Morgunblaðið - 25.09.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 25.09.1998, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís VALDIMAR Bjarnfreðsson (Vapen) við verk sín á sýningunni í Horninu. Myndir úr kaffíbolla MYMDLIST Hornið, Hafnarstræti MÁLVERK VALDIMAR IUARN- FREIISSON (VAPEN) Til 30. september. Opið daglega til kl. 24. Aðgangur ókeypis. ALÞÝÐUMÁLARAR eru afar fjöl- mennur og/jölbreytilegur hópur lista- manna á Islandi. í hvert sinn sem reynt er að skilgreina þessa listamenn sem einn hóp með áþekkum einkenn- um virðast röksemdimar rjúka út í veður og vind. Þegar öliu er á botninn hvolft eru þeir eins margvíslegir og þeir eru margir. Hið eina sem tengir þá er sjálfsprottin aðferðaríræðin, en fæstir alþýðumálarar hafa notið fag- legrar menntunar. Þá eru þeir gjam- an fæddir á landsbyggðinni, þaðan sem þeir hafa haft með sér ímyndun- araflið og sagnahefðina sem er uppi- staðan í verkum þeirra. Ef fínna ætti eitthvað sérstakt sem einkenndi Valdimar Bjarnfreðs- son - en hann kýs að kalla sig Vapen - þá er það prógrammið sem hann fylgir. Hann sér myndefni sitt gjam- an í kaffibolla, líkt og spádóma. Þá fylgir hann hverri mynd úr hlaði með ítarlegri umfjöllun og mætti margur listamaðurinn taka hann sér til fyrir- myndar í þessum skarplegu athuga- semdum. Það virðist ekkert vefjast fyrir Vapen af hverju myndirnar spretta, né hvers vegna þær líta svona út en ekki öðruvísi. Akveðni hlýtur þó alltént að teljast lista- mönnum til tekna. En víkjum að stíl Vapen og tján- ingarmáta. Myndir hans hafa yfir sér ákveðna heiðríkju og vissu líkt og helgimyndir Hindúa. Bakvið til- urð þeirra er ímyndunarafl sem stundum virkar oflátungslegt og æðibunuskotið líkt og hugmyndir listamannsins ryddust fram hömlu- laust. En enginn getur beinlínis gagnrýnt listamann fyrir gríð því hvar væm van Gogh, Picasso og Beuys skráðir á spjöld sögunnar ef þeir hefðu ekki mátt viðhafa ákveðinn tröllsskap, skjótvirkni og hamagang við sköpun listar sinnar? Stíll Vapen er tiltölulega hreinn með jöfnum, einlitum flötum. Allt er sett fram umbúðalaust og án allrar tilraunar til dulúðar. Kaffibollinn bregður upp minni sem síðan virðist standa ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um listamannsins. Þannig era mjög oft ívitnanir í bókmenntir okkar að fomu og nýju. Ymis náttúraheiti og örnefni túlkar Vapen með skemmti- lega hugmyndaríkum hætti eins og sönnum alþýðumanni sæmii'. I lök- ustu myndunum keyrir hann þó eilít- ið yfir strikið. Örlítil þolinmæði og yfirlega gæti bjargað mörgum myndum listamannsins. Mest er þó um vert að bestu verkin ná í gegn; ekki vegna þess að þau séu svo meistaralega máluð heldur vegna þess að þau virðast ósvikin. Á síð- ustu og verstu tímum er það ekki svo lítið, eða hvað? Halldór Björn Runólfsson. Uppákoma við sýningarlok SÍÐAN í sumar hefur staðið yfir sýningin „Fyrir jörðina" við Stein- kross við Heklubraut í Rangár- vallasýslu. Sýningin er á vegum Hraunverksmiðjusalarins og sýna 10 listakonur, úr Gallerí Listakoti, Laugavegi 70, þær Árdís Olgeirs- dóttir, Áslaug Daviðsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Freyja Önundar- dóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Guðný Björk Guðjónsdóttir, Jóhanna Sveinsdótt- ir, María Valsdóttir og Olga S. 01- geirsdóttir. Næstkomandi sunnudag, 27. september, lýkur sýningunni. Frá kl. 15-17 munu