Morgunblaðið - 16.06.1998, Page 16

Morgunblaðið - 16.06.1998, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ UNGA fólkið skemmti sér vel í leiktækjunum. Glæsileg afmælis- hátíð 1 Garðinum Garði - Glæsileg 90 ára afmælis- hátíð var haldin í Garðinum um helgina. Aðalveizlan var haldin í íþróttahúsinu á laugardag og meðal gesta voru Davíð Oddsson forsætisráðherra og Astríður Thorarensen kona hans auk þingmanna og sveitarsljórnar- manna úr nágrannabyggðarlög- unum. Hátíðin hófst formlega á föstu- dag, en þá voru sett upp leiktæki fyrir yngri borgarana á túninu hjá hreppsskrifstofunni. Auk þess kom trúður á svæðið og um kvöldið var haldinn unglinga- dansleikur í Samkomuhúsinu. Mikið fjölmenni var á hátíðinni á laugardag, eða 5-600 manns. Nýkjörinn prestur byggðarlags- ins, Björn Sveinn Björnsson, hélt stutta hugvekju í upphafí sam- komunnar og mæltist lionum vel. Þá rakti Sigurður Ingvarsson oddviti sögu hreppsins, en tilvist hans var staðfest 15. júní 1908. Davíð Oddsson hélt stutta tölu og kom hann m.a. inná þá stað- reynd að þegar einn gerðarleg- asti hreppur landsins, eins og hann orðaði það, varð til var Is- land fátækt bændasamfélag en nú, þegar við erum að fara inn í nýja öld, erum við ein ríkasta þjóð í heimi. Margir listamenn úr heima- byggð stigu á svið og skemmtu veizlugestum með söng og hljóð- Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson IJNNIÐ er að byggingu nýs húss í Hólaskógi. Gnúpveijahreppur Nýr gistiskáli byggður í Hólaskógi Hrunamannahreppi - Nú er verið að byggja nýjan gisti- skála í Hólaskógi í Gnúpverja- hreppi. Síðastliðið haust voru steyptir sökklar undir húsið en tekið til við að byggja nú seint í maí. Þetta veglega hús er um 150 fm, hæð og ris. í nýja húsinu geta gist um 70 manns í tveim- ur aðskildum hópum. Auk þess verður aðstaða fyrir skálavörð. Eins og allir vita hefur umferð hestamanna um hálendið aukist gífurlega á síðustu árum. Geysi- mikil umferð hestamanna er um þetta svæði og mikil eftirspum eftir gistingu á þessum stað, enda eru þama krossgötur. Hólaskógur er nokkru innan við Þjórsárdal, við afréttargirð- ingu þeirra Gnúpverja. Þar var sett upp leitarmannahús árið 1970. Það var notað hús frá Landsvirkjun sem annar nú hvergi eftirspurn eftir gistingu auk þess sem það er verulega farið að láta á sjá. Þá kemur mikill fjöldi fólks á hverju sumri til að berja augum hinn tignarlega Háafoss, sem þarna er skammt frá. Akveðið er að fyrstu hópar hestamanna komi til gistingar 15. júlí, en þá á húsið að vera frágengið. Byggingarmeistari er Halldór Einarsson frá Set- bergi í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Arnór VEIZLUGESTUM var boðið upp á afmælistertu og fengu forsætisráðherrahjónin fyrstu sneiðarnar. færaleik. Magnús Gíslason flutti stutt erindi um skagann og nafn- gift hreppsins. f veizlulok var svo Davíð og Astríði gefíð fyrsta ein- tak af bókinni Saga Gerðahrepps sem kom út sl. Iaugardag, en rit- sljóri hennar var Jón Þ. Þór, en auk þess var þeim gefinn skreytt- ur steinn úr fjörunni. Þá voru margs konar sýningar vítt og breitt um bæinn og um kvöldið mætti Geirmundur gleðipinni úr Skagafírðinum og skemmti bæjarbúum á einum stærsta dansleik, sem haldinn hefir verið í bænum. Fyrsti fundur bæj- arstjórnar Snæfells- bæjar Á FYRSTA fundi bæjarstjórn- ar í Snæfellsbæ sem haldinn var 11. júní sl. var Ásbjörn Ótt- arsson af D-lista kjörinn for- seti bæjarstjórnar. 