Morgunblaðið - 16.06.1998, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 16.06.1998, Qupperneq 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ EIRÍKUR HELGASON + Eiríkur Helga- son var fæddur í Reykjavík 25. júní 1927. Hann lést á Landakotsspítala 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Árna- dóttir, f. 15. júní 1904, dáin 14. nóv- ember 1994, og Helgi Eiríksson, bankastjóri, f. 21. maí 1900, dáinn 14. mars 1976. Systir Eiríks er Helga Helgadóttir, f. 16. desember 1925, gift Garðari Sigfússyni, kaupmanni. Eiríkur kvæntist Vöku Sigurjónsdóttur 25. júni 1953. Þau skildu. Börn Eiríks og Vöku eru: 1) Helgi, f. 28. febrúar 1954, d. 24. nóvem- ber 1996. Hann var ókvæntur og barnlaus. 2) Anna, f. 10. september 1955, gift Bjarna Há- konarsyni framkvæmdastjóra. Börn þeirra eru Hákon Helgi, f. 16. september 1987, og Helga Þegar Eiríkur Helgason lést var hann á 71. aldursári. Ef til vill má segja að hann hafi látist saddur líf- daga. Ævi hans var viðburðarík. Hann var umdeildur, þó hann hafi verið ljúfur maður. Hann gat verið sérvitur í skoðunum, en hann var líka réttsýnn og fljótur að meta að- stæður, skilja hismið frá kjarnanum í hverju máli sem hann skipti sér af. Og hann lá ekki á skoðun sinni. Ei- ríkur var vinur vina sinna. Eg tel mig lánsaman að hafa talist til vina hans um 16 ára skeið. Eiríkur Helgason var Reykvík- ingur í húð og hár, fæddur og upp- alinn við Tjömina. Heimur æsku hans miðaðist við Tjamargötuna, miðbæinn, kvosina og Hótel Borg, sem seinna átti eftir að verða hans „félagsheimili", í félagsskap margra annarra kunnra borgara Reykjavík- ur. Morgunkaffi og síðdegiskaffi á Borginni í góðra vina hópi var mik- ilvægur hluti tilvemnnar. Sama hlutverld gegndi Park La- Björt, f. 15. júlí 1989. 3) Jóhanna, f. 23. janúar 1959, gift Jóni Wendel fram- kvæmdastjóra. Böm þeirra era Ad- olf, f. 14. júní 1993, og Frosti, f. 14. des- ember 1994. Fyrir átti Jóhanna Vöku, f. 25. júní 1979 með Ágústi Ragnars- syni. Auk þeirra átti Eiríkur Jóhann- es, f. 11. desember 1961, með Katrínu Jóhannesdóttur. Jó- hannes er kvæntur Katrínu Steingrímsdóttur. Börn þeirra eru Eiríkur Bjarki, f. 7. ágúst 1984, Katrín Lind, f. 8. október 1990, og Elías, f. 10. maí 1992. Eiríkur lauk prófi frá Verslun- arskóla fslands og rak heild- verslunina E. Helgason & Co. mestan hluta ævi sinnar. títför Eiríks fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. ne-hótelið í London, þar sem hann dvaldi löngum, og hann þekkti alla og allir þekktu hann. Eiríkur var glæsimenni með einstakan fegurð- arsmekk, sem kom meðal annars fram í klæðaburði hans og fram- komu. Þá unni hann listum. Starf Eiríks var að miklu leyti bundið við innflutning og sölu smekklegra karlmannafata, sem endurspegluðu góðan smekk hans og auga fyrir stílhreinni fatahönnun. Hönnun sem í gamla daga var kölluð „British Throughout". Eiríkur Helgason setti þannig svip á borgina okkar á margvísleg- an hátt. Hann lét sér annt um vini sína, útlit sitt, lífsgæði og samfélag sitt. Hann var skemmtilegur og fyndinn, en um leið ákveðinn og fastur fyrir. Hann var einstakur maður. Ég þakka fyrir alltof stutta við- kynningu. Bjarni Hákonarson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Þökkum inrtilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS INGMAR HUSEBY JÓHANNSSONAR, Norðurbrún 1. Sérstakar þakkir færum við starfsfóiki 14-G Landspítala, og sr. Árna Bergi fyrir umhyggju og hlýhug. Guð blessi ykkur. Björg Elísdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir færðar öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við fráfall og út- för okkar ástkæra SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Efstalundi 1, Garðabæ. Fyrir hönd ættingja og tengdafólks, Lilja Hreinsdóttir, Sigurður Halldórsson MINNINGAR FJOLA G UÐMUNDSDÓTTIR + Fjóla Guð- mundsdóttir fæddist á Hell- issandi 21. júlí 1929. Hún lést á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Hellu 8. