Morgunblaðið - 25.09.1998, Síða 59

Morgunblaðið - 25.09.1998, Síða 59
MORGUNBLASIÐ_____________________________________________________FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 59r. FÓLK í FRÉTTUM FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ► 20.35 Sú ákvörðun RUV að sýna eingöngu íslenskt efni þessa viku er metnaðarfullt og menningarlegt framtak sem ber að þakka sérstaklega. (Hin helgu vé, ‘93), er óvenjuleg mynd frá Hrafni Gunnlaugssyni. Þroskasaga sjö ára drengs sem er sendur í sveit og verður ástfanginn af tvítugri heimasætu. Afbrýði og ótti við fornmannahaug aðaláhrifavaldarn- ir. Steindór Matthíasson stendur sig dável í hlutverki drengsins, sag- an er oftast skemmtilega sögð fyrir yngri áhorfendur en erótíkin kafn- ar í kuldalegum fjörupollum. -k-k¥.í. Stöð 2 ► 20.55 (Skuggi - The Phantom, ‘96), verður blóðlaust gauf í dísætum höndum súkkulaði- drengsins Billy Zane, sem er verst- ur misvondra leikara. Frumskóga- andinn, Hvítingur og Djöfull, nutu sín betur í Tímanum. ★★ Sýn ► 21.00 (Riddarar - Knights, ‘92), gerist í framtíðinni þegar vél- menni ráða Móður Jörð og nota mannskepnumar sem eldivið. Ekki beint glæsileg sýn. Með Kris Kristofferson og heillakarlinum Lance Hendriksen, leikstjóri B- myndaleikstjórinn Albert Pyun. Video Movie Guide gefur ★★★ (af 5) og segir myndina hreint ekki sem versta. Sýn ► 22.30 Sjónvarpsmyndin Banvænn leikur (Blood Run, ‘95), er langt að komin (ísraelsk), gerð af leikstjóranum Boaz Davidson, höfundi verstu táningamynda allra tíma, kenndar við „sleikjó“ (popsickle). Hér fæst hann við morðgátu, kynhverfa og misindis- menn. Frumsýning. Óþekkt stærð. Stöð 2 ► 22.50 Kínverska gangstermyndin (Shjanghæ gengið - Shanghai Triad, ‘95), er síðasta samstarfsverkeefni listamanna og fyn-um hjónanna leikstjórans Zhangs Yimou og hinnar und- urfögru og hæfileikaríku leikkonu, Gong Li. Hér fjalla þau um eitur- lyfjaheiminn í Sjanghæ á fjórða áratugnum. Kraftmikil, Ijóðræn frásögn af hinum sígildu andstæð- um, sekt og sakleysi. ★★★ Sjónvarpið ► 23.00 (Veggfóður, erótísk ástarsaga, ‘92), ★★★, er ein af betri myndum yngri kvik- myndagerðai-mannanna okkar. Ung sveitapía verður draumadís tveggja félaga í borginni. Þeir veðja um hvor verður fyni til að forfæra hana. En Amor spennir bogann. Full af krafti og galgopa- legum gálgahúmor. Sagan er þunn en tilsvörin oft hnyttin og persón- urnar líflegar og vel leiknar af Baltasar Konnáki og Steini Ar- manni. Leikstjóri Júlíus Kemp. Sýn ► 00.30 Spítalalíf (Mash, ‘70). Sjá umsögn í ramma. Stöð 2 ► 00.45 Óaldarflokkurinn (The Wild Bunch, ‘69). Sjá umsögn í ramma. Stöð 2 ► 03.10 Sjónvarpsmyndin Hver var Geli Bendl (Who Was Geli Bendl, ‘94), leikstjórnarverk- efni góðkunningja sjónvarps- glápara, Larrys Hagman, (J.R. í Dallas), er byggð á þáttunum In the Heat of the Night, sem aftur voru byggðir á samnefndri, frábærri Óskarsverðlaunamynd frá 1967. Efnið tekið að þynnast. Nú leikur Howard E. Rollins hlutverk Tibbs, sem Sidney Poitier lék með miklum glans á sínum tíma, og Cairoll O’Connor fer með hlutverk suðurríkjafógetans Bills Gillespie, sem færði Rod Steiger Óskarinn. IMDb gefur hvorki meira né minna en 9.2! Sæbjörn Valdimarsson Læknar og byssubófar Sýn ► 00.30 Spítalalíf M*A*S*H, Stöð 2 ► 00.45 Óaldarflokkurinn. Já, myndir kvöldsins eru tvær að þessu sinni, og vel að því komnar. Báðar nafntoguð, sígild listaverk, gjörólík og ómissandi. Takið þá upp sem þið horfið ekki á. Spítalalff, ★★★★, er ein langbesta mynd leikstjórans Roberts Altmans, og ein þeirra mynda sem gáfu sjöunda ára- tugnum lit og einkenni. Yfir vötnunum svífur hippakennt kæruleysi þó bak- grunnurinn sé há-alvarlegur; herspítali í Vietnam. Reyndar sjáum við aldrei til neinna átaka, þau eru öll á léttari nótun- um innan yfirráðasvæðis spítalans. Þetta er mynd Donalds Sutherlands og Elliotts Gould, og fæddi að auki af sér sam- nefnda, úrvals-sjónvarpsþætti sem nutu gífurlegra vinsælda um allan heim um langt árabil. Óaldarflokkurinn (The Wild Bunch), ★★★‘A, er óumdeilanlega sígildur vestri, sem vakti óhemju athygli á sínum tíma sökum gegndarlauss blóðbaðs sem gjam- an var sýnt hægt. Hér fer allt saman, góður leikur, örugg leikstjóm, safaríkt handrit og persónusköpun plús þrotlaus átök þar sem barist er til síðasta manns. Segir frá endalokum roskinna bófa sem leiddh’ era í gildru til slátrunar. Byggð á sönnum atburðum er gerðust 1913. Af- burða leikhópur roskinna harðjaxla eins og William Holden, Warren Oates, Ro- bert Ryan, Ernest Borgnine og Ben Johnson, auk fjölda annarra, gleymist ekki svo glatt. Barnavagnar BSQOaili Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. Við höfum alltaf staðið í þeirri trú að óttinn kæmi frá yfirborði jarðar ...en hvað ef hættan leyndist neðanjarðar!“ mc Mynd fra Dean Koontz Ben Affleck (Armageddon/Good Will Hunting) * PBtBP D’TOOlB (Lawrence of Arabia) Joanna Going (Wyatt Earp) • Liev Schreiber (Scream 2) • Rose McGowan (Scream) Frumsynd í dag. DCCMöAniMM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.