Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 55 BREF TIL BLAÐSINS Um sýnir Frá Konráði Friðfinnssyni: í GEGNUM tíðina hafa margar sagnir verið skráðar um sjáendur, svokallaða. Og er þá átt við fólk sem sér hluti sem öðru er ekki gefið. En er virkilega til í dæminu að menn geti séð eitthvað sem aðrir koma fráleitt auga á með náttúru- legum skynfærum? Eitthvað sem erfitt getur reynst að útskýra á trú- verðugan máta fyrir fólki? Eða sanna með tækjum tækninnar? Biblían talar dálítið um svona tilvik, bæði í gamla og nýja testa- menti. Um hvað erum við nú að tala? Er Guð að verki þegar menn sjá eða heyra það sem venjulegum augum eða eyrum er fyrirmunað að nema? Tryggingin fyrir návist Guðs er alla vega ekki örugg, þótt sýnin sé fyrir hendi. En hvað gerist þá hjá manni sem „sér“? Er sjáandinn máske bara loddari sem fýsir að hafa peninga af auðtrúa fólki? í mörgum tilfellum er það raunveruleikinn. Auðvitað er erfitt að svara svona spurningum til hlítar. Svo virðist þó vera að maðurinn sé þannig af Guði ger að eitthvað innra með honum bjóði upp á þennan „mögu- leika“. Einhveijir strengir sem hægt er að leika á og kalla fram myndir, sem eru fyrir utan venjulegt skyn- bragð hans. Til að mynda kennir Biblían að heilagur andi starfi innra með oss. í hjartanu. Á þeim vettvangi kemur hann fram vilja Drottins. Biblían greinir líka frá sýnum sem Guð vildi láta manninn sjá eða heyra. Að tarna getum við, meðal annars, lesið um í Postulasögunni, varðandi Pál. En Sál (síðar Páll) var rakinn andstæðingur fýlgjenda Jesú í upp- hafi. Sál þessi var bæði harður og illur í garð kristinna manna og hneppti hvern þann í fjötra og fang- elsi sem hann fann og var þessa vegar. Eitt sinn er hann var á enn einni ferðinni tiil að gera atlögu að hinum kristnu, þá með undirritað skjal frá sjálfum æðsta prestinum upp á vasann, verður hann fyrir reynslu sem breytir afstöðu hans gagnvart þessu fólki: „En þegar hann var á ferð sinni kominn í nánd við Damaskus, leiftr- aði skyndilega um hann ljós af himni. Hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“ (Post.: 9.3-4). Það merkilega við söguna er að einungis Páll heyrði orðin, ekki hin- ir sem með honum voru á ferðinni. Þótt þeir féllu allir til jarðar er Ijós- ið skall á þeim. Þarna talaði Jesú Kristur persónulega við manninn og kallaði til starfa. Sem færir okk- ur vitaskuld heim sanninn um það að Guð er þess megnugur að tala við menn án þess að nærstaddir fái neitt um það vitað. Þetta segir oss ennfremur að innra með oss býr ýmislegt sem er erfitt að átta sig á. Og hindrum við heilagan anda Guðs í starfi sem honum einum er fyrirhugað, þá getum við heldur ekki vitað hvað þar er á ferðinni. „Húsið“ stendur nefnilega ekki lengi autt. Og „húsið“ erum við. Líkami okkar. Biblían talar líka um Satan. Og komist hann innfyrir, til að stilla strengina, verður hljómur þeirra annar og verri. Þessi óvinur er einn- ig máttugur. Menn skyldu því forð- ast að bjóða honum birginn. Hann er fær um að láta manninn sjá sýn- ir, fái hann til þess ráðrúm. Og getur talað til mannsins og sett á sig Guðs mynd. Eitt er þó tryggt í málinu. Sem er: Mæli óvinurinn við menn og í gegnum þá talar hann ósannindi. Um þetta atriði segir Kristur á þessa leið: „Þegar hann lýgur, fer hann að eðli sínu. Því að hann er lygari og lyginnar faðir. í honum er enginn sannleikur.