Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 7

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 7
9 sjer, þaS tímabil þessarar hreifingar, sem byrjar eptir að stjórnarskráin 1874 kom út, og farið var að ræða um að endurskoða hana samkvæmt fyrirvara alþingis á sínum tíma. ■— Frelsi erorð, sem hrífurhjörtu allra. — En því skyldi þá það mál, sem varðar frelsi þjóðar vorr- ar, eða hins íslenzka fjelagsvalds, vekja hjá oss óbeit eða leiðindi, jafnvel fyrirlitning —■ eins og sumar »ópolitiskar« konur munu ef til vill þykj- ast líta á endurskoðunarmálið. Vafalaust, leyfi jeg mjer að svara sjálf, ekki af því að íslenzk- ar konur unni ekki frelsinu í hjarta sínu eins og konur og menn allstaðar um siðaðan heim, held- ur af því að hjá oss er allt svo skammt á veg komið, að hini almennu sannfæringu í landinu er ekki ljóst að endurskodunarmálið er frelsismál vort. — Einhver óljós tilfinning um það, að karp og kíf um orðaskipun og setningar endurskoð- unarfrumvarpa þeirra, er legið hafa fyrir aiþingi, snerti ekki frelsi þjóðarinnar hvorki til nje frá, virðist ráða mest um athugaleysi eða jafnvel óbeit margra á hinni svokölluðu »stórpólitík« vorri. En þetta er hryllileg skammsýni. Frelsi vort gagnvart hinni útlendu yfirstjórn verður að skipast með lögum, og heillavænleikur þeirra laga um politiskt frelsi vort veltur aptur ein- göngu á því, hvernig þau verða orðuð. — Sam- kvæmt því sem stjórnarmál vort nú stendur

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.