Morgunblaðið - 16.06.1998, Page 1

Morgunblaðið - 16.06.1998, Page 1
128 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 133. TBL. 86. ÁEG. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hjálp- ræðisher- inn í galla- buxur London. The Daily Telegraph. HJÁLPRÆÐISHERINN hyggst ráða tískuhönnuð til að hanna nýja búninga fyrir meðlimi sína, þar á meðal gallabuxur og derhúfu, sem koma eiga í stað búning- anna sem notaðir hafa verið frá árinu 1879. Yfirmenn Hjálpræðishers- ins tóku þessa ákvörðun í kjölfar skoðanakönnunar er leiddi í ljós að almenningur telur Hjálpræðisherinn gamaldags og fastan í for- tíðinni. John Gowans, svæðisfor- ingi á Bretlandi, segir að fólk sé jákvætt í garð Hjálp- ræðishersins en líti á hann eins og gamla frænku. Því sé fyllilega tímabært að breyta búningunum í takt við tímann og því verði leit- að til tískuhönnuða, þeirra á meðal Paul Smith. Hannaðir verða tvenns konar búningar. Annars veg- ar sparibúningur, til dæmis fyrir skrúðgöngur, og á hann að vera „léttur og glað- legur“. Þá fá meðlimir vinnuföt, meðal annars gallabuxur með merki Hjálp- ræðishersins á rassvasanum. Um tíma íhuguðu stjórn- endur Hjálpræðishersins að leggja einkennisfatnað af, en hætt var við það, þar sem búningar þykja nauðsynleg- ir til að vekja athygli á hernum. Enskar fótboltabullur ganga berserksgang í Marseille fyrir leik í HM Oróa- seggir sendir heim París. Reuters. JEAN-Pierre Chevenement, innan- ríkisráðherra Frakklands, sam- þykkti í gær að gripið verði til sér- stakra ráðstafana sem gera kleift að vísa erlendum vandræðageml- ingum sjálfkrafa úr landi, án þess að þeir komi fyrst fyrir dómstóla, eftir að til óeirða kom í Marseille í tengslum við heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu. Tíu aðdáendur breska knatt- spyrnuliðsins voru handteknir iyrir leik Englands og Túnis í gærdag en til átaka kom milli fylgjenda lið- anna tveggja fyrir framan íþrótta- leikvanginn í Marseille. Franska lögreglan hafði fyrr um daginn auk- ið mjög öryggisráðstafanir, í kjölfar óeirða á sunnudagskvöld, og var fótboltaáhugamönnum sem komu í langferðabílum frá París í gær- morgun til að horfa á leikinn smal- að saman í rútur sem fluttu þá beint á leikvanginn. A sunnudagskvöld gengu breskar fótboltabullur berserksgang í mið- borg Marseille, kveiktu í bifreiðum og réðust að þeim sem leið áttu hjá. Að minnsta kosti 48 særðust í átök- um drukkinna knattspymuáhuga- manna og óeirðalögreglunnar og beitti lögreglan táragasi og barefl- um og handtók 50 manns. „Heimskur“ minnihluti Eftir leik Englands og Túnis var hins vegar allt með kyrrum kjörum í borginni. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sagði háttalag ensku áhangendanna vera „til skammar" og innanríkisráðherra, Jack Straw, sagði að allri ensku þjóðinni hefði verið refsað af „heimskum", glæpahneigðum, ölv- uðum minnihluta. íþróttafréttaritari The Daily Tel- egraph segir í dag, að ef enskir áhorfendur haldi áfram að svívirða landið sem hefur boðið þá vel- komna verði enska landsliðið ein- faldlega að pakka saman og fara heim. Reuters FRANSKIR lögreglumenn Qarlægja breska fótboltabullu við leikvanginn í Marseille, skömmu fyrir leik Eng- lendinga og Túnismanna. Englendingar sigruðu í leiknum með tveimur mörkum gegn engu. Milosevic kominn til Moskvu og ræðir við Jeltsín í dag NATO „reiðubúið að ganga lengra“ EMU efst á baugi TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, spjallar við Viktor Klima, kanslara Austurríkis, Jacques Chirac, Frakklandsfor- seta, og Jacques Poos, aðstoðar- forsætisráðherra Hollands, er þeir stilla sér upp fyrir mynda- töku í Cardiff í Bretlandi, þar sem nú stendur fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Á fundinum sagði Blair, að myntbandalagið, EMU, hefði markað „þáttaskil" fyrir Evrópu