Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Islendingar segja upp loðnusamningi Biðlistar eftir hjartaaðgerðum Einn listi styst en aðrir lengst UM 200 manns bíða nú eftir hjarta- aðgerðum en frá því seinnipart sum- ars hefur þó fækkað um u.þ.b. 100 manns á biðlistunum, að sögn Arna Ki-istinssonar, yfu-læknis á hjarta- deild Landspítalans. í haust var ráð- ist í mikið átak til _ þess að stytta biðlistana og segir Arni róið að því öllum árum að stytta biðlistana áfram. Hann segir vandamálin lengi hafa verið að hrannast upp en von- andi horfi nú áfram til bóta. Á biðlista eftir hjartaþræðingu eru nú um 80 manns en þegar mest var í haust voru um 150 á þeim lista. „Fólk beið upp undir ár eftir hjarta- þræðingu en nú er sú bið komin nið- ur í um þrjá mánuði,“ segir Árni. „Jafnframt hefur lengst listinn af því fólki sem er að bíða eftir að komast í kransæðavíkkun, þar bíða núna tæp- lega 70. Biðlistinn eftir að komast í opnar hjartaaðgerðir hefur einnig verið að lengjast aftur. Þar voru 30 í haust en nú er hann kominn upp í 50.“ Ný hjartarannsóknastofa var tek- in í notkun á Landspítalanum í haust. Árni segir að jafnvel þó að ástandið hafi skánað verulega og biðlistar styst, þá leysist vandinn ekki almennilega fyrr en tækjakost- ur á gömlu hjartarannsóknastofunni verði endurnýjaður. Þá bendir hann á einn biðlista ennþá, en þar eru nú á milli 30 og 40 sjúklingar sem bíða eftir ýmiskonar raflífeðlisfræðileg- um rannsóknum. „Þar er verið að kanna hvernig leiðslukerfi hjartans starí'ar, en nú er t.d. farið að brenna sundur óeðlilegar rafbrautir í hjarta til þess að stöðva það að fólk fái mjög hraðan hjartslátt," segir hann. ÍSLENSK stjómvöld hafa ákveðið að segja upp þriggja landa samningi íslands, Grænlands og Noregs um veiðar úr loðnustofninum. Ríkis- stjómin hefur veitt ráðhemum utan- ríkismála og sjávarútvegs umboð til þess. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, kynnti þessa ákvörð- un á aðalfundi LÍÚ í gær. Viðræður munu því hefjast innan tíðar um nýj- an samning. ,Að okkar mati er veralegt ójafn- vægi þegar litið er á heildarsam- skipti okkar og Noregs á fisk- veiðisviðinu varðandi aðgang hvorr- ar þjóðar að lögsögu hinnar,“ sagði Þorsteinn. „Meginmarkmiðið með uppsögn samningsins hlýtur að vera að knýja á um betra jafnvægi í þessum efn- um. Hlutdeild þjóðanna kemur þar einnig til skoðunar, en rétt er að hafa hugfast í því sambandi að í reynd höfum við fengið talsvert meira í okkar hlut en sem nemur umsömdu hlutfalli, þar sem við höf- um fengið það sem út af hefur staðið af veiðum Grænlands og Noregs. Ný ríkisstjórn Noregs hóf feril sinn með ögranum í garð okkar Is- lendinga, þó nokkuð hafi dregið úr þeim með síðari yfirlýsingum. I Ijósi þessara nýju aðstæðna í samskiptum þjóðanna tel ég það óhjákvæmilegt að knýja á um betra jafnvægi í að- gangi hvorrar þjóðar að lögsögu hinnar með uppsögn loðnusamnings- ins. Við höfum átt góð samskipti við Grænland í þessum efnum og ég vona að þegar yfír lýkur, verði hægt að treysta samvinnu landanna allra þriggja á nýjum og réttlátum grand- velli,“ sagði Þorsteinn. Samkvæmt núgildandi samningi koma 78% heildarloðnuafla í hlut ís- lendinga, og 11% í hlut hvorrar hinna þjóðanna. Norðmenn bíða með að tjá sig Bernt Ellingsen, talsmaður norska sjávarútvegsráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að norsk yfírvöld vildu ekki tjá sig um ummæli Þorsteins Pálssonar fyrr en þeim hefði borizt fprmleg til- kynning frá ríkisstjórn íslands um uppsögn loðnusamningsins. Gæsaskítur angrar borgarbúa STARFSMENN hjá borginni eru hættir að gefa gæsunum á Reykjavíkurljörn brauð þegar hart er í ári, eins og tíðkast hefur á undanförnum árum. Ástæðan er sú að gæsastofninn á Tjörninni hefur stækkað allmikið og telur nú um 500 fugla, sem eru farnir að valda borgarbúum miklu angri, að sögn Jóhanns Pálssonar, garðyrkjusljóra Reykjavíkur- borgar. Hann segir gæsirnar á Tjörninni, sem í raun eiga að vera farfuglar, hættar að fara af landi brott vegna þess að þær hafi það svo gott hér. Jóhann segir sóðaskapinn af gæsaskít við Iðnó og í Hljóm- skálagarðinum vera orðinn veru- legt