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 15. júní. Elsku mamma mín. Þegar Unnur hringdi seinnipartinn á mánu- dag og sagði mér að þér hefði versnað ákvað ég að renna suður til þín og kveðja. En því miður tókst það ekki því mað- urinn með ljáinn hafði þegar bankað. Þegar Kolla hringdi skömmu seinna og tilkynnti mér að þú værir öll var sem eitthvað brysti innra með mér og ég dofn- aði allur. Minningarnar streymdu fram. Þú hringdir í mig á sjó- mannadaginn og óskaðir mér til hamingju eins og alltaf. Hver hefði trúað því að það yrði okkar síðasta símtal. Þrátt fyrir að við vissum öll hvert stefndi var þetta reiðarslag. Þú sem alltaf varst svo ljúf og góð og vildir allt fyrir alla gera, alveg sama hvað það var. Alltaf mundir þú eftir afmælinu mínu og ef þú vissir að von væri á mér í land bakaðir þú pönnukökur með rjóma, því þú vissir hvað mér þótti þær góðar. Þú vildir alla gleðja. Söngur og gleði voru ríkj- andi í þínu hjarta. Oft sátum við saman og skoðuð- um gamlar myndir frá Flatey sem var þér svo kær og Arnabæli þar sem við ólumst upp. Þá var eins og allir erfiðleikar vikju fyrir öll- um góðu stundunum sem við átt- um þar eða þegar þú fórst með vísur eftir þig sem glöddu alla sem á hlustuðu. Heimili þitt bar þess merki hverslags kona bjó þar, snyrtimennskan og fegurðin var slík að manni leið ákaf- lega vel að koma til þín. Þú áttir mjög fal- legt heimili þar sem styttur og myndir af þeim sem þér voru hjarta næst voru höfð í öndvegi. Elsku mamma mín, þú vissir að hverju stefndi, en tókst því með fullkomnu æðruleysi eins og þér einni var lagið. Þú vildir fá að sofna heima, en ekki inni á ein- hverri sjúkrastofnun, og þér varð að ósk þinni. Þegar kallið kom varstu í heimsókn hjá elstu dóttur þinni, henni Kollu og Samma á Hellu. Og ég veit að svona vildir þú helst fá að fara, hjá þeim sem þér þótti svo vænt um, hjá ein- hverju barna þinna. Alltaf varstu með hugann hjá okkur og tengda- synir og tengdadætur voru ávallt eins og börnin þín að ég tali nú ekki um barnabörnin og barna- barnabörnin. Elsku mamma mín, ég kveð þig að sinni og veit að góður Guð þig geymir. Guð blessi þig, vina. Þinn son- ur, Guðmundur. Elsku amma. Strax þegar mamma sagði okkur að þú værir dáin þá tókum við Vignir utan um hana og hágrétum. Ég skildi þetta samt ekki. Fjóla amma var ekki farin til Ivars litla. Hún var ekki dáin úr krabbameini eins og hann, það gat ekki verið! Mamma hringdi til Reykjavíkur í pabba og STEINÞOR EIRÍKSSON + Steinþór Eiríksson fæddist í Tungu á Úthéraði 2. sept- ember 1915. Hann lést 7. maf síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 16. maí. Það sem mér er efst í huga þeg- ar ég hugsa til Steinþórs tengda- föður míns er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þeim merkilega manni sem hann var. Steinþór var ótrúlegur hafsjór af fróðleik um landið sitt, bæði landafræði, jarðfræði og sögu þess. Af landinu sínu þótti honum ávallt vænst um Héraðið, fegurð fjallanna og síbreytileg litaskipti náttúrunnar sem honum þótti svo vænt um. Stórbrotin og hrikaleg náttúra Dyrfjalla sem hann ólst upp í nágrenni við sem barn og unglingur varð honum snemma hugleikin, og seinna meir óþrjót- andi brunnur myndefna í list hans. Steinþór var ákaflega rök- réttur í hugsun og fljótur að átta sig á þeim verkefnum sem fyrir lágu, og skipti nánast engu máli á hvaða sviði það var. Hann var al- veg ótrúlega fjölhæfur maður. Þeir sem leituðu ráða hjá Stein- þóri komu ekki að tómum kofan- um, og höfðu yfirleitt betra úr býtum ef þeir fóru eftir hans ráð- um. En það sem mér þótti mest um vert við Steinþór var persónan sjálf, elskulegheit hans, skilning- ur á lífinu, þolinmæði og vina- festa. Steinþór var fljótur að afla sér vina í þeim sem hann hitti fyr- ir á lífsleiðinni og urðu margir þeirra vinir hans fyrir lífstíð, og skipti þá ekki máli hvort stutt eða langt væri milli þeirra. Þeir sem Steinþór tók vinskap við voru eft- ir það hans, margir vina hans held ég að hafi skynjað náttúrubarnið