“ Þetta er aflið sem hugsanlega sjáendur, miðlar og kuklarar eru í slagtogi við. En ættu að forðast. Litlar líkur eru á því að sýnir slíkra manna séu frá Guði komnar. Þótt Biblían greini nokkuð frá sýnum sem menn upplifðu, (Opin- berunarbókin byggir á sýnum Jó- hannesar), er ekki unnt að gefa sér það að Guð vinni mikið með mann- inn á þann hátt. Vegna þess að Guð, í öllum mætti sínum, er ekk- ert dularfullur, eða undarlegur, sem erfitt er að átta sig á. Guð leikur sér fráleitt með fólk né spilar á strengi dulúðar og yfirskilvitlegra hluta. Annað afl en Drottinn er iðn- ara við það verk. Hins vegar þráir Drottinn að nota manninn. Og þá fyrst og fremst til að útbreiða orð krossins. Sem fræðir um veg Jesú Krists, upprisuna, kærleikann og svo fram- vegis. Þetta eru strengirnir sem Guð slær á og framkallar hljóm- kviðu sem tekur öllum öðrum fram í fegurð. Og Guð er ekki torskilinn, stilli menn strengi sína og finni samhljóm við hann. Og hví að gera hluti flókna og fikta við verk sem við ekki þekkjum þegar einfaldleikinn blasir við? KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Blómsturvöllum 1, Neskaupstað. Vegið að starfsheiðri Frá starfsfólki Flugleiða í Keflavík: YFIRLÝSING frá starfsfólki Flug- leiða í Keflavík vegna ummæla Árna M. Mathiesen á Alþingi 8. október 1997: í umræðum á Alþingi hinn 8. október sl. staðhæfir Árni M. Mathiesen að Flugleiðir standi sig illa við afgreiðslu á farangri ann- arra flugfélaga. Hér _er rétt að minna á að ummælum Árna er fyrst og fremst beint gegn okkur, al- mennu starfsfólki Flugleiða sem önnumst þjónustu við ýmis flugfé- lög engu síður en við Flugleiðir. Það er mikilvægur hluti af starfi okkar og starfsöryggi að allir æm um flugstöðina fara fái sem besta þjónustu og að ekki sé gert upp á miili farþega, hvort sem um er að ræða við innritun, hleðslu á far- angri eða hvaða aðra þjónustu sem fram fer á okkar vegum. Jafnframt skal það tekið fram að við fáum þau fyrirmæli ein frá okkar yfir- mönnum að allir farþegar fái sömu þjónustu hvort sem þeir ferðast með Flugleiðum eða öðrum flugfélögum. Ami færir engin rök né heldur HK handknatt- leiksdeild Frá Rögnvaldi Guðmundssyni: UNDIRRITAÐUR sér sig knúinn til að senda frá sér grein þessa vegna umfjöllunar um ólæti sem áttu sér stað í HK-húsinu, Digra- nesi, eftir leik HK og KA 15. októ- ber síðastliðinn. Til ryskinga kom milli stuðnings- manna HK og stuðningsmanna KA, sem betur fer voru þetta ekki alvar- leg átök en samt viðkomandi aðilum til skammar, bæði stuðningsmönn- um HK þar sem um unglinga var að ræða og einnig stuðningsmönn- um KA þar sem um var að ræða fullorðið fólk. Hver kveikjan var að þessari uppákomu veit ég ekki enda fer tvennum sögum af því, og kannski er það ekki aðalatriði, heldur hitt að svona á ekki að sjást á leikjum. Ekki hvarflar að mér að taka upp hanskann fyrir okkar stuðnings- menn í þessu máli, enda er búið að taka á þessu máli hjá okkur og refsa viðkomandi, en ekki má held- ur gleyma að í tilfellum sem þessu þarf alltaf tvo til. Viðkomandi einstaklingar (þ.e.a.s. stuðningsmenn HK) eru búnir að fylgja HK á alla leiki und- anfarin ár og hefur aldrei neitt líkt komið upp á fyrr. Varðandi fréttaflutning þann sem orðið hefur af máli þessu var mér farið að ofbjóða, þar sem bein- línis er um rangfærslur er að ræða. Hvaðan þessar upplýsingar eru komnar veit ég ekki, allavega