Morgunblaðið - 25.09.1998, Side 19

Morgunblaðið - 25.09.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 19 VIÐSKIPTI ✓ Yfír tólf þúsund aðilar skráðu sig í hlutafjárútboði Landsbanka Islands hf. sem lauk á miðvikudag Hámarkshlutur skerðist í 55 þúsund krónur Morgunblaðið/Kristinn FORSVARSMENN Landsbanka íslands hf. kynntu niðurstöður hlutafjárútboðs félagsins í gær. F.v. Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, Brynjólfur Helgason, frara- kvæmdastjóri fyrirtækja- og stofnanasviðs, og Davíð Björnsson, forstöðumaður á viðskiptastofu Landsbankans. LIÐLEGA 12.200 aðilar skráðu sig fyrir hlutabréfum í hlutafjárútboði Landsbanka íslands hf. sem lauk á miðvikudag. Par af voru núverandi og fyrrverandi starfsmenn bankans um 1.200 talsins. Samtals bárust óskir um að kaupa bréf að nafnvirði tæplega 5,5 milljarðar króna í áskriftarhluta útboðsins, en að auki hafa borist tilboð frá um 40 aðilum í tilboðshluta útboðsins. Alls bárust óskir frá um 11 þús- und aðilum um kaup á bréfum að nafnvirði rúmlega 5 milljarðar króna í almennri áskrift og skerðist því hámarkshlutur úr 1 milljón króna í um 55 þúsund kr. að nafn- virði, en það svarar til um 105 þús- und króna að söluvirði. AIls voru boðnar út 1.000 þúsund milljónir að nafnvirði, en þai' af koma 325 milljónir í hlut starfs- manna og Lífeyrissjóðs banka- manna á genginu 1,285. Þá voru 625 milljónir boðnar út samkvæmt áskriftarfyrirkomulagi á genginu 1,9 en 50 milljónir verða seldar með tilboðsfyrirkomulagi. Meðalfjárhæð 439 þúsund krónur Meðalfjárhæð áskrifta í útboðinu var 439 þúsund krónur að nafnvirði. Tæplega 3.800 aðilar óskuðu eftir bréfum að nafnvirði 1 milljón kr., en dæmi voru einnig um að óskað væri eftir bréfum að nafnvirði 1.000 kr. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir niður- stöðuna koma þægilega á óvart og sé dýrmæt traustsyfirlýsing við Landsbankann: „Eiginfjárstaða bankans hefur nú styrkst verulega og eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er komið í 10% sem er 2% hærra en lög áskilja. Miðað við eftirspum í útboðinu má ætla að unnt hefði ver- ið að selja allt hlutafé félagsins í einu og tryggja þannig mjög dreifða eignaraðild þannig að enginn einn aðili ætti meira en 1% af heildar- hlutafé." Hlutabréfin skráð í lok október Frestur til að skila inn tilboðum í 50 milljóna króna hlut í útboðinu rann út klukkan 16 á miðvikudag. Um 40 aðilar sendu inn tilboð og verða þau opnuð mánudaginn 28. september nk. Halldór segir eðli- legt að ætla að þessi mikla eftir- spum skili sér í gengi hlutabréf- anna og ættu tilboðin sem opnuð verða á mánudag að gefa einhverja vísbendingu um mat markaðarins á bréfunum, að sögn Halldórs. Greiðsluseðlar verða nú sendir kaupendum á næstunni og er síð- asti greiðsludagur 14. október 1998. Fram að þeim tíma verður m.a. unnið að frágangi lánveitinga til þeima u.þ.b. 1.500 kaupenda sem óskuðu eftir láni frá bankanum fyr- ir hlutabréfunum. Þar er þó ein- göngu um að ræða starfsmenn og áskrifendur í almenna hluta útboðs- ins sem sóttu um sérstök hluta- bréfalán en einnig var nokkuð um að áskrifendur óskuðu eftir því að nýta sér aðra lánamöguleika við kaupin. Áætlað er að hlutabréf Lands- bankans verði skráð á Verðbréfa- þingi íslands í lok október. Líklegt að gengi bréfanna hækki Vegna skerðingar hlutabréfanna í útboðinu í 105 þúsund krónur, þá ná þau ekki því 130 þúsund króna sölu- lágmarki sem krafist er í viðskipt- um með hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands. Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, seg- ir það ekki koma að sök því flest verðbréfafyrirtæki verða væntan- lega með standandi tilboð í bréfin og gera fólki þannig kleift að selja hlut sinn. Hann segist gera ráð fyr- ir töluverðri spennu með hlutabréf- in til að byrja með og segir líklegt að umtalsverð viðskipti muni eiga sér stað strax eftir að fólk fær greiðsluseðlana í hendumar: „Verðmyndunin mun að miklu leyti koma til með að ráðast af niður- stöðum í tilboðshlutanum sem greint verður frá eftir helgina. Mið- að við sölugengið 1,9 í áskriftarfyr- irkomulaginu þá er ekki óeðlilegt að áætla að þátttakendur í tilboðs- hluta útboðsins þurfi að bjóða allt að 2-2,10 ætli þeir sér að ná því. Það er því líklegt að gengi bréfanna hækki nokkuð strax í upphafi og að margir hluthafar kjósi að innleysa hagnaðinn um leið og færi gefst,“ sagði Albert. Ráðstefna um nettölvu IBM á Grand Hótel 29. september kl. 9:00 Nýherji býður til ráðstefnu þar sem sérfræöingar IBM og Nýherja kynna IBM Network Station, nýja tækni frá IBM sem er að slá f gegn um allan heim. Með notkun netþjóns og nettölva í stað hefðhundinna PC tölva er unnt að lækka rekstrarkostnaö verulega og tryggja um leið skjótari dreifingu — — »■ hughúnaðar, takmarkalausan *~~ — - — aðgang og meira rekstraröryggi. Stór orð? Sjáðu og heyrðu sérfræðinga IBM og Nýherja færa rök fyrir máli sínu á veglegri ráðstefnu á Grand Hótel í Skráning for fram haimasíðu Nýherja (www.nyhBrji.is) eða í síma 5G9 7700 NÝHERJI Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is "Gartner Group um hagkvæmni nettölvu IBM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.