1. varafor- seti var kjörinn Ólína Björk Kristinsdóttir af D-lista og 2. varaforseti Sveinn Þór Elín- bergsson af S-lista. í þriggja manna bæjarráð voru kjörnir Jón Þór Lúðvíks- son af D-lista, Ólafur Rögn- valdsson af D-lista og Sveinn Þór Elínbergsson af S-lista. Verður Jón Þór Lúðvíksson formaður bæjarráðs. Einnig var samþykkt samhljóða til- laga um að bæjarfulltrúi B- lista Framsóknai-flokks, Pétur Jóhannsson, verði áheyrnar- fulltrúi í bæjarráði með mál- frelsi og tillögurétt. Kosið var í allar nefndir og ráð bæjar- stjórnar. Nýr bæjarstjóri Bæjarstjóri var ráðinn Guð- jón Petersen þar til nýr bæjar- stjóri Kristinn Jónasson tekur við störfum en Guðjón hefur óskað eftir að láta af störfum við fyrsta hentugleika. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal ÚTSKRIFTARHÓPUR skólans ásamt skólameistara sem stendur lengst til vinstri. Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað slitið Nítján nemendur útskrifuðust Neskaupstað - Verkmenntaskóla Austurlands var slitið föstudaginn 22. maí sl. Að þessu sinni útskrifuð- ust 19 nemendur þar af 8 af bók- námsbraut, 6 sjúkraliðar og 5 af iðn- brautum. 227 nemendur stunduðu nám við skólann í vetur og starfsmenn voru um 30. Tvær nýjar námsbrautir voru í boði í vetur, sjávarútvegs- braut sem er undirbúningur fyrir frekara nám við Sjómannaskólann, lítil aðsókn var að henni, og hár- snyrtibraut í samvinnu við Iðnskól- ann í Hafnarfírði og var aðsókn góð að henni. Þá var iðnmeistaranám við skólann í vetur. Næsta vetur verður hafíð fyrsta stigs vélstjóranám við skólann og hugmyndin er uppi um „bræðslunám" og er þar átt við sér- hæft starfsnám fyrir starfsmenn í fiskimj ölsverksmiðjum. Heimsóknir voru nokkrar í vetur og voru áberandi heimsóknir frá Norsk Hydro en tilgangur þeirra var að athuga möguleika hjá skólan- um í að undirbúa fólk til starfa í hugsanlegri álverksmiðju. Skóla- meistari Verkmenntaskólans er Helga M. Steinsson. Skulda- staða batnar „ Morgiinblaðið/Anna Ingólfs FRÁ vinstri: Þuríður Backman og Sveinn Jónsson, bæjarstjórnarfulltrúar, og Stefán Bragason, bæjarritari. Egilsstaðir - Borgarafundur var ný- lega haldinn í Valaskjálf á Egils- stöðum. Lagðir voru fram reikning- ar bæjarins og farið yfír fjárhagsá- ætlun. Stærstu framkvæmdaliðimir eru stækkun grunnskólans sem nú er hafín og endurbygging eða við- bygging við eldhús leikskólans. Kom fram að um 40 milljónir eru eftir til fjárfestinga eða um 15% þegar búið er að draga rekstrar- gjöld frá. Áætluð lántaka vegna stækkunar grunnskólans er um 37 milljónir. Fjárhagsstaða bæjarfé- lagsins batnaði á s.I. ári þannig að skuldir lækkuðu úr 86 þús. á íbúa niður í 80 þús. Bæjarstjórn Egils- staða sat fyrir svörum á fundinum og svaraði fyrirspurnum gesta úr sal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.