Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gagnrýnir framlög til Sjúkrahúss Reykjavíkur 140 HJÚKRUNARSJÚKLINGAR bíða í mjög brýnni þörf eftir hjúkrunarrými í Reykjavík. Þar af bíða 67 í sjúkrarúmum hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Ríkisspítölun- um. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri sagði að ef það tækist að byggja fleiri hjúkrunarheimili væri hægt að spara umtals- verðar upphæðir á spítölunum. Hún sagði að framlög úr Framkvæmdasjóði til bygg- ingar hjúkrunarheimila fyrir aldraða í Reykjavík hefðu ekki verið í neinu samræmi við §ölda aldraðra í borginni. Fjárhagsstaða Sjúkrahúss Reykjavíkur kom til tals á fundi þingmanna Reykjavíkur með borgarfulltrúum í Reykjavík í gær. Borgarstjórinn sagði að skýrsla VSÓ um sameiningu stóru spítalanna sýndi að það sem skæri rekstur spítalanna í Reykjavík mest frá rekstri spítala á Norðurlöndunum væri fjöldi aldraðra hjúkrunarsjúklinga sem lægju inni á íslenskum spítölum. Annars staðar á Norðurlöndunum væru þessir sjúk- lingar á hjúkrunarheimilum, þar sem kostn- aður á hvert legurúm væri mun lægri en á spítölunum. Galið að leggja til svona niðurskurð Ingibjörg Sólrún gagnrýndi harðlega fjár- framlög ríkisins til Sjúkrahúss Reykjavíkur. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu vantaði 400 milljónir til spítalans á næsta ári svo að hægt væri að halda uppi óbreyttri þjón- ustu. Að leggja til slíkan niðurskurð væri hreinlega galið. Til viðbótar væri knýjandi að sinna nauðsynlegu viðhaldi á spítalanum 67 hjúkrunar- sjúklingar liggja á spítölunum Morgunblaðið/Ásdís ÞINGMENNIRNIR Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Svavar Gestsson og Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi ræðast við á fundi borgarstjórnar og þingmanna. og framlög til tækjakaupa væru aðeins 1% af rekstri, en þyrftu að vera 3-4% ef vel ætti að vera. Borgarstjóri sagði að heildartekjur Ríkis- spítalanna frá 1988-1997 hefðu lækkað um I, 7%, en heildartekjur Sjúkrahúss Reykja- víkur hefðu á sama tímabili lækkað um II, 7%. Á þessu tímabili hefðu framlög til sjúkrahúsanna í Reykjavík á hvern íbúa lækkað um 17,9%, en framlög til sjúkrahúsa á landsbyggðinni hefðu á sama tímabili lækkað um 6,9% á hvern íbúa. Spítalinn sveltur til hlýðni? Ingibjörg Sólrún sagði að Reykjavíkur- borg hefði markað þá stefnu að eiga spít- ala, en það yrði æ erfiðara fyrir borgina að fylgja þessari stefnu. Framlög ríkisins til spítalans hefðu undanfarin ár verið með þeim hætti að það væri engu líkara en það ætti að svelta spítalann til hlýðni og svelta hann úr höndum borgarinnar. Hún sagði að þessi stefna ríkisins væri rekin með þeim hætti að það gætti örvæntingar hjá stjórn- endum og starfsfólki spítalans. Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi benti á að borgin ætti að fara fram á að gerður yrði þjónustusamningur við Sjúkra- hús Reykjavíkur. Ef það yrði gert myndi í fyrsta skipti verða skilgreint hvaða þjónustu ríkið vildi kaupa af spítalanum. Borgarstjóri sagði að í skriflegu samkomulagi ríkisins og borgarinnar, sem gert var árið 1995, hefði verið gert ráð fyrir að slíkur samning- ur yrði gerður. Vinna við hann hefði hins vegar aldrei hafist. Arni Sigfússon oddviti minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Engin stefna í heilbrigðis- ráðuneytinu ÁRNI Sigfússon, oddviti minni- hlutans í