listakonumar taka á móti gestum með kaffi og ýmsum uppákomum. M.a. mun Elísabet Jökulsdóttir lesa upp úr ljóðum sín- um. Einnig eru þeir sem hug hafa á að sýna jörðinni hug sinn með ein- hverjum hætti velkomnir að bætast í hópinn, segir í fréttatilkynningu. Ekið er að Gunnarsholti og inn á Heklubraut nokkurn spotta og birt- ast þá verkin á sýningunni í göml- um þraggagluggum. VERK Guðnýjar Jónsdóttur. Tvennir tónleikar Schola cantorum SCHOLA cantorum heldur tvenna tónleika um helgina. Fyrri tónleik- arnir verða á laugardag 26. septem- ber í Skálholtsdómkirkju en hinir síðari sunnudaginn 27. september í Reykholtskirkju. Hvorir tveggja tónleikamir hefjast klukkan 17. Schola cantorum, kammerkór sem starfar við Hallgrímskirkju í Reykjavík, undirbýr nú sína fyrstu utanlandsferð. Kórinn mun í byrjun október taka þátt í alþjóðlegu kóramóti og keppni í bænum Noyon í Norður-Frakklandi. Einnig heldur kórinn tónleika í París í „Maríukirkju hinna hvítu kyrtla“ 6. október. Á efnisskrá kórsins eru kórverk frá endurreisnar- og barokktíma- bilinu eftir Tallis, Purcell og Schein, svo og kórverk frá 20. öld- inni eftir Þorkel Sigurbjömsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Thomas Jennefelt og Ingvar Lidholm. Kammerkórinn Schola cantoram var stofnaður árið 1996 af stjórn; andanum, Herði Áskelssyni. í kórnum era átján félagar og era sumir þeirra einnig félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju og flestir menntaðir tónlistarmenn. Kórinn hélt sína íyrstu tónleika í byrjun aðventu 1996. Síðan þá hef- ur hann haldið nokkra tónleika, bæði í Hallgrímskirkju og úti á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem kórinn syngur í Skálholti og Reyk- holti. Kórakeppnin í Noyon er haldin annað hvert ár og miðast við kóra sem starfa við dómkirkjur og stór- ar kirkjur. I keppninni syngur Schola cantoram fjögur ólík verk. Skylduverkefnið er mótettan Ubi est? eftir óþekktan höfund, sem hreppti fyrstu verðlaun í tónsmíða- samkeppni kóramótsins fyrir tveimur áram, en samhliða kóra- keppninni er jafnan efnt til keppni í smíði kórverka. Schola cantoram syngur sem keppnisverk auk þess Ave Maria eftir Hjálmar H. Ragn- arsson, Die mit Tránen saen eftir Joh. Herm. Schem og Laudi eftir Ingvar Lidholm. Á sérstökum sam- eiginlegum tónleikum keppniskór- anna í ráðhúsi Noyon sýngur kór- inn verk eftir Purcell, Bach og Jennefelt. Á efnisskrá tónleikanna í Skálholti og Reykholti má heyra verkin sem Schola cantoram flytur á Frakklandsför sinni. BYZANTÍNSKT mynstur síðan um 1100. Sýning á damaski RAGNHEIÐUR Thorarensen, um- boðsmaður Georg Jensen Damask, opnar sýningu helgina 26. og 27. september, í Safamýri 91. Georg Jensen Damask er rótgróið vefnaðarfyrirtæki sem rekur sögu sína fimm aldir aftur í tímann og hef- ur ofið damaskvefnað í yfir 130 ár, segir í fréttatilkynningu. Georg Jensen Damask leggur áherslu á listræna hönnum sem fært hefur þeim ótal verðlaun og viður- kenningar. Á sýningunni verða kynnt ný mynstur og litir í fram- leiðslu fyrirtækisins. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Nýkaup Frosin Holta-kjúklingalæri 399 kr/kg Frosnir Holta-kjúklingavængir 299 kr/kg i c O if Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjörgarði, Seltjarnarnesi, Grafarvogi, Hólagarði og Kringlunni. Þarsem ferslcleikinn býr www.nykaup.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.