Morgunblaðið - 16.06.1998, Side 71

Morgunblaðið - 16.06.1998, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 71 FÓLK í FRÉTTUM Nútímaleg ástarsaga í anda frönsku nýbylgjunnar * Olafí Jóhannessyni leiddist. Hann lærði á tökuvél, skrifaði hand- rit og byrjaði að taka. Hildur Loftsdóttir tal- aði við þennan unga at- orkumann sem lætur ekkert stöðva sig. „ÞESSI stuttmynd sem við er- um að gera fjallar um rithöfund sem meðal annars skrifar um græna hluti og þaðan kemur vinnuheiti myndarinnar Grænn, segir Ólafur ungur Reykvíkingur sem er framkvæindastjóri Megafílm. „Þetta er eldheit, nú- tímaleg ástarsaga með öllu rugl- inu sem því fylgir. Við öll sem stöndum að myndinni voru sam- mála um að hafa hana í anda frönsku nýbylgjunnar. Það kann að hljóma hátíðlega, en maður hefur gaman af því að horfa á svona vitleysu. Boðskapurinn er tvíræður og segir að maðurinn sé einn og muni standa einn, og einnig að konur falli fyrir aum- ingjum, en það er ekki jafnalvar- legt mál.“ Helgi leikstýrir Ólafur hefur ekki lært kvik- myndagerð en segist hafa fengið allt upp í hendurnar eftir að hann byrjaði að hafa áhuga á grein- inni. „Ég var eitt. ár á Ítalíu að læra tungumálið eftir stúdents- próf. Þegar ég kom heim vissi ég ekki hvað ég ætti af mér að gera, svo ég hringdi upp á Sjónvarp og bað Pál Reynisson töku- mann að kenna mér á upptökuvél sem ég leigði í Megafilm, og hann tók mig á þriggja tíma nám- skeið. Síðan gerðum ég og vinur minn Ragnar Santos heim- ildamynd sem heitir „Leiðin til andlegs þroska" sem okkur tókst að selja á Stöð 2 og eftir það fékk ég vinnu í Megafilm." Grænn er fyrsta handritið sem Ólafur skrifar. „Ég kynntist Helga Sverrissyni kvikmynda- gerðarmanni í Megafilm, fannst hann sniðugar karl og bað hann að leikstýra myndinni. Hann tók því strax vel og meitlaði saman handritið. Jón Proppé kom líka að handritinu og gaf því heim- spekilega dýpt auk þess sem hann leikur útgefanda í myndinni." Helgi valdi leikarana í hlut- verkin. Þeir prófuðu 30 stelpur í hlutverk konunnar sem rithöf- undurinn er ástfanginn af. Sú sem kom best út er María Rut Reynisdóttir, en hún afgreiðir í barnavöruverslunninni Fífu sem er á hæðinni fyrir neðan Megafílm við Klapparstíg. Ómar Ragnarsson leikur engil en rit- höfundinn leikur Eggei*t Krist- jánsson sem barn, en fullorðinn er það Ólafur sjálfur. „Ég bað Helga að prófa mig í aðalhlut- verkið, og ætli hann hafi nokkuð þorað að segja nei.“ Ragnar reddar öllu „Ragnar Santos hefur líka ver- ið með í myndinni frá upphafí, og gegnir ekki bara stöðu framleið- anda, heldur margra annarra líka því hann er hreinlega búinn að redda öllu. Hann skipuleggur allt, reddar ölluin tökustöðum, boðar alla starfsmenn og afboðar, finn- ur aukaleikara og leikmuni. Svo tekur hann upp hljóðið í tökun- Morgunblaðið/Halldór ÓLAFUR í aðalhlutverkinu. A bakvið hann sést glitta í Ragnar Santos, Jóhann Valdimarsson aðstoðarleikstjóra og Björn Sigurðsson töku- mann. Ljósmynd/Ragnar Santos LEIKSTJÓRINN Helgi Sverrisson og Björn tökumaður í bflaatriði. Ljósmynd/Ragnar Santos NEMI í Förðunarskóla íslands puntar aðal- leikkonuna Maríu Rut Reynisdóttur. um, en það verður reyndur hljóð- maður Páll Sveinn Guðmundsson sem sér um eftirvinnslu hljóðs." „Fólk er yfirleitt mjög hjálp- samt en hins vegar höfum við líka komið að lokuðum dyrum, þar sem kvikmyndagerðarmenn hafa fengið lánaða hluti án þess að skila þeim. Við munum pott- þétt skila öllu, því þetta hefur eyðilegt mikið fyrir okkur og taf- ið okkur, en þetta tókst að lokum fyrir tilstuðlan góðs fólks." Tökurnar tóku alls um ijórar vikur og nú fer eftirvinnslan í gang og mun standa í um 2-3 mánuði. Það er dágóður tími en myndin verður um 40 mínútur að lengd. títi um allt Það er dýrt að gera kvikmynd- ir og hún verður að seljast víða til að ná upp kostnaði. „Myndin á að fara á allar kvikmyndahátíðir sem hún kemst inn á. Við verðum auðvitað að reyna að selja sýn- ingarréttinn, en Helgi sér alveg um það. Hann veit hvað hann er að gera og toppar allar hug- myndir sem ég kem með í því sambandi." - Hvað fínnst þér svo eftir- minnilegast við allt ævintýrið? „Það sem kemur mér mest á óvart er hvað við erum búin að vinna mikið, erum rosalega þi-eytt og búin að fá nóg af þessu öllu saman, en samt elska ég að vera í þessu.“ REYKIAVIK k F •< T A lí k á N T R A R í kvöld Ieikur fyrir dansi stuðhljomsveitin Sixties 17. í«ni DANSLEIKUR á Kaffi Reykjavik Allir velkomnir Enginn aðgangseyrir. Sixties leikur fyrir dansi. Gleðilega : þjóðhátið. | /AFFl REYRJAVIK HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi /sis CP Reiðnámskeið fyrir 10 til 15 ára Allt um hesta og hestamennsku. Dvalið er í viku á heimavist. Hestbak alla daga, kvöldvaka, sund, borðtennis, ratleikur, þrautreið og margt fleira!!! Upplýsingar og bókanir í s 897 1992 486 4444 Og 567 1631. Reiðskólinn Hrauni þar sem hestamennskan hefst! Háskólanemar Umsóknir um vist á stúdentagöróum fyrir skólaárið '98 - '99 þurfa að hafa borist fyrir 20. júní 1998 Skilið umsóknum á eyöublöðum sem Hggja frammi á skrifstofunni eða á heimasíöu Félagsstofnunar stúdenta m Nánari upplýsingar á heimasíðu eða í síma 561 5959 It ...vel búið að númi Stúdentaheimilinu v/Hringbraut - 101 Reykjavík slmi 561 5959 - fax 5511026 - studentagardar@fs.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.