Morgunblaðið - 16.06.1998, Side 22

Morgunblaðið - 16.06.1998, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutafjáraukning og skipulagsbreytingar hjá Fróða Söluverðmæti nýrra hluta- bréfa 63 milljónir króna 1 Þörungayerksmiðjan hf. MMÉM Reykhólum - Úr reikningum ársins 1997 Rekstrarreikningur Mnijónír króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 146,9 143,4 +2,4% Rekstrargjöld 105.4 123,1 ■14.4% Afkoma fyrir afskr. og fjárm.liði 41,5 20,3 +104% Afskriftir 9,0 6,4 +40,1% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (5,5) (6,9) ■20,9% Afkoma af reglul. starfs. fyrir skatta 27,0 7,0 +288% Eignarskattur 0,5 0 - Aðrar tekjur (Niðurfelldar skuldir) 0 9,2 - Hagnaður ársins 26,5 16,2 +64,2% Efnahagsreikningur 31, des.: 1997 1996 Breyting | Eignir: \ Milljónir króna Fastafjármunir 67,9 55,4 +23% Veltuf jármunir 55,8 33,9 +64% Eignir alls 123,7 89,3 +38% | Skuldir og eigið fé: \ Milliónir króna Eigið fé 49,8 22,5 +121% Langtímaskuldir 63,6 5,8 +996% Skammtímaskuidir 10.3 61,0 -83% Skuldir og eigið fé alls 123,7 89,3 +38% Sjóðstreymi 1997 1996 Veltuté trá rekstri Milljónir króna 37,8 15,8 +139% Pörungaverksmiðjan á Reykhólum 26 milljóna kr. hagnaður í fyrra STJÓRN útgáfufélagsins Fróða, hefur nýtt sér heimild til hlutafjár- aukningar og selt fímm nýjum aðil- um hlutafé í félaginu fyrir 30 milljón- ir króna að nafnverði á genginu 2,1 eða sem samsvarar 63 milljónum í söluverðmæti. Stjómin hefur heim- ild til að auka hlutafé fyrir 8 milljónir til viðbótar, sem Magnús Hreggviðs- son stjómarformaður, segir að verði nýtt á næstu mánuðum. Nýju hluthafamir era Eignar- haldsfélag Alþýðubankans, sem keypti hluta að nafnvirði 10,5 m.kr., Lífeyrissjóður Austurlands keypti 10 milljón króna hlut, Lífeyrissjóður- inn Hlíf fjárfesti fyrir 6 milljónir, Lífeyrissjóður lækna fyrir 2,5 millj- ónir og Saxhóll ehf., móðurfyrirtæki Nóatúns verslananna, keypti hlut fyrir 1 milljón króna að nafnverði. Stjórnarmönnum íjölgað í fimm Magnús segir markmið hlutafjár- aukningarinnar vera að fjármagna u.þ.b. helming af fjárfestingum Fróða í húsnæði, tímaritum, innrétt- ingum, búnaði og bifreiðakaupum á undanfömum þremur árum. Hinn helmingurinn hefur verið fjármagn- aður frá rekstri, en samtals liggja fjárfestingar félagsins nálægt 150 milljónum. Á aðalfundi félagsins í gær var ákveðið að fjölga stjómar- mönnum úr þremur í fimm en stjóm Fróða skipa nú: Magnús Hreggviðs- son, sem jafnframt er stjómarfor- maður, Stanley P. Pálsson, varafor- maður, Erla Haraldsdóttir, Gylfí Ambjörnsson og Valdimar Tómas- son. Eignarhlutur Frjáls framtaks ehf., sem er í eigu Magnúsar og hlut- ur hans persónulega er nú 78,5%, nýjir hluthafar eiga 15,6% en fyrir vora um 50 aðrir hluthafar sem eiga samtals 5,9%. Magnús telur að breytingamar muni án efa koma fyrirtækinu til góða: „Fróði verður sterkara félag á eftir og betur í stakk búið til að takast á við framtíðina í erfíðri og á margan hátt ósanngjamri sam- keppni við erlend tímarit sem hafa aukið mai’kaðshlutdeild sína hér á landi úr 33% í u.