borgarstjórn Reykjavíkur segir að sér sýnist ljóst að hvorki borgarstjóri né heilbrigðisráðherra ætli að taka mark á undirskriftum sínum á samkomulagi um 230 milljóna króna aukafjárveitingu til Sjúkrahúss Reykjavíkur og sparn- aðaraðgerðir til þess að endar í rekstri sjúkrahússins á þessu ári nái saman. Hann segir að öll vinnu- brögðin í þessu sarnbandi séu mjög gagnrýniverð. „Ég fæ ekki séð hvers vegna borgarstjóri skrifar undir samning um fjárþörf Sjúkrahúss Reykjavík- ur ef það er ekkert að marka þá áætlun þegar á reynir og hún gef- ur til kynna að það hafí verið fyrir- fram vitað að það sem undirritað var næðist ekki. Ég tel að borgar- stjóri hefði ekki átt að undirrita slíkan samning ef hún vissi fyrir- fram að endar næðu ekki saman,“ sagði Árni. Hann sagði til viðbótar að þeim tillögum sem Sjúkrahús Reykjavík- ur hefði komið á framfæri um sparnað og samdrátt á þessu ári hefði flestum verið synjað af heil- brigðisráðherra. „Þannig að í heil- brigðisráðuneytinu er engin stefna og það gerir sjúkrahúsunum á Reykjavíkursvæðinu nánast óger- legt að starfa," sagði Árni. Hann sagði að framangreint sneri einungis að vanda þessa árs. Hvað varðaði vanda næsta árs og væri gagnrýnisvert væri það að heilbrigðisráðherra héldi því fram í frumvarpi til fjárlaga að það væri hægt að skera enn frekar niður fjár- veitingar til spítalans en gert hefði verið í því samkomulagi sem heil- brigðisráðherra hefði undirritað. „Það er enginn rökstuðningur sem fylgir þessum tölum fyrir næsta ár. Henni á alveg að vera fullljóst að við erum komin mjög langt í sparn- aði og þessum tölum sem þar er krafist verður aldrei náð, enda eng- inn rökstuðningur fyrir þeim,“ sagði Árni ennfremur. Forsendur gengu ekki eftir Jóhannes Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að höfuðástæðan fyrir því að endar næðu ekki saman í rekstri sjúkra- hússins væru að þær forsendur hefðu ekki gengið eftir sem gert hefði verið ráð fyrir í samkomulagi sjúkrahúsanna við ríkið um rekstur sjúkrahúsanna í fyrra. Samkomu- lagið hefði meðal annars gert ráð fyrir að langlegusjúklingar útskrif- uðust af sjúkrahúsunum yfir í ódýr- ari vistun á hjúkrunarheimilum. „Ef það hefði verið gert þá stæð- um við ekki í þeim vanda sem við erum nú í,“ sagði hann. „Það er ekki á ábyrgð sjúkrahúsanna að þetta vandamál var ekki leyst á síðasta ári, það er á ábyrgð ráðu- neytanna," sagði Jóhannes. Niðurlag féll út Niðurlag fréttar um fjárhags- vanda Sjúkrahúss Reykjavíkur féll niður í Morgunblaðinu í gær en síðasta setningin í viðtali við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra er þannig rétt: „Ég neitaði að skrifa undir samkomulagið með þessari setningu inni. Það er fjár- málaráðherra alveg ljóst því við stóðum í miklu þrefi þegar verið var að ganga frá samkomulaginu. Sú setning var tekin út úr textan- um en hún rataði síðan inn í fjár- lagafrumvarpið. Þannig að mér finnst vera komið aftan að manni. Fjármálaráðherra veit líka, að þriggja manna nefndin sér ekki hvað hún getur bent á til frekari sparnaðar," sagði borgarstjóri. Samkeppnisstofnun skoðar gjaldskrárbreytingar P&S Stofnunin fær aðgang að öllum gögnum P&S SAMKEPPNISSTOFNUN mun skoða gjaldskrár- breytingar Pósts og síma hf. sem taka gildi nú um mánaðamótin og kanna hvort þær brjóta á ein- hvern hátt í bága við sam- keppnislög, en stofnun- inni hafa borist þrjú erindi varðandi þetta mál. Að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar, forstöðumanns samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, mun athugun stofnunarinnar hafa nokkurn forgang á næstunni. Samkeppnis- stofnun getur Iögum sam- kvæmt fengið aðgang að öllum þeim gögnum Pósts og síma hf. sem tengjast gj aldskrárbreytingunum, en P&S hefur neitað að Iáta uppi hvaða forsendur liggja til grundvallar verð- ákvörðunum fyrirtækis- ins. