Morgunblaðið - 31.10.1997, Síða 61

Morgunblaðið - 31.10.1997, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 61 FOLK I FRETTUM FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Föstudagur Sjónvarpið ►21.10 Sú efnishug- mynd að breska konungsfjölskyldan eins og hún leggur sig farist af slys- förum er ekki fyndin - síst af öllu i framhaldi af atburðum sumarsins - og hún var heldur ekki fyndin fyrir 6 árum þegar bandaríska gamanmynd- in l:Ríkiserfinginn (King Ralph, 1991) var frumsýnd. Það örlar hins vegai- á ofvaxinni aulafyndni í ein- stökum atriðum þegar erfingi knin- unnar, misheppnaður bandarískur skemmtikraftur, leikinn af John Goodman, fer að reyna að gera sig heimakominn við hirðina. En skopá- deilan missir marks hvað eftir annað þótt John Hurt og Peter O’Toole geri sitt besta í sínum hlutverkum. Leik- stjóri David S. Ward. ★★. Sjónvarpið ►23,40 Danir eru komnir langt frá sínum hefðbundna og huggulega dagstofuhúmor í spennumyndinni LNöðru-aðgerðin (Operation Cobra, 1995), þar sem þrír ungir menn blanda sér í alþjóð- leg hryðjuverk til að koma í veg fyrir morð á utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Vonandi er myndin ekki jafn fáránleg og hugmyndiin. Leikstjóri er Lasse Bang (!) Olsen og aðalleikarar Robert Hansen, Kasper Andersen og Line Kruse. Stöð 2 ► 13,00 og 0.20 Fyrri grínspennumyndin um lögguparið Riehard Dreyfuss og Emilio Estevez 1:Á vaktinni (Stakeout, 1987) er hin prýðilegasta afþreying þar sem þeir félagar gæta þokkadísarinnar Madel- eine Stowe og glíma við geggjaða morðingjann Aidan Quinn. Hand- bragð Johns Badham leikstjóra er rennilegt að vanda en jafnvægið milli grínsins og ofbeldisins er óstöðugt á köflum. ★★★ Stöð 2 ►20.25 Fjölskyldumyndin l:Bókagaldur (The Pagemaster, 1994) blandar saman teiknimynda- tækni og lifandi leikurum í sögu af ungum dreng (Macauley Culkin) sem öðlast sjálfstraust þegar hann geng- ur inn í ævintýraheim bóklesturs. Þessi boðskapur hefur oft verið not- aður, til dæmis í LSögunni enda- lausu, og hér fær hann heldur flatneskjulega úrvinnslu. ★★ Stöð 2 ►22.20 John Milius, hand- ritshöfundur og leikstjóri, er nálægt sínu besta í þroskasögunni l:Stóri dagurinn (Big Wednesday, 1978), þar sem þrír ungir vinir á 7. áratugnum - leiknir af Jan-Michael Vincent, William Katt og Gary Busey - glata sakleysi brimbrettalífsins á bað- ströndinni eftir því sem árin og ábyrgðin og þjóðfélagsólga setja mark sitt á þá. Yfirleitt vel gert og vel leikið. ★★★ Stöð 2 ►2.20 Barnapíuhrollvekja Johns Carpenter l:Hrekkjavaka (Halloween, 1978) stendur enn fyrir sínu þótt óteljandi sporgöngumenn hafi síðan gengið mun lengra í blóðsúthellingum og subbuskap í lýs- Ræsti dagar Fjórfaldur hrollur BANDARÍSKA gervihnattarásin TNT Classic Movies, sem endur- sýnir dagskrá sína svo miskunnar- laust að senn fara rispumar að sjást, býður í kvöld upp á fjórar hrollvekjur, þar af þrjár býsna magnaðar. Sú fyrsta er einhver snarpasta reimleikamynd allra