þ.b. 66% á síðustu 10 árum“. Orsakir þeirrar þróunar tel- ur Magnús vera þríþættai” í fyrsta lagi séu erlendu tímaritin íramleidd í upplögum fyrir allt að 1000 sinnum stærra málsvæði en íslenska mál- svæðið er, sem gerir þeim kleift að bjóða tímaritin á mun lægra eininga- verði. í öðra lagi greiði erlendir út- gefendur tímarita ekki virðisauka- skatt af áskrift sem íslensk tímarit verða að borga og í þriðja lagi leyfist erlendum tímaritum að vera með ótakmarkað magn af áfengis og tó- baksaulýsingum sem íslensk tímarit mega ekki birta. Stefna að skráningu á Verðbréfaþingi Mikill samdráttur hejúr átt sér stað í fjölda tímarita á íslandi und- anfarin ár. Magnús áætlar að hér hafi verið gefin út nálægt 40 íslensk tímarit fyrir tíu áram síðan en nú séu þau á bilinu 15-20 talsins: „Þrátt fyrir erfiða stöðu íslenskrar tíma- ritaútgáfu, geram við ráð fyrir að veltan á næsta ári verði nálega 50% hæm en hún var á árinu 1994, á erf- iðasta rekstarári fyrirtækisins og fyrsta heila ári virðisaukaskatts á prentað mál sem íslensk tímarit gátu aldrei velt útí verðlag og skapaði fjöldagjaldþrot í greininni". Magnús segir að stefnt verði að skráningu Fróða á vaxtalista Verð- bréfaþings innan fárra ára en áður stefni fyrirtækið að því að auka árs- veltuna úr 400 í u.þ.b. 6-700 milljónir og tryggja viðunandi afkomu. HAGNAÐUR Þörangaverksmiðj- unnar hf. á Reykhólum nam kr. 26.555.341 á síðasta ári, sem er rúmlega 10 milljónum meira en árið 1996. Heildarrekstrartekjur á árinu vora 146,9 milljónir króna, en námu 143,4 milljónum króna árið á undan, og nemur hækkunin 2,4% á milli ára. Bjami Halldórsson fram- kvæmdastjóri segir afkomuna vel viðunandi en segist ekki eiga von á að þetta ár verði félaginu jafnhag- stætt vegna þess hversu seint þang- vinnslan hófst eftir óhagstætt ár- ferði, auk tafa sem urðu vegna end- umýjunar á tækjakosti. 95% framleiðslunnar á erlenda markaði Uppistaðan í framleiðslunni er vinnsla þangs sem nýtt er í fóður- framleiðslu, lífrænan áburð o.fl. I fyrra voru unnin 16 þúsund tonn af sjóþangi hjá Þörungaverksmiðj- unni, en tæplega 12 þúsund tonn ár- ið 1996. Þá er einnig unnið talsvert af þara yfir vetrarmánuðina sem selt er til snyrtivöruframleiðenda í Frakklandi og Japan. í dag starfa 24 hjá fyrirtækinu, sem er að stærstum hluta í eigu Nutrasweet Kelco, dótturfyi-irtækis Monsanto Company í Bandaríkjun- um. Nutrasweet Kelco er jafnframt stærsti kaupandi þangmjöls frá Þörangaverksmiðjunni, sem Bjarni segir koma sér vel í þeirri lægð sem nú ríkir m.a. á Asíumörkuðum, en u.þ.b. 95% af framleiðslunni er selt á erlenda markaði. Styrktist með bandarískri eignaraðild Bjarni telur reksturinn hafa styrkst eftir að bandarísku aðilarnir keyptu 67% eignarhlut íslenska rík- isins fyrir tveimur árum: „Bæði er markaðsstaðan mun tryggari en áð- ur auk þess sem unnið hefur verið að töluverðum endurbótum á verk- smiðjunni og skipakosti fyrirtækis- ins með mögulega framleiðsluaukn- ingu í huga, sem tekin verður til frekari umfjöllunar á aðalfundi fé- lagsins hinn 23. júní.