og myndi verða undirstaða stöð- ugleika og hagvaxtar. Sögðu fréttaskýrendur að Blair væri Moskvu, Róm, Washington. Reuters. SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, kom til Moskvu síðdegis í gær og í dag á hann viðræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, er miða að því að leysa deiluna í Kosovo-héraði í Serbíu á friðsamlegan hátt. Jeltsín ræddi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í síma í gær um deiluna. Milosevic kom til Moskvu í boði Jeltsíns til þess að ræða ástandið í Kosovo og önnur mál. Serbar hafa lengi verið bandamenn Rússa, og vilja stjórnvöld í Kreml gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir hernaðaríhlutun er- lendra ríkja í Kosovo. Atlantshafsbandalagið hélt í gær heræfíngu í lofti yfír Makedóníu og Albaníu, sem eiga landamæri að Kosovo, til þess að þrýsta á yfírvöld í Serbíu, sem er hluti af sambandsrík- inu Júgóslavíu, að hætta ofbeldisað- gerðum gegn uppreisnarmönnum Kosovo-Albana, sem eru um 90% íbúa í héraðinu. Framkvæmdastjóri NATO, Javier Solana, lýsti því yfír að æfingarnar hefðu tekist vel, en ekki var útlit fyr- ir að þær hefðu borið tilætlaðan árangur. Solana sagði í gær að ef nauðsyn krefði yrði gengið lengra „til þess að stöðva ofbeldi og vernda óbreytta borgara“. Reuters með þessu að reyna að vinna aðild Bretlands að myntbaudalaginu stuðning almennings. í tveim sjónvarpsviðtölum í gærkvöldi sagði Blair hins vegar, að ekkert væri hæft í orðrómi um að Bretar teldu koma til greina að gerast aðilar að EMU. „Afstaða okkar er nákvæmlega sú sama og hún hef- ur alltaf verið,“ sagði hann. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, krafðist þess í gær að fram- lög Þjóðverja til sambandsins yrðu skorin niður um þriðjung. Blair sagði að ekkert samkomu- lag væri um þetta atriði. Rússum misboðið Igor Sergeijev, varnarmálaráð- herra Rússa, sagði í gær að NATO hefði villt um fyrir sér varðandi æf- ingarnar í gær. Sagði hann að Kosovo-deilan hefði verið rædd á fundi í Brussel í síðustu viku, og hefðu menn verið sammála um nauð- syn þess að hún yrði leyst með frið- samlegum hætti. „En svo þegar ég kem til Moskvu kemst ég að því að æfingarnar eru þegar hafnar. Eg bjóst ekki við þessu,“ sagði hann við Interfax. I til- kynningu frá innaniTkisráðuneytinu var sagt að fulltrúi þess hjá NATO hefði verið kallaður heim. Fréttafulltrúi Bandaríkjaforseta sagði í gær að Clinton og Jeltsín hefðu ræðst við í 40 mínútur um það hvernig leysa mætti vandann I Kosovo með friðsamlegum hætti. Bandaríkjamenn myndu ekki hvika frá ályktun Sameinuðu þjóðanna sem heimilaði beitingu „allra nauð- synlegra aðferða", ef nauðsyn krefði. Kofí Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að þjóðernishreinsun væri þegar hafin í Kosovo, rétt eins og gerst hefði í Bosníu. Fleira væri augljóslega að gerast með sama hætti í héraðinu, m.a. tilefnislausar árásh' á óbreytta borgara í nafni ör- yggisgæslu. ■ Serbar halda/24 Norskir ílugumferðarstj órar Verkfalli lokið Ósló. Reuters. LÖG voru í gær sett á verkfall norskra flugumferðarstjóra, launadeilu þeirra við ríkið vísað til kjaradóms og þeim skipað að mæta til vinnu í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að flug á milli ís- lands og Noregs færist í eðlilegt horf í dag, að sögn Flugleiða. Flugumferð hófst þegar í gærkvöldi en ekki er gert ráð fyrir að hún verði komin í samt lag fyrr en á morgun. Flugum- ferð í stærstum hluta Noregs og nær allt millilandaflug hafði leg- ið niðri frá því á fostudag en verkfallsaðgerðir flugumferðar- stjóra hófust 28. maí. Formaður félags flugumferð- arstjóra, Rolf Skrede, kvaðst í gær sáttur við þá ákvörðun rík- isstjórnarinnar, að vísa launa- deilunni í kjaradóm, þar sem engin lausn hafi verið í sjón- máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.