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar hefur Sam- keppnisstofnun borist er- indi vegna gjaldskrárbreytinga frá aðila sem rekur Internetþjón- ustu og aðila sem selur aðgang að símaþjónustu við útlönd í gegnum Netið. Þá barst Sam- keppnisstofnun erindi frá við- skiptaráðherra, en þar er um að ræða framsendingu óskar Neyt- endasamtakanna til ráðherrans um að hann hlutaðist til um að samtökin og/eða Samkeppnis- stofnun fengju upplýsingar um raunkostnað við hvert símtal, þannig að hægt yrði að meta hvort álagning Pósts og síma hf. væri innan skynsamlegra marka. Eldri borgarar skora á samgönguráðherra Meðal þeirra fjölmörgu sem mótmælt hafa gjaldskrárbreyt- ingum Pósts og síma hf. er fram- kvæmdastjórn Félags eldri borg- ara í Reykjavík sem skorar á sam- gönguráðherra að beita sér fyrir því að fella úr gildi gjaldskrár- hækkunina. í samþykkt fram- kvæmdastjórnarinnar kemur fram að síminn sé oft á tíðum það eina tæki sem aldraðir hafa til að hafa samband við sina nán- ustu ættingja og vini, og síminn rjúfi einatt þá einmanakennd, sem öldrun og ýmisleg fötlun skapi og hindri ferðir til fjölskyldu og vina. Þessi samtöl séu því að sjálf- sögðu lengri en önnur viðskipta- samtöl, og miðað við að meðal- lengd símtals sé 3 mínútur eins og gefið hafi verið upp, þá megi reikna með að viðskiptasamtöl séu 5-6 sinnum fleiri en hin, og þvi megi búast við að samtöl inn- an fjölskyldna séu 5-6 sinnum lengri. Hækkun símgjalda eldri borgara sé því veruleg, en þar ættu hækkanir síst að lenda. Þá hefur stjórn BSRB mótmælt gjaldskrár- hækkunum Pósts og síma og segir þær muni bitna hart á heimilunum í landinu. Það sé vissu- lega fagnaðarefni að símakostnaður lands- manna hafi verið jafn- aður en það skjóti hins vegar skökku við að sú aðgerð sé notuð til að auka verulega álögur á heimilin, þar sem megn- ið af símtölum heimil- anna sé innanbæjar auk þess sem almenningur hafi í síauknum mæli farið að nota Alnetið til samskipta, náms og öfl- unar upplýsinga. Aflvaki geri úttekt á tækifærum til samkeppni Á fundi stjórnar Veitustofnana í fyrra- dag var lögð fram sú tillaga að beina því til Aflvaka hf. að á hans vegum verði gerð úttekt á þeim tækifærum sem nútímatækni og lagabreytingar undanfarið gefi til samkeppni í rekstri símafé- laga og hvaða von Reykvíkingar geti gert sér um samkeppni á þessu sviði. í tillögunni sem Helgi Hjörvar lagði fram segir að sér- staklega verði athugað hvernig veitufyrirtæki hafi erlendis verið í fararbroddi í samkeppni við símamálastofnanir og hvaða reynsla sé af því fyrir veitufyrir- tækin. Undirskriftasöfnun hefur stað- ið yfir á alnetinu undanfarna daga og verða mótmælalistar afhentir forsvarsmönnum Pósts og síma, samgönguráðherra og forsetum Alþingis fyrir utan Alþingishúsið kl. 15 í dag. Samkvæmt upplýs- ingum frá Ægis ehf. höfðu 4.634 skrifað sig á þessa lista kl. 17 í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.