Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORGERÐUR HA UKSDÓTTIR +Þorgerður Hauksdóttir fæddist í Garðs- horni í S-Þingeyjar- sýslu 3. október 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri miðvikudaginn 22. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hauk- ur Ingjaldsson, bóndi og smiður í Garðshorni, f. 28. febrúar 1892, d. 31. október 1971, og Nanna Gísladóttir, kona hans, f. 13. desember 1891, d. 2. októ- ber 1984. Systur Þorgerðar eru Ásta, f. 18. júní 1918, d. 2. júní 1948, María, húsfreyja á Akureyri, f. 29. janúar 1924, Helga, fv. tóm- stundastjóri á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, f. 11. ágúst 1925, Sigrún, fv. forstöðumaður þvottahúss Sjúkrahúss Húsavík- ur, f. 30. des 1927 og Inga, tón- listarkennari og kirkjuorganisti í Fnjóskadal, f. 18. sept 1934. Eiginmaður Þorgerðar var Ingiberg Jóhannesson, iðn- verkamaður frá Syðraósi á Höfðaströnd, f. 10. nóvember 1919, d. 16. apríl 1991. Þau bjuggu á Akureyri. Sonur þeirra er Haukur, for- stöðumaður Hagsýslu ríkisins, f. 9. febrúar 1947. Börn hans með fyrri konu, Jóhönnu Mar- gréti Guðjónsdóttur, kennara, f. 4. maí 1947, eru Bergþór, eðlisfræð- ingur, f. 4. apríl 1970, sbk. Sigríður Olafsdóttir, kenn- ari, börn þeirra eru Breki og Antonaí, Þorgerður, hjúkrunarfræðing- ur, f. 15. september 1971, sbm. Gísli Bijánn Úlfarsson, vélvirki, barn þeirra Berglind Björk, Guðjón, nemi, f. 9. febrúar 1976, og Helga, nemi, f. 27. september 1978. Núverandi eiginkona Hauks er Birna Bjarnadóttir, fram- kvæmdasljóri Heilsugæslu- stöðvar Kópavogs og bæjarfull- trúi í Kópavogi, f. 16. mars 1948, en barn þeirra var Guð- mundur ÓIi, f. 16. febrúar 1983, d. 30. september 1992. Á yngri árum átti Þorgerður við vanheilsu að stríða vegna berkla en frá 1960 starfaði hún við kennslu á Akureyri, fyrst við Gagnfræðaskólann og síðar við Hvammshlíðarskóla. Hún tók virkan þátt í félagsmálum, var varabæjarfulltrúi Akur- eyrar 1982-1986 fyrir Samtök um kvennalista í eitt kjörtíma- bil og sat þá í nefndum á vegum bæjarins og í sljórn Útgerðar- félags Akureyringa hf. Útför Þorgerðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Þorgerður Hauksdóttir er látin. Andlát hennar bar brátt að og kom okkur öllum að óvörum. Hún hafði að vísu verið með einhverja flensu fyrir nokkrum dögum, en var nú óðum að hressast og hafði áform um að heimsækja okkur suður í Kópavog. Að kvöldi dags um það leyti sem kvöldfréttir voru að hefj- ast í sjónvarpinu kenndi hún höfuð- verkjar sem ágerðist hratt og rétt upp úr miðnætti kvaddi hún þennan heim. Þorgerður var að mörgu leyti mjög sérstök kona. Hún var hæg og hlédræg í framkomu en skoðana- föst og ákveðin þegar því var að skipta. Aldrei vildi hún láta á sér bera eða láta hafa nokkuð fyrir sér, heldur vildi hún þjóna öðrum og aðstoða eftir fremsta megni. Við kynntumst fyrst að nokkru gagni fyrir um tíu árum. Þá var hún enn við fulla kennslu á veturna en dvaldi sumarlangt að Garðs- horni, þar sem hún var fædd og uppalin. Barnabörnin hennar dvöldu þar hjá henni við sveitastörf sem þau unnu að Kvíabóli hjá náfrænd- um sínum. Börnin voru hennar líf og yndi og naut hún þess að fá að stjana í kringum þau. Það urðu henni mikil viðbrigði þegar hún fyrir um fimm árum hætti kennslu þá nær 72 ára og nær samtímis voru barnabörnin orðin svo stór að þau hættu að koma norður í sveitina. Þá fór fyrir henni eins og svo mörgum af henn- ar kynslóð að það reyndist henni erfitt að finna sér verkefni sem henni fundust verðug. Það var henni erfítt að hafa ekki föst verk að ganga til og henni fannst hún koma að litlu gagni. Þetta er reynsla svo margra sem hafa vanist því að sleppa aldrei verki úr hendi og taka mikinn þátt í félagsmálum. Hún gerðist snemma virkur þátt- takandi í starfsemi Samtaka um Kvennalista og var enn að lesa og skrifa um