Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 248. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sameinuðu þjóðirnar fordæma ögrun Iraka Bretar útiloka ekki hernaðaraðgerðir London, Bagdad. Reuters. BRESKA stjórnin sagði í gær að ekki væri útilokað að gripið yrði til hernaðaraðgerða gegn írak stæðu þarlendir ráðamenn við þá ákvörð- un sína að banna Bandaríkjamönn- um að taka þátt í vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna í landinu. „Önnur ríki heims geta ekki setið aðgerðalaus hjá meðan írakar þróa gj örey ðingarv'opnsagði Derek Fatchett, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, sem fer með málefni Miðausturlanda. „Við útilokum enga möguleika á þessu stigi,“ svaraði hann þegar spurt var hvort hemað- araðgerðir væru hugsanlegar. Kvöldið áður hafði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmt þá ákvörðun Iraka að gefa Bandaríkja- mönnunum, sem starfa við vopna- eftirlitið, viku frest til að fara frá Irak. Af 100 eftirlitsmönnum á veg- um Sameinuðu þjóðanna í írak eru tíu frá Bandaríkjunum. Irsku forsetakosningarnar Urslita að vænta í dag Dublin. Reuters og Morgunblaðið. IRAR gengu að kjörborði í gær til að velja sér forseta en úrslit liggja í fyrsta lagi fyrir í dag vegna flókinna kosningareglna. Síðustu skoðana- kannanir sem gerðar voru fyrir kosningar bentu tU þess að laga- prófessorinn Mary McAleese myndi fara með sigur af hólmi. Aðalkeppinautur hennar er Mary Banotti sem situr á Evrópuþinginu. Mary McAleese Um 2>? mil]j. ónir íra voru á kjörskrá en kjör- sókn var mjög dræm eða um 40%. Þetta getur þýtt að ekki sé jafnmik- ið að marka skoðanakannanir og ella en í fyrstu útgönguspá sem birt var á sjónvarpsstöðinni RTE 1 i gærkvöldi var McAleese með 46% atkvæða en Banotti 32%. Fylgi hinna þriggja frambjóðendanna var undir tíu hundraðshlutum. Flókið kerfi í forsetakosningunum greiða menn tveimur frambjóðendum at: kvæði sitt, í fyrsta og annað sæti. I fyrstu umferð eru talin atkvæði í fyrsta sætið og fái enginn einn frambjóðandi hreinan meirihluta detta þeir út sem fæst atkvæði fá og að því loknu eru talin atkvæði í annað sætið. Kjörstöðum var lokað kl. 21 í gærkvöldi en talning átti ekki að hefjast fyrr en í morgun. Var búist við að úrslit gætu legið fyrir undir kvöld. Eftirlitsmennirnir voru sendir til Iraks eftir stríðið fyrir botni Persaflóa árið 1991 til að framfylgja ályktunum Sameinuðu þjóðanna um að gjöreyðingarvopnum Iraka yrði eytt. Er þetta helsta skilyrðið fyrir afnámi refsiaðgerðanna vegna inn- rásar þeirra í Kúveit í ágúst 1990. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrrakvöld sýnir að öll aðildarríkin 15 hneigjast til að treysta einingu sína þegar þau standa frammi fyrir ögrunum af hálfu Iraka. Ekkert benti tii þess í gær að Irakar myndu gefa eftir og íraskir fjölmiðlar fögnuðu ákvörðun ráða- manna í Bagdad. Kemur Saddam i koll Vestrænir og arabískir frétta- skýrendur voru þeirrar skoðunar að Saddam Hussein, forseti Iraks, Hrekkja- vaka í París ÁTTA þúsund graskerum, er samtals vega 85 tonn, var raðað á grasflötina í Trocadero-garðin- um í París í gær og Nicolas Ramos, sjö ára snáði, brá á leik innan um þau í nornargervi og málaður í framan. Það var fyrir- tækið France Telecom sem bauð börnum í borginni til hrekkja- vöku að amerískum sið með ljósagangi, skrúðgöngu og öllu tilheyrandi, auk þess sem búnar voru til graskersbökur. Börn í Bandaríkjunum og Kanada skemmta sér á hrekkjavökunni nú í kvöld, kvöldið fyrir allraheii- agramessu, og fara klædd í allra kvikinda líki milli húsa og biðja um sælgæti en hóta hrekk ella. hefði enn einu sinni misreiknað sig með því að vísa bandarísku eftirlits- mönnunum úr landi. Þeir sögðu að Irakar myndu fyrr eða síðar neyð- ast til að gefa eftir vegna þrýstings frá Sameinuðu þjóðunum og hugs- anlegra hernaðaraðgerða