Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTÚRULEG, endurunnin og umhverfisvæn leiktæki framtíðarinnar. Garðyrkjuferð til Þýskalands og Danmerkur II NÚ Á haustdögum hélt um 40 manna hópur nemenda og kenn- ara frá Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ólfusi í stutta náms- ferð til Þýskalands og Danmerk- ur. Ferðir sem þessar eru mikil- vægur þáttur í nám- inu því það er hverri faggrein nauðsyn- legt að fylgjast með því sem er að gerast i löndunum í kring- um okkur. Jelitto-fræfyrir- tækið er staðsett í litlum bæ rétt fyrir norðan Hannover í Þýskalandi. All- margir íslendingar þekkja vel til þessa fyrirtækis en það selur fræ af fjölær- um plöntum út um allan heim. Það sem helst kom okkur á óvart var hversu smátt fyrirtækið er í sniðum en þar vinna einungis 14 starfs- menn. Fyrirtækið kaupir fræið óhreinsað frá framleiðendum víðs vegar að en mikið er lagt upp úr því að hver tegund sé framleidd á heimaslóðum sínum, sé þess nokkur kostur. Starfsmenn Jelitto hreinsa og spírunarprófa allt fræ sem þeim berst. Sala, pökkun og geymsla fer fram á staðnum og hver pöntun er meðhöndluð sem sérpöntun, engu fræi er pakkað fyrirfram í söluumbúðir. Jelitto- fyrirtækið hefur mjög gott orð á sér fyrir gæði framleiðslunnar og hafa íslenskir garðplöntufram- leiðendur sannreynt það sjálfir. Það skiptir jú öllu máli að menn séu örugglega með rétta vöru í höndunum. Sá hópur íslendinga sem hefur sótt framhaldsmenntun í garð- yrkju til Danmerkur er orðinn allstór. Garðyrkjan á sér langa sögu í Danmörku og Danir standa framarlega í öllu sem að henni lýtur. í grennd við Árhus á Jót- landi heimsóttum við gróðrarstöð Frode Jensen við Skjoldelev en þar á bæ hafa menn sérhæft sig í ræktun stórra ávaxtatrjáa. Úr- val tegunda og sorta er fjölbreytt og þarf töluvert stórt landsvæði undir slíka ræktun. Plöntur af rósaætt, eins og eplatré og kirsu- beijatré, eru hálfgerðir vand- ræðagripir í ræktun. Við langvar- andi ræktun þessara tegunda kemur mjög gjarnan upp jarð- vegssjúkdómur sem í daglegu tali er kallaður jarðvegsþreyta. Sjúkdómur þessi lýsir sér aðallega í því að þegar ungum plöntum er plantað í sýktan jarðveg ná þær sér aldrei almennilega á strik og verða veiklulegar og jafnvel kyrkingslegar í vaxtarlagi. Hjá Fróða og félögum í Skjoldelev hafa menn komist að því að ein- ungis má rækta plöntur af rósa- ætt tvisvar í sama stykkinu, eftir það verður að rækta þar tegundir af öðrum plöntuættum. Garðamenningin á íslandi er mjög ung og má kannski sjá það á því að við viljum helst að tré og runnar séu sem stærst í görð- unum hjá okkur. Hjá Dönum og reyndar öðrum Evrópuþjóð- um er þessu öfugt farið, þar vilja menn að garðtré séu lítil og nett og fari vel í litlum görðum þeirra. Til að koma á móts við þessar kröfur danskra (og evrópskra) garðeig- enda hafa menn far- ið út í það að ágræða tvær til þrjár teg- undir af eplum á einn grunnstofn. Með því móti getur garðeigandinn feng- ið mismunandi ávexti af einu tré og þarf ekki að hafa mörg ávaxtatré í garðin- um hjá sér. í þéttbýlum löndum eins og Danmörku og Þýskalandi fer áhugi almennings á verndun nátt- úrunnar og skynsamlegri um- gengni um hana vaxandi með degi hveijum. Til að koma til móts við kröfur almennings hafa garðyrkjufyrirtæki gripið til ýmissa ráða. Sýnt hefur verið fram á að flauelisblóm hafa já- kvæð áhrif til uppbyggingar jarð- vegs sem hefur sýkst af jarðvegs- þreytu og því hafa garðyrkju- menn sáð flauelisblómum í heilu akrana til að endurheimta land- gæðin. Með bættri ræktunar- tækni hafa ýmsir ræktendur get- að dregið úr notkun eiturefna í gróðrarstöðvum sínum um 90%. Markvissar aðferðir við áburðarg- jöf og vökvun plantna hafa gert það að verkum að einungis er notað lítið brot af þeim áburði sem áður var notaður. Óhófleg notkun áburðarefna getur leitt til þess að áburður, sem plönturnar ná ekki að nýta sér, berst niður í grunnvatnið og mengar það. í framtíðinni verða garðyrkjustöðv- ar örugglega skyldaðar til þess að endurvinna allt vökvunarvatn og skila því „hreinu" frá sér. Að baki ferðar sem