lífsskoðun kvenna. Marg- ar stundir höfum við átt saman í umræðum um stjórnmál og afstöðu okkar til hinna ýmsu þátta mann- legs lífs. Ekki vorum við ávallt sam- mála, en okkur tókst að virða þann skoðanamun þannig að ekki kom til deilna okkar í milli. Reyndar greindi okkur aldrei á, heldur var bara áherslumunur í afstöðu okkar. Þorgerður kenndi handavinnu til margra ára og einnig hafði hún á yngri árum af því nokkra atvinnu að sauma föt fyrir fólk. Þess nutu bamaböm hennar einnig og nú á síðustu árum líka bamabörnin henn- ar þijú. í vinnuherbergi hennar stóð ekki aðeins vefstóllinn hennar heldur einnig pijónavinna sem hún var að ljúka við. Það er mér minnisstætt þegar við fórum einhveiju sinni sam- an að skoða aðstæður í Punktinum oma ^arashom v/ T-ossvo^sUiAjwgarð , W Símii 554 0500 Kammerkór Langholtskirkju - Jón Stefánsson Með listrænan metnað - Sími 894 1600 Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 £ D 2S I HOTEL LOFTIBÐIK. M « C * 75 4k «L O - A I * S b T t L i Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA í gömlu Sambandsverksmiðjunum á Akureyri. Þar hafði verið komið upp aðstöðu fyrir fólk til að vinna að ýmiss konar handverki, og hún var strax boðin velkomin til starfa af fólki sem þar var og vissi að hún kynni nokkuð til verka og vildu hafa hana með til skrafs og ráðagerða. Það var raunar sama hvar við kom- um saman og hittum fólk á Akur- eyri, allir þekktu Þorgerði ef ekki í raun þá af afspum og vildu ræða við hana. Þann næsta vetur á eftir veit ég að hún kom þangað og vann nokkra fallega dúka, því hún færði mér þá síðastliðið vor. Hún sat líka oft viö_ lestur og naut þess að lesa ljóð. Á mynd af einkasyni hennar ungum situr gam- all gulnaður miði með ljóði Hannes- ar Péturssonar sem hljóðar svo: Sem dropi tindrandi tæki sig út úr regni hætti við að falla héldist í loftinu kyrr. Þannig fer unaðssönnum aupablikum hins liðna þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund Eg veit að henni þóttu samveru- stundir okkar allt of fáar og stopul- ar nú síðustu árin og hefði viljað deila með okkur lengri tíma. Við áttum nokkra góða daga síðsumars í Garðshorni og þá var að venju Ijölmennt í bænum hennar. Hún lét þá eftir okkur að taka upp nokkrar aspir sem hún hafði verið með í ræktun í garðinum sínum til að við gætum gróðursett við nýja húsið okkar. Svo var ætlunin að hún kæmi og liti eftir þeim hjá okkur þegar við værum flutt inn. Því mið- ur vorum við of sein því hún fór alltof fljótt. Það er með djúpri virðingu og kærri þökk fyrir allt og allt ég kveð Þorgerði Hauksdóttur. Birna Bjarnadóttir. Mæt kona er fallin frá, Þorgerður Hauksdóttir kennari. Kona sem lagði sitt af mörkum til kvennabar- áttunnar. Ekki með neinum hávaða og látum. En það munaði um hana. Þorgerður skipaði 3. sætið á framboðslista Kvennalistans í Norð- urlandskjördæmi eystra í fyrstu kosningunum sem við tókum þátt í árið 1983. Það voru spennandi tímar, þar sem sköpunargleðin og baráttuviljinn réðu ríkjum. Hún kom til Reykjavíkur að norðan til að taka þátt í gerð kynningarþáttar í sjónvarpi. Þá hitti undirrituð hana fyrst, en vissi þó vel hver hún var, hafði heyrt getið þeirra Hauks- systra frá Garðshorni í Kinn. Að góðu einu. Það var því traustvekj- andi að vita hana meðal hinna ágætu frambjóðenda Kvennalistans í Norðurlandi eystra, og hún brást ekki því trausti þá né síðar. Það er sjónarsviptir að Þorgerði í hópi Akureyrarkvenna, sem svo mjög hafa sett svip á starf Kvennalistans. Öll starfsár Kvennalistans hefur Þorgerður lagt hreyfíngunni lið af alúð og festu. Hún lét sig sjaldan vanta á landsfundi, vorþing eða aðra þá fundi og samkomur sem Kvennalistinn stóð fyrir. Síðast sáumst við á skemmtilegum fundi um nýjar leiðir í kvennabaráttu, sem þingkonur héldu í vor með konum á Akureyri. Þorgerður hafði sínar skoðanir