tíma, l:Poltergeist (1982, kl. 21.00), þar sem Tobe Hooper og Steven Spielberg tekst það sjald- gæfa - að blanda saman tækni- brelluhrollvekju og þjóðfélagsá- deilu. l:The Fearless Vampire Killers 1967, kl. 23.00) eftir Rom- an Polanski er ein af fáum hroll- vekjum sem lánast að flétta gam- ansemi saman við vampírusögu, feikilega litríka og fallega svið- setta. Önnur vampírusaga er LThe Hunger 1983, kl.Ol. 00), þar sem Catherine Deneuve og David Bowie leita sér blóðmikilla fómar- lamba til að framlengja líf sitt. Tony Scott leikstjóri fórnar sög- unni fyrir stílinn en stfllinn er að sönnu laglegur. Síðasta hrollvekja þessa myrka kvölds er svo önnur og eldri reimleikamynd en Polt- ergeist, l:The Haunting 1963, kl. 02.45). Þar sýnir og sannar Ro- BLÓÐSUGAN Ferdy Mayne nartar í Sharon heitna Tate, eiginkonu Romans Polanski leiksijóra The Fearless Vampire Killers. bert Wise leikstjóri að næmleg notkun svart-hvítrar myndatöku og ekki síður magnaðrar hljóðrás- ar getur slegið út allar samanlagð- ar tæknibrellur tölvusérfræðinga nútímans. Poltergeist ★★★★ The Fearless Vampire Killers ★★★★ The Hunger ★★ The Haunting ★★★ Kyntiing í dag á morgun, laugardag. kynningar- afsláttur og fallegur kaupauki. Allir sem koma í dag fá prufu af nýjum dömuilmi. Laugavegi / 4 ingum á fjöldaaftökum á unglings- stúlkum. ★★★ Sýn ►21.00 Spennumyndin LGlæpahugur (Criminal Mind, 1993) notar slitna plötu um tvo bræður sem hafna hvor sínum megin laga og rétt- ar, annar saksóknari, hinn glæpon. Rétt þolanleg afþreying. Aðalhlutverk Ben Cross, Frank Rossi, Tahnee Welch. Leikstjóri Joseph Vittorie. ★'A Sýn ►23.45 Rándýrið 2 (Predator 2, 1990) kemst ekki í hálfkvisti við forvera sinn og Amold Schwartzenegger er fjarri góðu gamni þegar hin ósýnilega geimvera gengur til liðs við löggur framtíðar- innar í Los Angeles í baráttu við ill- þýði. Leikhópurinn er bærilegur með Danny Glover í broddi fylkingar en sagan er þynnri en þunnildi. Leik- stjóri Stephen Hopkins. ★★ Ami Þórarinsson Dazz í kvöld kl. 21.00 Múl INn Sigurður Flosason Kjartan Valdimarsson Þórður Högnason Matthías Hemstock 3ómfrúin 0TOPPMYNDIR í SAMBÍÓUNUM RAS2 Topp hasarmynd með Harrison Ford. Fyrirtaks skemmtun! MBL. ★ ★★ MBL. ★ ★★ DV. ★ ★★ RÁS 2 Mel Gibson fyndinn og Julia Roberts frábær! MBL. ★★★★ MBL. ★★★ DV. ★ ★★ RÁS 2 Foster og Zemeckis í toppformi og allir í verðlaunastellingum! MBL. ★ ★★★ MBL. ★ ★★★ DV. ★★★★ RÁS2 Frábær spenna. Travolta og Cage pottþéttir. MBL. RAS2 Frábær spennumynd með fagmannlegu yfir- bragði. MBL. Mlsstu ekki af vagninum Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Símí: 510-0000 • Fax: 510-0001 adidas Aðeins 54.990#" stgr. Það eru nýjar glæsilegar innréttinqar í öllum 20 gerðum i’ÍJFtAM kæliskápanna. fyrsta flokks frá /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 UTILÍP 7xM 7H1 * 17 Glæsibæ - Sími 581 2922 Landsleikur 2. nóvember - Forsala aðgöngumiða i UTILÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.