í Steinþóri sem hló af gleði yfir stórkostlegum sviptingum ís- lensks veðurfars eða felldi tár af yfirþyrmandi virðingu við hinn mikla Byggingameistara er hann sýndi honum fallegt sólarlag. Steinþór var landnemi í orðsins fyllstu merkingu, hann var einn af þeim fyrstu er settust að á Egils- stöðum og varð einn af hópi frum- byggja, duglegra manna og kvenna er mynduðu þann harð- gerða kjarna sem gerðu Egils- LEGSTEINAR t Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrvti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 þegar hún kom úr símanum sagði hún að við værum að fara á Hellu til Kollu og pabbi væri líka á leið- inni þangað. Við hentum ein- hverju niður í tösku og mamma sagði að þetta yrði að duga, ann- ars myndu amma og Kolla (heima) senda okkur ef okkur vantaði eitthvað. Við vorum bara öll svo dofin að við vissum ekkert hvað við vorum að gera. Núna á morgun, föstudag, fer ég í kistu- lagninguna þína og kveð þig með bleikri fallegri rós. Ég veit að það á eftir að vera erfitt að fara þetta á morgun og ég hálfkvíði fyrir, en ég reyni að vera sterk eins og þú varst alltaf. Þú barðist eins og hetja en allt þurfti að fara á verri veginn á endanum. Elsku amma, það var alltaf jafn gaman og yndislegt að koma til þín í fallegu og snyrtilegu íbúðina þína þó að ég hafi nú ekki gert of mikið af því, því miður. Einu sinni þegar ég kom þá fékk ég svo góða þykkmjólk hjá þér með hunangs- seríosi útí, mmm mmm, þetta fékk ég bara hjá þér. En ég er viss um að þegar við hittumst aft- ur þá áttu áreiðanlega jafn fallega íbúð og núna síðast. Amma, passaðu nú Ivar vel fyr- ir mig og nú ertu örugglega búin að hitta afa og Guðna, og allt er orðið gott aftur. Þú átt kannski eftir að bjóða Ivari í þykkmjólk og hunangsseríos og honum á ör- ugglega eftir að finnast það gott eins og mér, allavega eigið þið eft- ir að verða góðir vinir, það er ég viss um. Elsku amma, viltu ekki gleyma mér þó þú sért farin. Þú kannski kíkir einhvern tíma á mig. Að minnsta kosti á ég ekki eftir að gleyma þér. En nú vona ég bara að þér eigi eftir að líða vel og þú þurfir ekki að kveljast meir, það er fyrir mestu, eins og mamma segir alltaf. Bless elsku amma og takk fyrir allt. Þín Þórdís Fjóla. staði að þeim myndarbæ sem Egilsstaðir eru í dag. Hann var stofnfélagi í ýmsum félögum og gegndi formennsku og ábyrgðar- stöðum í t.d. Slysavarnafélaginu á Egilsstöðum, sem undirstrikar það sem Steinþóri þótti mest um vert í lífinu, að þjóna og hjálpa öðrum. ‘ Steinþór var trúaður maður og fullviss um elsku guðs á börnum jarðar, þó hef ég grun um að hrikt hafi í undirstöðum vissu hans er hann og Þórunn kona hans sem lést fyrir rúmum þremur árum, misstu son sinn Eirík. Þar var stórt skarð höggvið í fjölskylduna, en eftir áttu þau þrjár dætur sem reyndust foreldrum sínum vel. Einnig litu þau alltaf á tengdadótt- ur sína Hrefnu Loftsdóttur ekkju Eiríks sem fjórðu dóttur sína. Seinni maður Hrefnu, Hjörtur Karlsson eignaðist líka sitt verð- skuldaða pláss í hjörtum þeirra. Steinþór var eins og kletta- drangur við úfna strönd íslenskra sjávarhamfara, á honum dundu á lífsleiðinni holskeflur áfalla sem hefðu lagt margan dranginn að velli, en Steinþór stóð af sér öll áföll. En síðustu mánuði Stein- þórs höfðu stór björg fallið úr dranginum, og að síðustu hvarf þessi stórkostlegi mannvinur að ég held fagnandi, á vit þeirra ást- vina sem á undan honum voru gengnir. En eftir stendur stórt skarð sem seint verður fyllt upp, - Utvörður alls sem íslenskt er er horfinn, eftir að hafa haldið vörð um landið sitt, málið og menningu þess, alla sína ævi. Þegar Stein- þór hitti að nýju Þórunni sína, Ei- rík son þeirra, og sinn besta vin Sigfús Arnason, sem lést fyrir nokkrum mánuðum, er ég sann- færður um að töluð hefur verið kjarnmikil íslenska í Himnaríki. Dætrum Steinþórs og fjölskyld- um þeirra sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guðm. Fr. Kristjánsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.