þessarar liggur gríðarleg undirbúnings- vinna. Innan Garðyrkjuskólans eru nokkrar námsbrautir og hver braut fékk dagskrá við sitt hæfi. Það er trú mín að í einni svona ferð læri maður meira um garð- yrkju og garðamenningu en í mörgum fyrirlestrum um sama efni. Því vona ég að Garðyrkju- skólinn haldi þeirri stefnu sinni til streitu að hver nemendaár- gangur fari í slíka námsferð einu sinni á námstímanum. Guðríður Helgadóttir, garð- yrkjufræðingur og aðalkenn- ari á garðplöntubraut. BLOM VIKUNNAR 373. þáttur llmsjón Ágústa Björnsdóttir IDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á alþjóð- lega Hellismótinu, sem nú stendur yfir hjá Helli í Þönglabakka 1 í Mjódd. Finninn Heikki West- erinen (2.410) var með hvítt og átti leik, en Björn Þorfinnsson (2.105) hafði svart. 23. Hxa7! - Kxa7 24. Dxc7+ og svartur gafst upp, því mátið blasir við. Áttunda og næstsíð- asta umferðin hefst í kvöld kl. 17, en síðasta umferðin verður tefld á morgun og byijar þá taflið kl. 13. Áhorfend- ur eru velkomnir og aðgangseyrir er eng- inn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson „Má ég sjá; hvað stendur í gröndum hjá ykkur?“ Vestur hafði farið 1400 niður í þremur hjörtum dobluðum og hans eina von var að NS ættu upplögð sex grönd, sem gefa 1440 á hættunni. Spilið er frá tví- menningskeppni Bridsfélg- as Reykjavíkur síðasta miðvikudag: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 72 V D952 ♦ 6 ♦ DGI0965 Vestur Austur ♦ G9865 ♦ 104 V K8764 IIIIH ▼ G3 ♦ 42 111111 ♦ DG9853 ♦ Á ♦ 432 Suður ♦ ÁKD3 ♦ ÁIO ♦ ÁK107 ♦ K87 Vestur hafði opnað á tveimur gröndum til að sýna háliti eða lágliti og veik spil. Hann hitti illa á makker og niðurstaðan varð botn, því enginn hafði sagt og unnið sex grönd. En er hægt að vinna sex grönd? Það veltur á útspili. Ef vestur spiiar út hjarta frá kóngum, fást tólf slagir ef sagnhafi hittir á að stinga upp drottningunni. Slemman vinnst alltaf með tígli út, eða laufás. Þá næst upp þvingun á vestur í hálitunum, svonefnt „Vín- arbragð“. I þriggja spila iokastöðu á suður ÁK3 í spaða, en blindur einn spaða, og hjartadrottningu aðra. Vestur getur ekki bæði haldið í þijá spaða og hjartakóng. En með útspili í spaða hefur vörnin betur, því vestur getur spilað öðr- um spaða þegar hann kemst inn á laufás og rofið þannig nauðsynlegan sam- gang sagnhafa fyrir þving- unina. Nokkur pör spiluðu sex lauf, en sú slemma vannst aðeins á einu borði. Verði suður sagnhafi í þeim samningi, virðist vera til vinningsleið á opnu borði, jafnvel með spaða út. Sagnhafi snertir ekki trompið, heldur tekur ann- an spaða og trompar þann þriðja í borði. Spilar síðan ÁK í tígli og trompar síð- asta spaðann í blindum! Síðan sendir hann vestur inn á blankan laufás, sem verður að gefa slag á hjarta eða spila spaða út í tvöfalda eyðu. Æ,æ, austur getur eyði- lagt þessa áætlun með því að henda báðum hjörtun- um! VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Klórlegin svið? GUÐRÚN hringdi og sagðist taka undir með þeim sem þættu hreins- uðu sviðin algjört óæti því einna líkast væri að þau hefðu legið í klór. Hún segist hafa borðað svið af og til í 30 ár án þess að verða meint af. Henni þykir verra ef þessi þjóðlegi réttur, sem sviðin eru, hverfur af borðum landans, en telur jafnframt allar líkur á að svo verði haldi fram sem horfi. Hún vill fá að hreinsa sín svið sjálf og einnig vill hún að seldar verði lappir, og helst svartar. Óþarfa eyðsla ELDRI borgari hringdi og sagði að stóru og auð- ugu verslunarfyrirtækj- unum, með sínum ótelj- andi dótturfyrirtækjum, væri nær að gefa eins og einn milljarð til lista eða sjúkrahúsanna hér á landi heldur en nota gróða sinn í að byggja stærstu verslunarbygg- ingu á landinu í Smára- hverfinu í Kópavogi. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust VÖNDUÐ sporöskjulaga gleraugu í titan-umgjörð með munstri á spöngum töpuðust á Stór-Reykja- vikursvæðinu fyrir u.