hefur ekki verið haft samband við HK varðandi þetta mál og ákaflega á ég bágt með að trúa að viðkomandi stuðningsmenn KA hafi látið hafa þetta eftir sér. Staðreyndir í máli þessu eru þess- ar: Eftir að búið var að stilla til friðar á áhorfendapöllum fór einn okkar menna með stuðningsmönn- um KA út úr húsinu til að ræða við viðkomandi einstaklinga frá okkur vegna máls þessa, og héldum við að þar hefði málið verið útkljáð með afsökunarbeiðnum. Eftir það var viðkomandi stuðningsmönnum KA boðið að þiggja kaffi í félagsað- stöðu okkar sem þeir og þáðu ásamt leikmönnum beggja liða og stuðn- ingsmönnum HK. Ákaflega vel fór á með mönnum þarna eins og ætíð milli þessara félaga. Ég vil fýrir hönd HK enn og aft- ur biðjast afsökunar á atviki þessu sem ekki á að sjást á kappleikjum, en ítreka jafnframt að það þarf allt- af tvo til. Að lokum, um leið og ég vonast til að fréttaflutningi af máli þessi sé lokið, óska ég KA alls hins besta með von um að mál þetta setji ekki mark sitt á annars ánægjuleg sam- skipti þessara félaga. RÖGNVALDUR GUÐMUNDSSON, formaður handknattleiksdeildar HK. Þakkir til Sjónvarpsins Frá Gísla Má Gíslasyni: SJÓNVARPIÐ hefur hafið sýningar á nýjum flokki náttúrumynda í röð- inni Friðlýst svæði og náttúruminj- ar, sem Magnús Magnússon kvik- myndagerðarmaður hefur gert. Áður höfðu birst tvær myndaraðir í sama flokki. íslenskar náttúrulífs- myndir birtast ekki oft á skjánum og geri ég því ráð fyrir að áhorfend- ur, sérstaklega náttúruunnendur, fagni þessum sýningum. Myndirnar eru stuttar og vandaðar og texti þeirra hnitmiðaður og fræðir áhorf- endur um náttúrulíf þeirra staða NÝ SPARPERA sem kveikir og slekkur sem um er ijallað, auk þess eru þættimir skemmtilegir. Augljóst er að mikil vinna liggur í gerð þátt- anna. Ég vil þakka Sjónvarpinu fyrir þessa þætti og óska þess að Sjón- varpið hafi reglulega kvikmyndir um náttúru íslands á dagskrá sinni í framtíðinni. GÍSLIMÁR GÍSLASON, prófessor í vatnalíffræði, Heiðarseli 6, Reykjavík. nefnir hann dæmi máli sínu til stuðnings og verða því orð hans skilin þannig að hann sé aðeins að vega að starfsheiðri okkar sem sinnum almennum þjónustu- og hleðslustörfum í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Hvers vegna Árni M. Mathiesen kýs að vega að starfsheiðri okkar er okkur hulin ráðgáta en okkur þætti vænt um að fá frekari skýr- ingar á ummælum þessum. Vert er að geta þess að fjöldi starfs- manna Flugleiða í Keflavík var 624 í september sl. og eru flestir búsett- ir í kjördæmi Árna M. Mathiesen. Það gefur því auga leið að ummæli Áma eru síður en svo hans einka- mál. Allar frekari upplýsingar eru fús- lega veittar í síma 425 0227. Keflavíkurflugvelli, 20. október 1997. F.h. starfsfólks Flugleiða í Keflavík, ÖRN SÆVAR EIRÍKSSON, hlaðþjónustu, JÓHANN BJÖRNSSON, farþegaafgreiðslu og farangursþjónustu. OSRAM Söluaðilar um land allt Jafnvel 16 tímum síðar nýtur þú enn áhrifanna af ŒLLULAR TIME RELEASE - INTENSIVE hinum fullkomna rakagjafa. Lagfærir það sem aflaga fór í gær. Vörn á nýjum degi. Húð þín geislar af heilbrigði við hverja notkun. Ef þú ættir kost á aðeins einu kremi veldir þú þetta. KYNNING í dag og á morgun, laugardag. 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki. OWu H Y G E A jnyrtivöruverdlun Laugavegi 23 <zsi/asi/* / S6*J? SSSS Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.