vandamál, svo fólk sé jafnvel farið að forðast að ganga þar um. Þá sé gæsin farin að ganga nærri gulstörinni í Vatnsmýrinni og ýmsum öðrum tegundum sem hún nagar niður í rót. Það var seint á sfðastliðnum vetri sem ákveðið var að hætta að gefa gæsunum, að höfðu samráði við ráðgjafa hjá Náttúrufræði- stofnun. „Hann taldi að brauð- gjafirnar á Tjörninni héldu gæs- inni þar við vegna þess að aðrir fugiar þyrftu ekki á því að halda,“ segir Jóhann og bætir við að end- ur og álftir leiti niður í íjöru eftir æti þegar harðnar í ári. „En við erum auðvitað á verði, við viljum ekki fara að kvelja neina fugla en ef við getum smátt og smátt lokk- að gæsina í burtu, þá er það betra en ef við þyrftum að fara að skjóta hana.“ Brota- járn flutt út til Spánar ÞRJÚ þúsund og tvö hundruð tonnum af brotajárni var skipað út í Hafnarfjarðarhöfn í gær og í fyrradag. Þetta er fímmti farmurinn sem fer utan á vegum Furu hf. á þessu ári og nemur útflutning- urinn á árinu nærfellt 15 þúsund tonnum. Brotajárnið fer til Spánar eins og allt brotajárn frá Furu hf. frá árinu 1993 fyrir utan einn farm, sem var seldur til Kóreu. Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur fslands dæmir sjö krabbameinslækmim á göngudeild Landspítalans í vil Ríkisspítalar greiði þó að TR hafi ekki greitt HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Ríkisspítala til að greiða sjö lækn- um um 16 milljónir króna vegna vinnu þeirra við krabbameinslækn- ingar á göngudeild Landspítala. Greiðslurnar bera dráttarvexti, hin- ar íyrstu þeirra frá 1. mars 1993, og skiptir upphæðin þvi samtals nokkrum tugum milljóna. Dómar Hæstaréttar í gær staðfestu niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í desember í fyrra. Sérfræðingar í krabbameins- lækningum sömdu við Ríkisspitala um að taka sjúklinga til meðferðar á göngudeild Landspítala. Fyrir læknisþjónustuna var tekið gjald samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnun- ar ríkisins fyrir sérfræðilæknis- hjálp. Af því gjaldi skyldu Ríkisspít- alar fá 40% fyrir aðstöðuna á Land- spítalanum, en læknamir 60%. í samkomulaginu var tekið fram, að Ríkisspítalar skyldu annast inn- heimtu og reikningsgerð samkvæmt áritun læknis á sérstökum þar til gerðum eyðublöðum og Ríkisspítal- ar innheimta hjá TR eða öðram greiðendum reikninga, þar með talinn hluta læknis. Þá skyldu Rík- isspítalar innheimta það gjald sem sjúklingum bæri að greiða vegna göngudeildarþjónustu, rannsókna, lyfja og sjúkragagna samkvæmt þeim reglum sem um það giltu á hverjum tíma. Að fenginni greiðslu skyldi síðan gert upp við viðkom- andi lækni. í málinu kom fram að Ríkisspítal- ar innheimtu gjöld og héldu utan um skuld sína við læknana frá mán- uði til mánaðar. Hins vegar fengu læknarnir engar greiðslur og var ástæðan sú að Landspítalanum tókst ekki að fá greiðslur frá TR á þeim hluta reikninganna, sem hann taldi eiga að greiðast af sjúkra- tryggingum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að skilja samkomulag læknanna og Ríkisspítala þannig, gegn mótmæl- um þeirra, að greiðsluskylda Ríkis- spítalanna væri bundin því skilyrði að greiðslur hefðu borist frá Trygg- ingastofnun og var vísað til þess að TR hefði ekki verið aðili að sam- komulaginu. Fyrir Hæstarétti var bent á af hálfu Ríkisspítala að samkomulag- ið hefði verið sama efnis og samn- ingar sem gerðir voru á svipuðum tíma við sérfræðinga á öðrum deildum ' Landspítalans. Greiðsla fyrir verk þeirra hefði ekki mætt fyrirstöðu hjá TR, en reikningar vegna sérfræðinga krabbameins- lækningadeildar hvorki verið greiddir né endursendir. Ríkisspít- alar kynnu ekki svör við því, hvað hefði valdið þessari afstöðu TR og aðilar hefðu ekki reynt að skýra hana við flutning málsins. Hefðu átt að segja samkomulagi upp Hæstiréttur sagði að Ríkisspítal- ar hefðu þurft að segja samkomu- laginu upp, hefðu þeir ekki viljað una þeirri byrði að halda uppi reglubundnum greiðslum til lækn- anna. Ríkisspítalar hefðu átt að annast uppgjör við TR og ekki væri hægt að fallast á að læknarnir ættu að bera áhættu af því að forsenda um greiðslu frá TR brást.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.