á því sem við vorum að fást við og ræða hveiju sinni, en beitti sér aldr- ei af hörku, ræddi frekar málin und- ir fjögur augu eða í litlum hópi. Hún tranaði sér aldrei fram, enda hógvær og lítillát og sannfærð um að allar aðrar væru henni fremri og færari um að halda málstaðnum á lofti. En hún var ekki í vafa um þann málstað og hefði svo sannarlega mátt láta oftar og hærra í sér heyra. I sjónvarpsþættinum fyrmefnda birtist grönn, fíngerð, virðuleg, frek- ar alvörugefin kona. Þannig kom hún flestum fyrir sjónir. Þeir sem þekktu Þorgerði vissu hins vegar, að undir virðulegu, hófstilltu yflr- bragðinu ríkti tilfínningahiti og rík réttlætiskennd. Kvennalistinn þakkar Þorgerði Hauksdóttur fyrir ómælt framlag hennar til íslenskrar kvennabaráttu og vottar aðstandendum hennar einlæga samúð. Kristín Halldórsdóttir. Fyrir örfáum vikum hitti ég hana síðast. Það var milt kvöld á Akur- eyri. Þetta var í göngugötunni miðri og hún sagðist hafa skroppið út til að ná sér í frímerki. Ekki veit ég hver átti að fá bréfið frá henni. Hitt veit ég að sá hinn sami hefur ekki verið svikinn af lestri þess, því að Þorgerði Hauksdóttur var lagið að koma skýrri 0g fijórri hugsun sinni skemmtilega á pappírinn. Orð- færi hennar var vandað en laust við skrúðmælgi hvort sem hún tók til máls eða ritaði á íslenskri tungu, málinu sem henni var svo ástkært. Kvöldið sem ég hitti Þorgerði síð- ast veitti ég því enn einu sinni at- hygli hve fas hennar og yfirbragð allt var gætt virðulegum þokka lífs- reyndrar konu. Samtal okkar varð ekki langt en hún kvaddi mig með orðum sem glöddu mig. Þótt haust náttúrunnar væri á næsta leiti var ennþá vor í rödd hennar og andblænum sem frá henni stafaði. Þorgerður Hauksdóttir var ekki hávaðasöm kona né margmál. En hún hafði áhuga á lífinu og lét margt til sín taka, bæði félagsmál almennt og pólitík. Einhvern veginn á ég samt erfitt með að sjá Þor- gerði fyrir mér sem frambjóðanda í kosningum og fulltrúa stjórnmála- fylkinga í opinberum ráðum. í mín- um huga minnti hún miklu meira á indverskan speking eða stóískan hugsuð. Æðruleysið einkenndi allt hennar dagfar, gleði hennar jafnt og sorgir ristu djúpt en tilfinningar urðu aldrei fyrirferðarmiklar í lát- æði hennar. Ég kynntist Þorgerði Hauksdóttur haustið 1985 þegar ég réðst skóla- stjóri að Þjálfunarskóla ríkisins á Akureyri, stofnun sem seinna fékk heitið Hvammshlíðarskóli. Þorgerð- ur hafði þá starfað við kennslu þroskaheftra um árabil og þau fjög- ur ár sem við vorum samtíða í Hvammshlíðinni naut ég ævinlega góðs af reynslu hennar og mann- visku. Um skeið sat Þorgerður í kennararáði skólans. Hún var þar einstakur liðsmaður. Skynsamlegar ábendingar hennar og réttsýn af- staða til lífsins, manna og málefna komu ætíð að góðu haldi. Hitt er þó ekki síður minnisstætt að Þor- gerður gat í góðum hópi flogið langt út fyrir og upp yfir daglegt amstur okkar og áhyggjur. Af Þorgerði þáði ég eitt sinn eitthvert það hollasta ráð sem mér hefur verið veitt um ævina, ráð sem ekki einungis gagn- aðist við þær aðstæður sem urðu tilefni ráðlegginga heldur hefur æ ofan í æ reynst mér farsæll kostur. Fyrir það og öll mín kynni af Þor- gerði Hauksdóttur verð ég ævinlega þakklátur. Niðjum hennar votta ég samúð mína. Trausti Ólafsson. Þegar ég frétti lát vinkonu minnar, Þorgerðar Hauksdóttur, Doddu, hvarflaði hugurinn óralangt aftur í tímann, heim í sveitina okk- ar, Köldukinn. Ég minntist krakk- anna sem gengu þar í skóla. Já, við „gengum í skólann" í bókstaf- legri merkingu þeirra orða, stund- um nokkra kílómetra. Þetta var farskóli og var kennt til skiptis á bæjunum, 2-3 vikur í senn. Ekki vorum við allan veturinn í skóla því að sveitin var löng. Ætli það hafí ekki þótt nokkuð gott ef hvert barn gat haft skólavist í 5-6 vikur á vetri. I mínu minni voru þetta glaðir og góðir