Jeg veit það vel að konur á íslandi eru skemmra á leið komnar í áhuga á almennum mál- um og einkum í allri samvinnu, en konur ann- ara þjóða. Vjer höfum enga hugmynd um þá baráttu fyrir jafnrjetti í öllum atriðum, er konur

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.