Morgunblaðið - 16.06.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.06.1998, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Óvita- og hjástefna Dada og surrealismi MARIE Berthe Aurenche Ernst og Max Ernst: Andlitsmynd, portrett, af Max Ernst i upphafí þriðja áratugarins. MYMDLIST A LISTAUÁTÍÐ Listasafn Islands HÖGGMYNDIR/LJÓSMYNDIR Verk eftir Max Ernst. Opið alla daga nema mánudaga frá 11-17. Til 28. júní. Aðgangur 300 kr., sýn- ingarskrá 400 kr. Á sænsku 2.700, ensku og ítölsku 5.000 kr. ÝMSAR brotakenndar sýningar stórstima aldarinnar á myndlistar- sviði hafa ratað hingað á fyrri lista- hátíðir, Picasso, Chagall, Masson o.fl. og hafa menn yfirleitt tekið þeim þakklátum huga. Framar öðru í ljósi þess hve mörg ljón eru í veg- inum um slíkar framkvæmdir er svo er komið, kostnaður mikill og eftir- spurnin yfirþyrmandi. Slíkar framkvæmdir þurfa mik- inn og góðan undirbúning og langan aðdraganda, sem ekki hefur verið til að dreifa fyrr en nú, er farandsýn- ing á höggmyndum og frotta- geverkum hjástefnulistamannsins Max Ernst hefur ratað í sali Lista- safns íslands. Fyrrverandi for- stöðumaður listhallarinnar í Malmö, Sune Nordgren, átti frumkvæðið og var sýningunni hleypt þar af stokknum 1995. Hún hefur svo gert víðreist eins og sýningarskrárnar á sænsku, ensku, ítölsku og loks ís- lensku eru til vitnis um. Orðið hjástefna nær að mínu mati hugtakinu vel, og minnist ég þess að þegar mín kynslóð var að vaxa úr grasi var litið á dada og surrealisma, sem eitthvað til hliðar við allt annað í núlistum, stflbrögð sem mjög fáir iðkuðu í algjörleika sínum en margir sóttu hugmyndir til. Að vísu er verið að kynna afmarkað svið hins fjöl- hæfa og frumlega fulltrúa þeirra, sem hóf feril sinn með því að skipa sér í fremstu röð óvitastefnunnar, dada. Þar höfðu listamenn hin viður- kenndu hámenningarlegu gildi tím- anna að háði og spotti, rifu niður af viðlíka ákafa og stríðsvélarnar gengu á milli bols og höfuðs á feg- ursta tímaskeiði Evrópu, Belle Epoque, tímabili sem hinn mikli rit- höfundur Stefan Zweig hefur lýst manna best í bók sinni, Veröld sem var: Heimurinn brjálaður, styrjöldin óvitaskapur, og hvað var þá eðli- legra en að framsæknir listamenn kryfu ástandið á raunsæjan hátt, líkt og margir forverar þeirra og sjónrænir sagníræðingar tímanna? Skyndilega var óvitaskapurinn, da da-hjal reifabamsins, orðinn að gildri rökfræði og inntaki listrænnar samræðu sem fékk hljómgrunn beggja vegna Atlantsála, ásamt nokkurs konar framandlegum neista óræðs skáldskapai- á myndfleti sem á eftir fylgdi og fékk nafnið hjástefna, surrealismi. Þar er stefnt saman einu eða fleiri óskyldum fyr- irbærum í umhverfi sem er þeim fullkomlega framandlegt sbr. hinn fræga framslátt skáldsins Lautr- eamont: „Hið tilviljunarkennda stefnumót saumavélarinnar á skurð- arborðinu." Hafi einhverjir verið að harma að þessar stefnur bárust ekki fljótt og vel til Islands, líkt ýmsum öðrum núviðhorfum á seinni tímum, gætu hinir sömu allt eins bai-mað sér yfir að svið hörmunganna barst ekki hingað, sviðin jörð og skotgrafa- hernaður ásamt niðurrifi alls hins helgasta í íslenskri menningu. I þess stað urðu hremmingarnar á meginlandinu að vítamínsprautu fyrir íslenskan efnahag og undir- staða framfara og velsældar meðal almennings, sem seinni heimstyrj- öldin svo kórónaði til stórra muna. Hjástefnan náði sömuleiðis engri umtalsverðri útbreiðslu norðan Kaupmannahafnar og Halmstad hinum megin við sundið, er vart finnanleg í Noregi, og Finnlandi, sem voru fjær stríðsátökunum og uppruna stflbragðanna um leið, hvað þá í eyríkinu norður við Dumbshaf. Það er mikilsverðara en margan grunar að fá þessa sýningu hingað, ekki einasta fyrir það hve vel er að henni staðið, heldur ber hún í sér mikinn fróðleik og sannindi um hið sanna eðli myndlistarinnar, hinar miklu þverstæður sem hún framber í sjálfri sér. Eins og listamenn fundu ekki upp aðferðina til að framleiða ódýra liti sem fæddi mikið til af sér áhrifa- stefnuna, heldur efnaiðnaðurinn, kveiktu þeir ei heldur ófriðarbálið, sem færði þeim upp í hendumar nýjan efnivið, ný myndefni og nýjar hugmyndir. En listamenn eru börn síns tíma, og eiga að vera það, speg- ilmynd umhverfis síns og uppruna, sem framherjar núlista nær undan- tekningalaust hafa verið. Rétt er að geta þess einnig, að hjástefnan var jarðtengd á Norður- löndum í janúarmánuði 1935, en þá var sýningarhúsnæði hinna óháðu, Den Frie, í Kaupmannahöfn rammi fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu hjástefnulistamanna í okkar hluta heimsins. Daninn Vilhelm Bjerke- Petersen var í fyrirsvari fyrir sýn- ingunni Kúbismi-surrealismi, og Erik Olson af hálfu Halmstad-hóps- ins. Hún varð þýðingarmikið inn- legg í samræðunni milli sænskra og danskra surrealista annars vegar og upphafsmannanna og fyrirmynd- anna hins vegar. A sýningunni voru myndir eftir Jean Arp, Max Emst, Man Ray, Réne Magritte, Juan Miró og Salvador Dali. Eins og fyrri daginn voru Danir fljótir að taka við sér og sýningin lét fáa ósnorta sem vora á annað borð vakandi fyrir nýj- um hræringum í núlistum. Hún olli miklu róti meðal ungra og varð í og með kímið að þeirri list sem við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.