Morgunblaðið - 25.09.1998, Page 27

Morgunblaðið - 25.09.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 27 ERLENT Indland og Pakistan ræða bann við kj ar norkutilraunum Islamabad, Sameinuðu þjóðunum, Tókýó. Reuters. INDVERJAR og Pakistanai’ hafa samþykkt að undin-ita alþjóðlegan samning um bann við kjarnorku- sprengingum í tilraunaskyni innan árs. Þeir hafa einnig ákveðið að hefja á ný friðarviðræður en fréttaskýrend- ur sögðu í gær að mjög ólíklegt væri að helstu deilumál ríkjanna yrðu leyst og tímamótasamkomulag næðist. Nawaz Sharif, forsætisráðheiTa Pakistans, og Atal Beheri Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, komu saman í New York á miðvikudag og samþykktu að hefja friðarviðræð- urnar að nýju í Islamabad 15.-18. október. Sharif skýrði ennfremur frá því að Pakistanar væru tilbúnir að undirrita alþjóðlegan samning um bann við kjarnorkusprengingum í til- raunaskyni fyrir september á næsta- ári til að binda enda á kjarnorku- kapphlaup ríkjanna. Vajpayee lýsti því síðan yfii’ á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær að Ind- verjar væru tilbúnir að gangast und- ir bannið innan árs. Vajpayee lýsti samkomulaginu um friðarviðræðurnar sem upphafi að nýju tímabili í samskiptum ríkjanna. Fréttaskýrendur í Pakistan bentu hins vegar á að viðræður ríkjanna hefðu oft runnið út í sandinn og aldrei orðið til þess að draga úr fjandskap þeirra. Forsætisráðherrarnir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að utanrík- isráðherrar ríkjanna myndu hefja viðræður um ýmis málefni, m.a. deilu ríkjanna um Kasmír sem hefur tvisvar sinnum leitt til stríðs milli ríkjanna frá því þau fengu sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947. Agha Murtaza Pooya, pakistanskui’ séi’fræðingur í vamarmálum, sagði þó litlai’ líkur á að ríkin myndu ná sam- komulagi um Kasmír. „Það verður engin breyting og samskipti ríkjanna batna ekki nema megindeilumálin verði rædd og leyst,“ sagði hann. Sharif og Vajpayee samþykktu að koma á beinu símasambandi sín á milli fyrh’ neyðartilfelli, koma á sam- göngum milli landanna, auka efna- hagstengsl ríkjanna og draga úr áróð- ursstríðinu sem þau hafa háð í fjöl- miðlunum. Þeir sögðust ennfremur ætla að binda enda á stórskotaárásir indverskra og pakistanskra hersveita yfir landamærin sem skipta Kasmír. Arásimar hafa magnað spennuna milli ríkjanna síðustu sex mánuði. Pooya sagði að samkomulagið væri fyrst og fremst tilraun af hálfu Indverja til að bæta ímynd sína er- lendis vegna þeirrar gagnrýni sem þeh- hafa orðið fyrir vegna kjarn- orkutilrauna sinna fyrr á árinu. „Indverjar eru aðeins að leita vin- sælda með því að höfða til fjöldans og láta líta út fyrir að þótt þeir hafi yfh’ kjarnavopnum að ráða séu þeir að reyna að tryggja frið.“ lndverjar og Pakistanai’ hafa sætt efnahagslegum refsiaðgerðum vegna kjarnorkutilraunanna og Vesturlönd hafa lagt fast að þeim að undirrita samninginn um bann við kjamorku- sprengingum í tilraunaskyni. Sharif sagði að Pakistanar myndu undhTÍta samninginn innan árs en virtist tengja það því að refsiaðgerðunum yrði aflétt. Stjórnarerindrekai’ töldu þó ekki að hann setti það sem skil- yrði fyrir undirritun samningsins. LAGERUTSALA Allt að 70% staðgrafsláttur affatnaði og íþróttaskóm * Ulpur og jakkar íþróttafatnaður Iþróttaskór U ti vistarfatnaður Skíðagallar og húfur Skíðahanskar Bómullarfatnaður Liðapeysur i puimr Rccboh <Z3N adidas r-ILA Ármúla 40 Símar: 553 5320 568 8860 Ein stærsta sportvöruverslun landsins hT.poim i^erslunin 7VM Bensíntár Daihatsu Sirion „Með öðrum orðum, þér nægir ekkert minna en dísilbíll - og það einstaklega sparneytinn dísilbíll - ef þú ætlar að eyða minni peningum í eldsneyti" (Autocar, 22. júlí 1998) Vélin í Sirion nýtir eldsneytið betur og skilar hreinni bruna en þekkst hefur í sambærilegum bensínvélum. Samkvæmt Evrópustaðli fer eyðslan niður í 4,9 Iftra á hundraði með beinskiptingu og 5,5 lítra með sjálfskiptingu. I o8 Beinskiptur frá kr. 988.000. Sjjálfskiptur frá kr. 1.038.000 * BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5 • Akureyri Sími 462 2700 Bílasala Keflavlkur Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Sími 421 4444 Blley Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bllasalan Hrísmýri 2a • Selfossi Sími 482 3100 Tvisturinn Faxastíg 36 • Vestmannaeyjum Sími 481 3141 3 ára ábyrgð DAIHATSU fínn í rekstri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.