Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 5

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 5
7 og þeim stað. Að vera politiskur þýðir ekkert annað í sjálfu sjer en að láta til sín taka um þjóðarmálefni. Hitt er annað mál á hvern hátt menn gjöra þetta og hverri stefnu þeir fylgja. Hjáoss erorðið politiskur máske mestmegnis not- að í merkingunni frjálslyndur, og getur það eðli- lega byggzt á því, að þeir sem hugsa um hagi þjóðarinnar vilja optast nær breyta þeim til batn- aðar, sem venjulega er sama sem rýmka eldri ákvæði í frjálslegri átt. Orðið „stórpolitik" á víst hjá oss að vera sama sem stjórnmálapolitik, er hefur verið notað í háðungarskyni; — það sæti sem sje ekki á oss íslendingum, sem þjóð eða þá á einstöku mönnum á meðal vor, að vera að hugsa um stjórnmál. Einkum hefur þessu verið beint að kvennfólkinu. Haldi menn sjer við rjetta þýðing orðsins, eða með öðrum orðum láti það gilda um skipu- iagsmálefni þjóðarinnar, sjáum vjer fljótlega að »politikin« er ekki einasta nauðsynlegt áhuga- efni, heldur að hún er hið naudsynlegasta sem menn og konur geta lagt rækt við af fjelags- málum. — Vjer tökum orðið hjer í hinni þrengri merking — og getum vjer þá skipt þeim mál- efnum landsins, sem hjer falla undir, aðallega í tvo flokka, þau mál er lúta að takmörkum hins íslenzka fjelagsvalds í heild sinni gagnvart er- lendum yfirráðum (Dönum) og takmörkum hins

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.