“ Ætti að selja afla- heimildir og greiða skuldir FRAMKVÆMDASTJÓRI Samtaka iðnaðarins segir sí- fellt fleiri þenslumerki að koma í ljós í íslensku efna- hagslífi og auknar aflaheimild- ir og hækkun á afurðaverði virki líkt og olía á eld. Við þessar aðstæður ætti að selja auknar aflaheimildir og nota afraksturinn til að greiða niður erlendar skuldir. „Flestir sem komnir eru til vits og ára, þekkja þau aug- ljósu þenslueinkenni sem nú verða æ meira áberandi í ís- lensku efnahagslífi," segir Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, í ritstjórnargreininni Heitt hagkerfi í fréttabréfinu íslenskur iðnaður. Hann telur brýnast að bregðast við með því að auka þjóðhagslegan spamað með þvi að draga úr opinberam út- gjöldum og greiða niður skuld- ir ríkis og sveitarfélaga en læt- ur jafnframt í ljós þá skoðun að það sé ólíklegt á kosninga- ári. Hann lýsir áhyggjum sín- um vegna umræðna um hækk- un vaxta, segir að við það muni krónan styrkjast enn frekar og slíkt muni bitna á íslenskum iðnfyrirtækjum. „Ef hvorki er hægt að draga úr þenslunni með skattahækkunum eða nið- urskurði á opinberam umsvif- um er ekki um annað að ræða en að hraða einkavæðingu sem mest má verða og hvetja um leið almenning til aukins sparnaðar með öllum tiltækum ráðum.“ Á leið fram af brúninni? „Við þessar aðstæður ætti auðvitað að selja auknar afla- heimOdir og nota afraksturinn til þess að greiða niður erlend- ar skuldir. Það er hrein fá- sinna að dæla milljörðum króna inn í hagkerfið með þeim hætti sem nú er ætlunin að gera. Þeir sem ákafast hafa mælt gegn hugmyndum Sam- taka iðnaðarins um sveiflu- jöfnun með sölu aflaheimilda, þar á meðal forystumenn rík- isstjórnarinnar, hafa sagt að iðnaðurinn þui-fi ekki að hafa áhyggjur vegna þess að efna- hagslegar kollsteypur fyrri ára heyri nú sögunni til. Því miður sjáum við í iðnaðinum ekki að neitt hafi gerst sem tryggi þetta. Þvert á móti virðist margt í efnahagslífi okkar minna á árið 1987. Er- um við enn og aftur á leið fram af brúninni líkt og svefn- genglar? Eram við búin að gleyma hvernig iðnaðurinn var lagður í rúst vegna efna- hagsmistaka á síðasta ára- tug?“ segir Sveinn. ÍSAFJARÐARBÆR Tilkynning um skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþingi íslands VÞl hefur samþykkt að taka neðangreind skuldabréf Bæjarsjóðs ísafjarðarbæjar á skrá 22. júní 1998. Útgefandi: Bæjarsjóður ísafjarðarbæjar, kt. 540596-2639, Hafnarstræti 1,400 ísafjörður Flokkur: l.flokkur 1998 Nafnverð: Heildarnafnverð 1. flokks 1998 var 100 milljónir króna Sölutímabil: Sölu skuldabréfanna er lokið. Sölutímabilið var frá 23. febrúar til 17. apríl og seldist heildarútgáfan í lokuðu útboði til fjárfesta. Skráning og milliganga við Verðbréfaþing íslands: Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka bréfin á skrá og verða þau skráð 22. júní 1998. Handsal hf. hefur milligöngu um skráningu bréfanna á Verðbréfaþing íslands. Viðskiptavakt: Handsal hf. verður viðskiptavaki skuldabréfanna. Fyrirkomulag sölu: Skuldabréfin voru seld og afhent gegn staögreiðslu. Uppýsingar um útgefanda og skuldabréfin er hægt að nálgast hjá Handsali hf. Engjateigur 9, 105 Reykjavík Sími: 510 6000. Fax: 588 0058 roZ>och, garmálin! Promothor — kemur lagi á kynnin Tíminn sem sparast með notkun I( Promothor verður seint metinn til f)ár“ \ Gylfi Þór Þorsteinsson, ' iími: 368 6360 markaðsstj. Viðskiptablaðsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.