Morgunblaðið - 25.09.1998, Page 23

Morgunblaðið - 25.09.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 23 ERLENT FYLGST MEÐ FELLIBYLNUM GEORG Fellibylurinn Georg gekk yfir Kúbu í gær og stefndi í átt að suðurhluta Flórída. Á annað hundrað manns lét lífið og rúmlega 100.000 misstu heimili sín þegar fellibylurinn gekk yfir eyjar í Karíbahafi fyrr í vikunni Bandaríski flugherinn sendir hugprúða flugvélasveit til að fylgjast með fellibylnum. Sex Hercules-flugvélar fljúga þá inn I storminn með ýmis mælitæki. Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin fer í slíkar ferðir frá því fellibylurinn Andrés gekk yfir svæðið árið 1992 Flugvél afgerðinni WC-130 Hercules flýgur í gegnum miðju stormsins og varpar niður búnaði sem mælir hita, vindhraða og rakastig Hercules-vélin flýgur undir 3.000 m hæð og fer fjórum sinnum í gegnum auga fellibylsins. Flugferðin tekur 11 kiukkustundir FLUGVELASVEITIN Mikið manntjón af völdum fellibyls á eyjum í Karíbahafí Meira en eitt hundrað manns fórst Havana. Reuters. FELLIBYLURINN Georg gekk yfir Kúbu í gær og stefndi í átt að suðurodda Flórída eftir að hafa orðið að minnsta kosti 110 manns að bana á eyjum í Karíbahafi síð- ustu daga. Yfirvöld vöraðu fimm milljónir íbúa í suðurhluta Flórída við felli- bylnum og um 80.000 íbúum eyja og strandsvæða, þar sem hætta er á flóðum, var skipað að fara af svæðinu. Miðja fellibylsins var yfír Kúbu í gær og óveðrið olli þar að minnsta kosti tveimur dauðsföllum. Felli- bylurinn olli einnig talsverðu eignatjóni og flóðum í austurhéruð- um eyjunnar og um 2.000 hús voru þar undir vatni. Hálfri inilljón nianna skipað að yfirgefa heimili sín Um hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín á Kúbu og um 70.000 skólabörn voru flutt frá fjallahéruðum þar sem þau höfðu dvalið vegna kaffiuppsker- unnar. Vindhraðinn hafði minnkað í 120 km á klukkustund þegar fellibylur- inn gekk yfir Kúbu. Búist var við að hann efldist á ný þegar hann færi yfir hafið í átt að Flórída og vindhraðinn yrði allt að 144 km á klukkustund. Mikið manntjón í Dóminíska lýðveldinu Leonel Femandez, forseti Dóminíska lýðveldisins, sagði í sjón- varpsávarpi að a.m.k. 70 manns hefðu látið lífið af völdum fellibyls- ins í landinu á þriðjudag og 100.000 manns misst heimili sín. 90% land- búnaðaruppskenmnar, m.a. hrís- grjón og bananar, hefðu eyðilagst. „Mjög fáir heyi’ðu ávarp forset- ans vegna þess að því sem næst allt landið er rafmagnslaust,“ sagði Angel Barriuso, ritstjóri dagblaðs- ins Hoy. Yfirvöld á Haiti sögðu að a.m.k. 27 manns hefðu látið lífið þar af völdum fellibylsins. Níu til viðbótar var saknað og margir misstu heim- ili sín vegna skriðufalla og flóða. Fimm biðu bana þegar fellibyl- urinn gekk yfir Púertó Ríkó á mánudag og fjórir létu lífið á eyj- unni St. Kitts á sunnudag. Fellibyl- urinn varð einnig tveimm- mönnum að bana á Antigua og Barbuda. Geðprýð- in er ekki alltaf góð ÞAÐ er hollt fyrir hjartað, að fólk skipti skapi öðru hverju og láti í ljós óánægju sína. Þeir, sem eru þannig skapi farnii’, að það dettur hvorki af þeim né drýpur, hafa nefni- lega 75% meiri líkur á því en hinir að fá hjarta- og æða- sjúkdóma. Voru þessar niðurstöður lagðar fram á ráðstefnu í London fyrir nokkrum dögum °g byggjast á rannsókn á 2.500 karlmönnum á árunum 1984 til 1993. Var einnig tekið fullt tillit til líkamlegs ástands mannanna og lífshátta. Eng- inn er svo geðlaus, að honum geti ekki runnið í skap en um það var spurt hvernig menn brygðust við þegar þeim þætti sér misboðið, hvort þeir þegðu þunnu hljóði eða létu aðeins í sér heyra. Talið er, að útkoman sýni, að sú andlega áreynsla, sem fylgir því að bæla allt niður innra með sér, hafi mikil áhrif á líkamann og þá eink- um á hjarta og æðar. Því fer þó fjarri, að læknar ráðleggi mönnum að rjúka upp af minnsta tilefni, heldur bara að þeii’ láti í ljós tilfinningar sínar með eðlilegum hætti. Þeir leggja líka áherslu á, að líkamleg áreynsla af ýmsu tagi, til dæmis ganga eða skokk, sé kjörin til að eyða streitunni. Stórviðburður í höllinni Viu (ipnum Hd. fl.00 f dag I öfiug'f' fJfe«3íx4 fé^MÉ!rSnM osLf^lftlHðSM oAútÍWs^. 9esti/ Ödýrar veitingar! Kr. 600.- fyrir fullorðna - frítt fyrir 12 ára og yngri i fylgd með fullorðnum. Opnimartfmari Fðstud. Kl. 18.00 - 22.00 Laugard. Kl. 10.00 - 22.00 Sunnud. Kl. 10.00 - 22.00 fjölskyldunnar LAUGARDALSHOLL 25. - 27. SEPT. •Ferða- og fjallajeppar •Nýir bílar og jeppar / •Útivistarvörur •Aukahiutir is-’iV ■tmm 15 ára afmælissýning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.