dagar. Kennarinn, Sigurður Sigurðsson var ljúflingur og vinur okkar allra. Ekki man ég eftir aga- vandamálum, en víst var um það að mikið var ærslast í frímínútum og eflaust einhveijum strítt. Mér finnst núna að það hafi allt- af verið gott veður og færi, þegar við röltum í skólann, fyrst á sauð- skinns- eða leðurskóm en síðar á gúmmískóm. Sjálfsagt er það mis- minni en mér fínnst það benda til þess að okkur hafí liðið vel. Við Dodda vorum jafnaldra og vinkonur. Hún átti heima í Garðs- horni en ég í Yztafelli og er dijúgur spölur þar á milli. Ég minnist henn- ar þá sem laglegrar ljóshærðrar stelpu og man að ég öfundaði hana af því hve prúð og dömuleg hún var. Mér er óhætt að fullyrða að I námi var hún með þeim bestu, þótt ég muni reyndar engar einkunnir frá þessum tíma. Dodda var greind, samviskusöm og fylgin sér og snill- ingur í höndunum. Síðar skildu leiðir. Ég yfirgaf sveitina okkar um margra ára bil. Á þeim árum átti Dodda við erfíð veik- indi að stríða. Berklarnir, vágestur sem erfítt var að ráða við á þeim árum, sótti á hana, en Dodda fór með sigur af hólmi úr þeirri viður- eign. Hún var ein af þeim sem þurfti að „höggva" eins og kallað var, þá voru numin burt nokkur rif í þeim tilgangi að reyna að vinna bug á sjúkdómnum. Margir hlutu varanleg örkuml við þessa aðgerð og urðu skakkir og lotnir á eftir, en Dodda slapp við það og gekk bein og spengileg til æviloka. Þar kom í lífs- hlaupi mínu að ég flutti búferlum til Akureyrar. Þá var Dodda búsett þar og stundaði handavinnukennslu og saumaskap en hafði áður dvalið langtímum saman í Garðshorni með drenginn sinn. Enn liðu æðimörg ár og ýmislegt breyttist. Konur á Akureyri fóru að krukka saman um það að jafn- rétti kynjanna væri í ýmsu ábóta- vant og alda fór um bæinn. Á fjöl- mennum fundi var stofnuð jafnrétt- ishreyfing og upp úr því var farið að ræða um Kvennaframboð til bæjarstjórnar. I þessum hópi vorum við Dodda, líklega aldursforsetar, en drógum þó hvergi af okkur. Kvennaframboðið vann frækinn sigur 1982, við fengum 2 fulltrúa í bæjarstjórn. Dodda var fyrsti vara- fulltrúinn okkar og sat því oft bæj- arstjórnarfundi, sat í nefndum og fylgdist vel með bæjarmálunum. A ýmsu hefur gengið með Kvennalist- ann undanfarin ár og starfið hér á Akureyri verið misjafnlega líflegt, en alltaf var jafn gott að leita til hennar Doddu. Hún hafði ákveðnar skoðanir á málum en setti þær fram með þeirri prúðmennsku sem henni var í blóð borin og af fullri einurð. Hópurinn sem eftir stendur hefur mikið misst. Ég er þakklát fyrir að hafa notið samvinnu við hana og konur í Kvennalistanum á Akureyri hafa beðið mig að koma þakklæti sínu á framfæri og samúðarkveðj- um til aðstandenda. Mörg undanfarin sumur hefur Dodda dvalið á föðurleifð sinni í Garðshorni, hlúð þar að öllu og meðal annars dundað við að rækta skjólbelti. Nú gengur hún vinkona mín ekki lengur þar um garða. Mér finnst að lífshlaupið hennar hefði mátt vera ögn lengra en hún lauk því með sömu reisn og hún hafði lifað lífinu. Ég sendi fólkinu hennar innilegar samúðarkveðjur. Hólmfríður Jónsdóttir frá Yztafelli. Hún Dodda frænka mín er dáin. Það er erfitt að kveðja þá, sem eru sálinni nánir, enda er þar opið sár. Smyrslin verða minningarnar, sem lifa áfram. Þrír eiginleikar í fari hennar eru mér efstir í huga á kveðjustund og fléttast hver í ann- an. Hún var kennari og jafnréttis- sinni að eðlisfari, trúboði menntun- ar og framfara og listakona af Guðs náð. I gegnum lífíð var hún óþreytandi að hvetja og minna á gildi námsins. Að öðlast vald á eigin máli var að öðlast vald og stjórn á eigin lífi, eign- ast eigið starf og traust til að hjálpa öðrum til hins sama. Hún átti sjálf þá rödd, sem til þurfti og fékk hljóð, því mál hennar var skýrt og áhri- faríkt. Sem „stóra“ móðursystir mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.