Morgunblaðið - 25.09.1998, Page 35

Morgunblaðið - 25.09.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 35 -a kommúnista (PDS), sem sótti loka- á kerti sem skapað er í mynd Helmuts imbjóðanda Kristilegra demókrata. forystugrein, að Kohl ætti skilið að missa stuðning kjósenda, en Schröder væri maður sem ekki ætti skilið að taka við. Það er reyndar svo, að jafnvel þótt SPD nái takmarki sínu - að fá yfir 40% atkvæða og verða stærsti þingflokkur- inn - er ekki alls kostar víst að Schröder verði kanzlari. Ef SPD og Græningjar ná ekki þingmeirihluta er talið að ekki verði um annað að ræða en að stóru flokkarnir sameinist um stjórnartaumana. í því tilviki mun Osk- ar Lafontaine, flokkformaður SPD, leika lykilhlutverk. Wolfgang Schau- ble, þingflokksformaður CDU og yfir- lýstur óska-arftaki Kohls, myndi fara fyrir CDU í slíkri stjórn; Kohl ítrekaði síðast í gærkvöldi í viðtali á þýzku sjónvarpsstöðinni ARD að hann myndi ekki koma nálægt „stóru samsteypu". En CDU þyrfti að hafa fleiri þingmenn en SPD til að geta átt tilkall til kanzl- arastólsins. Schauble myndi sennilega frekar kjósa að halda stöðu sinni sem þingflokksformaður en að vera „númer tvö“ í stjórn sem SPD færi fyrir, og því er Volker Ruehe, núverandi varnar- málaráðherra, talinn líklegur til að verða varakanzlari í stjórn þar sem annað hvort Schröder eða Lafontaine yrði kanzlari. Verkefni nýrrar stjórnar En hver eru mest aðkallandi verk- efni næstu stjórnar? Um þau eru flestir meira eða minna sammála; að minnka atvinnuleysið, sem enn mælist ---------- yfir 10%; að gera umbætur /ist að á lífeyriskerfinu og ekki röder síður skattakerfinu, en til- tanzlari raun*r stjórnarinnar til að ‘ SPD Eera slíkar umbætur hafa strandað á því að Sam- " bandsráðið, efri deild þýzka þingsins sem skipað er fulltrúum stjórna allra sambandslandanna sext- án, hefur hafnað tillögunum. Fulltrúar sambandslandsstjórna, sem SPD á að- ild að, er í meirihluta í Sambandsráð- inu, og svo vill reyndar til að um þess- ar mundir er Gerhard Sehröder - í hlutverki sínu sem forsætisráðherra Neðra-Saxlands, forseti þess. Hvort „stóru samsteypu“ takist að ná saman um þessar mikilvægu kerfisbreyting- ar er óvíst, þar sem stefna slíkrar stjórnar yrði óhjákvæmilega mörkuð málamiðlunum. En af ummælum flokksleiðtoganna undanfarna daga að dæma er ekki annað að sjá, en að nú þegar séu menn við því búnir að mynda „stóru samsteypu", í fyrsta sinn frá því 1969. Einn þekktasti hönnuður Breta hannar veitingastaðinn REX I stíl við veitingastaði í London, París og Tókýó Terence Conran er einn virtasti og eftirsótt- asti húsgagnahönnuður og innanhússarki- tekt Breta. Hann hefur verið áhrifamaður á sínu sviði í mörg ár og skrifað fjölda bóka um húsgagnahönnun og arkitektúr. Conran hefur hannað fjölda veitingahúsa og versl- ana í London, París, Tókýó og nú bætist Reykjavík í hópinn en Conran hannar veit- ingastaðinn REX sem verður opnaður inn- an skamms 1 Austurstræti 9. CONRAN hefur hannað fjölda veitingastaða víða um heim og á hann jafnframt marga þeirra. Conran hefur hlotið margs konar viðurkenn- ingar fyrir verk sín og var m.a. aðlaður af Bretadrottningu árið 1983. Hér má sjá staðinn Quaglino’s í London. Levi’s, FNAC og Renault meðal viðskiptavina I þau rúm þrjátíu ár sem Conran hefur starfað við hönnun og framleiðslu hefur hann komið nálægt hönnun fjölda þekktra verslana og veitingahúsa. Viðskiptavinir fyrirtækis hans, The Conran Design Group, sem stofnað var árið 1956 eru meðal ann- ars Virgin Records, Levi’s, Fiat, Marks & Spencer, Gil- lette, Macy’s, FNAC, Next, Miss Selfridge, Ford Motors, VEITINGASTAÐURINN Mezzo er í Soho-hverfi Lundúna, og er hann- aður af Conran. Staðurinn er einn sá stærsti í Evrópu og tekur um 700 manns í sæti. TEIKNINGAR Terence Conran af barnum og veitingastaðnum REX. T VEITINGASTAÐURINN REX verður opnaður laugardaginn 3. október í Jacobsen húsinu í Austur- stræti 9. Breski arkitektinn Sir Ter- ence Conran sér um hönnun staðar- ins en hann á og rekur fjölda veit- ingastaða víðs vegar um heiminn. Staðurinn er í eigu