Morgunblaðið - 25.09.1998, Side 21

Morgunblaðið - 25.09.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 21 Hvernig á að bæta þjónustu- gæðin ? DR. PAUL R. Timm er fyrirlesari á hálfsdags námstefnu Stjórnun- arfélags Islands um bestu aðferðir í þjónustu sem haldin verður á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 29. septem- ber. Dr. Timm er prófessor við Marriott School of Management við Brigham Young University og deildarforseti stjórnvísinda- deildar háskól- ans. Hann er í hópi frægustu fyrir- lesara heims á sviði þjónustu, segir í fréttatilkynn- ingu, höfundur 33 bóka á því sviði og jafnframt höfundur og fyrirlesari á 6 myndbandanámskeiðum um skyld efni, sem selst hafa í tugum þúsunda eintaka á undanförnum árum. Hann hefur þrívegis komið til íslands á vegum Stjórnunarfélagsins til að vera með námstefnur um þjónustu og hafa rúmlega 1.000 manns sótt námstefnurnar. Af tilefni komu dr. Timms til Is- lands í þriðja sinn hefur bók hans: 50 áhrifarík ráð sem bæta þjónustugæði og auka viðskipta- tryggð komið út í annað sinn í nýirí aukinni og endurbættri útgáfu. Öll- um þátttakendum á námstefnunni verður afhent eintak af bókinni, en hún hefur notið vinsælda frá því hún kom út árið 1995 og er nú mestselda stjórnunarbók sem komið hefur út á íslensku eftir erlendan höfund. Paul R. Timm VIÐSKIPTI GESTIR kynna sér íslensku forritin á CIGRÉ EXPO 98. Kvenfataverslunin Bitte Kai Rand Úrval af drögtum og peysum BITTE KAI RAND Skólavörðustíg 38, Reykjovík, sími 552 4499 Góður árang- ur á sýn- ingu í París ÍSLENSK ráðgjafarfyrirtæki fengu góðar undirtektir á alþjóðlegu sýn- ingunni CIGRÉ EXPO 98 sem hald- in var í París á dögunum í tengsl- um við fundi orkufyrirtækja. Islensku fyrirtækin, ICEconsult og Línuhönnun, sýndu forrit sem notuð eru við hönnun há- spennulíha. Kynnt var forritið ICItow sem notað er til að gera þrívítt líkan af landi og að velja möstur í háspennulínur ásamt því að reikna leiðara. Forritið er þegar notað af nokkrum helstu orkufyrir- tækjum á Norðurlöndum og hefur ýmsa nýstárlega eiginleika, meðal annars eru umhverfismál sett í öndvegi. Um 200 fulltrúar fyrirtækja heimsóttu bás íslensku fyrirtækj- anna og rúmlega 70 kynntu sér nánar notkun forritsins. (Olt 01. .«.1010 ..................... í Háskólabíói á morgun kl.14. CL V) o Ávörp: Erindi: • Vilborg Traustadóttir, formaður féiags MS-sjúklinga á íslandi. • Einar Már Guðmundsson rithöfundur. • Ólafur Ólafsson landlæknir. I S L E N S K erfðagreining • Kári Stefánsson læknir, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Erindi um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. • Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsinga- tæknideildar íslenskrar erfðagreiningar. Dulkóðun og persónuvernd; tæknileg atriði og álitamál. • Jóhann Hjartarson, lögfræðingur íslenskrar erfðagreiningar. Persónuvernd og Evrópuréttur. Að loknum erindum munu Hákon, Jóhann og Kári svara fyrirspurnum fundargesta varðandi miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Fundarstjóri verður Einar Stefánsson, augnlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla íslands. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.