af hálfu Bandaríkjamanna. Ögrun Saddams varð til þess að Frakkar og Rússar, sem eru hlynntir því að slakað verði á refsi- aðgerðunum gegn Irak, sáu sig knúna til að sýna samstöðu með Bandaríkjamönnum, að sögn frétta- skýrendanna. „Saddam hefur anað beint í bandarísku gildruna,“ sagði einn ar- abísku fréttaskýrendanna. „Al- menningur í arabaríkjunum hefur mikla samúð með írösku þjóðinni vegna þjáninga hennar af völdum refsiaðgerðanna. En arabar hafa ekki mikla samúð með leiðtogum íraka." TIL HARÐRA orðaskipta kom er Jiang Zemin, forseti Kína, hitti bandaríska þingmenn á lokuðum fundi í gærmorgun. Nancy Pelosi þingmaður sagði eftir fundinn að for- setinn hefði verið spurður beint út um ýmis mál en ekki gefið bein svör. Á meðal þess sem spurt var um voru ofsóknir á hendur trúarhópum, fóstureyðingar án samþykkis móð- ur, ill meðferð á föngum og deilan um sjálfstæði Tíbetbúa. Jiang hefur hvað eftir annað vís- Jospin í Moskvu LIONEL Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, kannar heið- ursvörð í Moskvu í gær. Jospin og Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, lögðu áherslu á að við- skipta- og stjórnmálatengsl land- anna yrðu aukin og reynt yrði að koma á „marghliða" jafnvægi í heimsmálum. Túlka frétta- skýrendur þetta sem vilja ráða- mannanna til að stemma stigu við forræði Bandaríkjamanna í heiminum. að öllum ásökunum um mannrétt- indabrot á bug og m.a. haldið því á loft að kínversk stjórnvöld hafi und- irritað 17 alþjóðlega sáttmála um mannréttindamál. Jiang sagði í gær að Tíbetbúar væru „ánægðir og sáttir við hlutskipti sitt“. Þá hefur hann sagt aðgerðir stjórnvalda, er þau siguðu hernum á mótmælendur á Torgi hins himneska friðar árið 1989, nauðsyn- legar og í samræmi við kínversk lög. Reuters Levy með umboð til samninga Jerúsalem, Reuters^ ÍSRAELSSTJÓRN mun bjóðast til að hætta byggingu landnemahverfa á palestínsku landi á Vesturbakkan- um gegn því að Palestínumenn geri ekki kröfur til frekari landsvæða. Þetta kom fram í fréttum ísraelskra dagblaða í gær. David Levy, utanríkisráðherra ísraels, og Mahmoud Abbas, fulltrúi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, munu hittast í Washington í byrjun næstu viku. Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sem boðaði til viðræðnanna, hefur lagt að Israelsmönnum að hætta nýbygg- ingum fyrir gyðinga á palestínsku landi. Það er hins vegar talið ólík- legt að Palestínumenn gangi að til- boði Israelsstjórnar. Levy, sem heldur til Bandaríkj- anna á laugardag, sagðist í gær hafa fengið fullt umboð stjórnvalda til samninga þótt hann myndi að sjálf- sögðu hafa samráð við stjórnina um mikilvægar ákvarðanir. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefur hins vegar sagt að hann telji að fundurinn í Was- hington verði tímasóun. -------------- Glöggva sig á vitnisburði lækna Cambridge. Reuters. KVIÐDÓMUR í máli bresku barn- fóstrunnar Louise Woodward, sem ákærð er fyrir að hafa orðið ungbarni að bana, fór í gær fram á að fá vitnis- burð tveggja vitna endurtekinn. Þrír dagar eru nú liðnir frá því að kviðdómurinn dró sig í hlé til að taka ákvörðun í málinu. Almenning- ur bæði í Bretlandi og Bandaríkjun- um hefur fylgst náið með mála- ferlunum og það olli því mikilli spennu er tilkynnt var að kviðdóm- urinn væri væntanlegur í dómsalinn í gær. Dómurinn hafði þó ekki komist að niðurstöðu heldur vildi glöggva sig á vitnisburði sem sneri að læknis- fræðilegri hlið málsins. Louise Woodward er ákærð fyrir að vera völd að dauða barns sem var í hennar umsjá. Hún hefur neitað sakargiftum og verjendur hennar halda því fram að barnið hafi hlotið áverkana, sem drógu það til dauða, þó nokkru áður en það lést. Reuters Jiang heimsækir Bandaríkjaþing Ræddu brot á mannréttindum Washington, Taipei. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.