fyr- irtækisms ísfossa en forsvarsmenn fyrirtæk- isins sóttust eftir sam- starfí við Conran eftir að hafa kynnt sér hönn- un veitingahúsa víðs vegar um Evrópu. Und- irbúningur við hönnun staðarins hefur staðið í hátt á annað ár. Conran hefur komið víða við á löngum ferli sínum sem hönnuður. Við Islendingar ættum einna helst að þekkja verslunarkeðjuna Ha- bitat sem Conran stofn- aði í London árið 1964, en er nú útbreidd um allan heim. Einnig er hann eigandi The Conr- an Shop sem er þekkt húsgagnaverslunar- keðja auk þess sem hann er stjórnandi og eigandi hönnunarfyrir- tækisins Conran Design Partnership. Conran stofnaði Ha- bitat árið 1964, og var hún þá fyrsta verslunin sem sldlgreindi útlit framleiðslu sinnar sem hluta af stærri ímynd, nokkurs konar líffstfl. Habitat hafnaði hefðbundnum hús- gagnastíl breskra miðstéttarheimila og kom með frumlegar nýjungar á markaðinn. Velgengni Habitat fram- leiðslunnar lét ekki á sér standa, fljótlega var stofnaður pöntunarlisti í kringum framleiðsluna, verslunum fjölgaði í Bretlandi auk þess sem opnuð voru útibú í Frakklandi, Belg- íu, Hollandi, Bandaríkjunum og Jap- an. Arið 1973 stofnaði Conran aðra húsgagna- og innanstokks- munaverslun, The Conran Shop í London. Verslunin vai' nokkurs konar „fínni“ útgáfa af Habitat, hún óx fljótt og eru nú útibú frá henni í fjöl- mörgum löndum. HONNUÐURINN Ter ence Conran hannar veitingastaðinn REX sem verður opnaður í Austurstræti í næstu viku. Rank Xerox, Fiat, Black & Decker, Sony og Renault. Hönnun Conrans og stíll hefur fyrir löngu hlotið viðurkenningu, bæði meðal fyrirtækja og einstak- linga sem sækjast eftir stílhreinu handbragði hans. Conran hefm- til dæmis hlotið fjölda verðlauna og við- urkenninga fyrir verk sín. Hann var meðal annars aðlaður af Elísa- betu Bretadrottningu árið 1983, var heiðraður fyrir einstakt framlag til breskrar hönnunar árið 1989 og hlaut útnefn- ingu menningarmála- ráðherra Frakklands árið 1992. Auk þess hef- ur hann hlotið fjölda verðlauna á sviði arki- tektúrs og hönnunar. Sjálfur er Conran sérstakur um margt. Alit hans á hinum ýmsu hlutum þykir skipta máli og hafa verið gefn- ar út bækur þar sem hann velur hluti sem honum þykja vel hann- aðir eða sérstakir að einhverju leyti. Hönnun hans hefur einnig í flestum tilvikum selst með eindæmum vel, og aðspurður segist hann hafa einfalda skýringu á því: „Ég trúi því ein- faldlega að ef skynsömu og gáfuðu fólki er boðið eitthvað sem er vel hannað, fallegt í útliti og er á verði sem það ræður við, þá mun því líka varan og kaupa hana. Þetta er grundvallaratriði sem ég hef ávallt í huga hvort sem ég er hönnuður, veitingamaður eða kaupmaður.“ Vill að fólk gapi... Conran er metnaðarfullur hönn- uður og hefur meðal annars lýst því yfír að hann vilji að fólk standi á öndinni yfir hönnun hans. Um veit- ingastaðinn Mezzo, sem nýlega var opnaður í Soho-hverfínu í London, sagði Conran, „Ég vona að Mezzo hafí svo mikil áhrif á fólk að það gapi þegar það kemur þangað í fyrsta sinn.“ Hann segir jafnframt að að baki hönnunar veitingastaða liggi ákveðin hugsun. í hans augum er veitingastaður í raun og veru smækkuð mynd af borg. Til þess að ná vinsældum verður staðurinn að vera skapaður sem heild og hvert einasta smáatriði verður að vera hugsað sem hluti af henni. Veitingastaðir Conrans, sem bæði eru hannaðir af honum og einnig flestir í eigu hans sjálfs, hafa oftast nær fengið mjög góða dóma gagnrýnenda, bæði hvað matargerð varðar og hönnun. Mezzo er til dæmis einn stærsti veitingastaður vrópu en hann getur tekið um 700 manns í sæti, og er hann sagður einstaklega stílhreinn og passa vel við umhverfíð í Soho-hverfi Lundúna. Veit- ingastaðurinn Quaglino sem einnig er í London fær jafn- vel enn betri dóma. Frum- legt skipulag staðarins er lof- að og segist gagnrýnandi aldrei hafa séð jafnvel heppnaða hönnun. Það er áhugavert að svo þekktur hönnuðm' skuli leggja handbragð sitt við veit- ingastað á íslandi, og er víst að fyrir þær sakir mun stað- urinn vekja athygli margra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.