Morgunblaðið - 25.09.1998, Page 65

Morgunblaðið - 25.09.1998, Page 65
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 www.skifan.com MYNDBONP Djöfullegur morðingi Hinn fallni (The Fallen)___________________ Hrollur ★★14 Framleiðendur: Charles Roven, Dawn Steel. Leikstjóri: Gregory Hoblit. Handritshöfundur: Nicholas Kazan. Kvikmyndataka: Tom Sigel. Tónlist: Tan Dun. Aðalhlutverk: Denzel Washington, John Goodman, Donald Sutherland, Elias Koteas, Embeth Davitz. 98 mín. Bandaríkin. Warnermyndir 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. LÖGREGLUMAÐURINN John Hobbes er viss um að þegar morð- inginn Edgar Reese verður tekinn af lífi muni hans eigin vandræði hverfa. En þegar fólk sem hann þekkir og fólk úti á götu, byrjar að syngja sama lagið og Reese söng í gasklefanum, og þetta sama fólk gerir honum lífið leitt, þá kemur sú hugmynd að hinn fallni engill Az- azel sé á bakvið þetta allt saman. Þegar Hobbes þarf að drepa mann sem Azazel hefur tekið yfir, verður hann að hreinsa mannorð sitt og gæta fjölskyldu sinnar um leið frá hinum illa og hefnigjarna Azazel. Trúarlegar hryllingsmyndir hafa tekið fjörkipp eftir að „Seven“ sló í gegn. Helvíti á jörðu og fallnir englar eru mjög vinsælt umfjöllun- arefni í þessum myndum og er Guð ekki alltaf til staðar og verður því maðurinn að ráða niðurlögum hinna illu afla með sínu eigin hugviti. Hinn fallni er prýðileg hryllingsmynd í marga staði og eru nokkrar senur í henni sem hafa að geyma vikilegan óhugnað, einnig er ágætlega unnið úr upphafinu sem gefur til kynna að myndin sé ósköp venjuleg lögreglu- mynd þótt eitthvað annað virðist alltaf búa undir henni. En margir gallar eru á henni og sá stærsti er að söguþráðurinn getur engan veg- inn haldið athygli áhorfandans í 90 mínútur. Einnig koma nokkrir þræðir fram í myndinni sem eru aldrei leystir á fullnægjandi hátt. Denzel Washington er prýðilegur í hlutverki sínu og hefur hann sér til aðstoðar þá John Goodman og Don- ald Sutherland. Ottó Geir Borg www.mbl.is t- ELANCY EXTREME MINCEUR ALGJÖR BYLTING EXTREME MINCEUR er ný og mjög virk líkamsvara sem vinnur á erfiöustu tilfellum af appelsínuhúð og styrkir húðvefinn þannig að húðin fær jafnari og fallegri áferð EXTREME MINCEUR inniheldur óvenjuhátt hiutfall kaffíns og kaffínsalta eða 7% sem orsakar niðurbrot fitu og kemur í veg fyrir uppsöfnun fitulaga. EXTREME MINCEUR er fyrsta vaxtamótandi líkamsvaran sem pökkuð er! dagsskammta - 14 hylki fyrir 14 daga. EXTREME MINCEUR 14 SKAMMTAR-14 DAGAR FRÁBÆR ÁRANGUR GALENIC ---PARIS-- BANCYl BÝDUR UPP Á FJÖtDA VÖRUTEGUNOA SEM HIÁUÍA PtR AD VIÐHAIDA FEGURÐ lÍKAMANS 365 DAGA Á ÁM 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.