þ.b. mánuði. Hafi einhver fundið gleraugun er hann beðinn að hringja í síma 551-0563 eða í vinnu- síma 569-1287, Guðný. Gleraugu fundust TVENN gleraugu hafa fundist. Önnur eru kven- gleraugu sem fundust við Réttarholtsveg í vor, hin eru karlmannsgleraugu, í Ray-Ban-hulstri og fundust þau á sunnudag- inn fyrir viku á horni Vesturvallagötu og Sól- vallagötu. Upplýsingar í síma 552-3478 og 899-1290. Gæludýr Kettlingar FJÖGURRA mánaða gullfallegir kettlingar, svartir með hvíta bringu og loppur, fást gefins á góð heimili. Þeir eru kassavanir og vanir börnum. Upplýsingar í síma 565-0780. ÉG átti síðasta orðið. lampinn sem við gáfum Kveðja, Gerður. á tombólu í fyrra. Víkveiji skrifar... VASAFJÁRLÖG, fjárlagafrum- varp 1988 í hnotskum, heitir lítill bæklingur frá fjármálaráðu- neytinu. Tvær hlutfallstölur gjalda- megin stinga í augu Víkveija, þeg- ar þær em bornar saman. Annars vegar mennta- og menningarmál, sem taka 10,4% af heildarútgjöld- um. Hins vegar vaxtagjöld, sem gleypa svipaða úárhæð, 9,9%! Lengi, lengi undanfarið hafa löggjafar- og framkvæmdavald haldið þann veg á ríkisfjármálum að útgjöld hafa siglt langt fram úr tekjum. Skuldir hafa hlaðizt upp! Og í frumvarpi komandi árs fara um 10% heildarútgjalda í vaxtakostnað, m.a. í vasa erlendra sparenda, eða litlu lægri fjárhæð en til menntamála. Ef við hefðum haft hagsýnni landsfeður, ráðdeild- arsamari fjármálastjórn síðustu áratugi, gætum við nú ráðstafað ráðgerðum vaxtakostnaði 1998 til heilbrigðis-, mennta- og menning- armála - eða til annarra þarfra mála. xxx AÐ ER máski ósanngjarnt að beina gagnrýni af þessu tagi að núverandi ríkisstjórn. Ríkisút- gjöld hafa sum sé farið lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu frá árinu 1994, voru 51% þá, verða 43% 1998. Stefnt er að því að ríkissjóð- ur verði rekinn með afgangi á kom- andi ári, en hann hefur verið rekinn með halla frá 1985. Hallalaus ríkis- búskapur er forsenda þess að hægt sé að lækka ríkisskuldir og bjarga fjármunum, sem nú brenna á vaxtabáli, til annarra hluta. í „vasa- fjárlögum" segir: „Ríkisskuldir á mann munu nema um 1,3 milljónum króna árið 2010, ef ríkissjóði verður ekki skilað með tekjuafgangi á næstu árum. Ef rík- issjóður verður hins vegar rekinn með 1% afgangi á ári til 2010 verða ríkisskuldir 870 þúsund á mann árið 2010. íslenzka ríkið yrði síðan skuldlaust árið 2025 ef áfram yrði 1% afgangur á ríkissjóði." xxx LÖGGJAFAR- og framkvæmda- valdið bera að sjálfsögðu hina pólitísku ábyrgð á samansöfnuðum ríkissjóðshalla, þ.e. samansöfnuð- um ríkisskuldum. Því má þó ekki gleyma að þjóðkórinn hefur kyijað útgjaldakröfu-sönginn stanzlaust í áratugi. I þeim söng fer stjórnar- andstaða hvers tíma á háa C-ið. Stjórnarandstaða líðandi stundar er þar enginn eftirbátur nema síður sé. Norðmenn hafa þegar greitt upp allar ríkisskuldir, enda olíuríkir og fyrirhyggjusamir. Danir sigla að sama marki á ráðdeildarseminni einni saman. Hér horfa ráðamenn loks til réttrar áttar. Megi orð þeirra í „vasafjárlögum" eftir ganga, en þar er heitstrengingin þessi: „Að halda ríkisútgjöldum í skefjum og ná niður halla ríkissjóðs!" xxx MEÐ BETRI tíðindum eru frétt- ir um fleiri og fleiri störf og minnkandi atvinnuleysi. Störfum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin. Þeim fjölgar um 2% í ár. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um 1,5% á næsta ári. Þá hefur þeim fjölgað um nálægt fimm þúsund á tveimur árum. Það hefur verið fagn- að af minna tilefni! Skráð atvinnuleysi fór niður í 4,3% árið 1996. Á þessi ári fer það trúlega niður undir 4%. Fyrstu átta mánuði ársins mældist atvinnuleysi 4,2% samanborið við 4,6% á sama tíma í fyrra. Á næsta ári er búizt við að atvinnuleysi minnki enn frek- ar og fari niður í um 3,6%. Hættan við aukinn hagvöxt, vax- andi atvinnu, hækkandi laun og önnur góðæristeikn er á hinn bóg- inn þensluáhrif á verðþróun, sem raskað gæti samkeppnishæfni ís- lenzkra atvinnuvega við umheim- inn. Óðaverðbólgan á áttunda ára- tugnum ætti að vísu að vera okkur ærin viðvörun um að fara ekki á fram úr sjálfum okkur í meintu kjarakapphlaupi - og enda á nýjan leik úti í mýri þeirra þjóða sem ekki kunna fótum sínum forráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.