Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 53 FRETTIR FRÁ afmælisfagnaðinum á Hótel íslandi. Frá vinstri: Rakel Ols- en, framkvæmdastjóri Sigurðar Ágústssonar hf., Þorgeir Haralds- son, framkvæmdastjóri Steypustöðvar Þorgeirs og Helga á Akra- nesi, Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR-mjöls hf., Þórður Þ. Þórðarson, ÞÞÞ á Akranesi, Magnús Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Valdimars hf. í Vogum, og Ásgeir Pálsson, sljórnar- formaður Slippfélagsins í Reykjavík. Olís heiðrar sína elstu viðskiptavini Á NÝAFSTÖÐNU 70 ára afmæli OIís var haldinn afmælisfagnað- ur á Hótel íslandi. Þangað mættu flestir starfsmenn, umboðsmenn og sölumenn Olís af öllu landinu. Að auki var fulltrúum nokkurra stærstu og elstu viðskiptavina félagsins boðið. Voru þeir elstu heiðraðir sérstaklega fyrir trygg viðskipti í allt að 70 ár með viður- kenningu sem Einar Benedikts- son forstjóri afhenti þeim á af- mælisdeginum. Tvö þessara fyr- irtækja, Valdimar hf. í Vogum og Slippfélagið í Reykjavík hf., hafa átt viðskipti við félagið frá fyrsta degi, 3. október 1927. Þeir viðskiptavinir sem heiðr- aðir voru eru: Valdimar hf. í Vog- um, Slippfélagið í Reykjavík hf., Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi, SR-mjöl hf., Steypustöð Þorgeirs og Helga á Akranesi, Sigurður Ágústsson hf. í Stykkishólmi, Kassagerð Reykjavíkur hf., Har- aldur Hannesson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, Grandi hf., Haraldur Böðvarsson hf., Lýsi hf. í Reykjavík, Þróttur hf. á Akra- nesi, Steypustöðin hf. í Reykjavík, Ingimundur hf. í Reykjavík og Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SAMNINGUR milli Óla Jóhanns Daníelssonar, gullsmiðs, og Dans- íþróttasambands íslands um verðlaunagripi fyrir 10 dansa keppn- irnar frágenginn. Frá vinstri: Eyþór Árnason, Hafsteinn Guð- mundsson, Óli Jóhann Daníelsson og Eygló Sif Steindórsdóttir. Dansíþróttasambandinu gefnir verðlaunagripir DANSÍÞRÓTTASAMBAND ís- lands og Gullsmiðja Óla, Hamra- borg 5, Kópavogi, hafa gert með sér samning þar sem Gullsmiðja Óla gefur öll verðlaun á íslands- meistaramót í 10 dönsum til næstu 6 ára. Þetta er í fyrsta sinn sem Dans- íþróttasambandið gerir samning sem þennan eftir að dansinn var viðurkenndur sem íþrótt og er verðmæti samningsins á milli 6 og 700 þúsund krónur og skiptir miklu máli fyrir Dansíþróttasam- bandið, segir í fréttatilkynningu. Þess má geta að verðlaunagrip- irnir verða notaðir í fyrsta sinn á íslandsmeistaramótinu í 10 döns- um laugardaginn 1. nóvember sem verður haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst mótið klukkan 15. Áhyggjur vegna yfir- vofandi verkfalls þroskaþjálfa STYRKTARFÉLAG vangefinna sem hefur með höndum umfangs- mikinn rekstur í þjónustu við fatl- aða vill koma á framfæri áhyggjum sínum ef ríki og borg tekst ekki að semja við þroskaþjálfa fyrir 3. nóvember nk. þvi þá skellur á boð- að verkfall þeirra, segir í fréttatil- kynningu. Þar segir einnig: „Þótt þroska- þjálfar séu ekki fjölmenn stétt veg- ur starf þeirra á stofnunum og heimilum fyrir þroskahefta þungt og er raunar algjör forsenda þess að vel takist til með þjálfun þeirra og umönnun. Komi til verkfalls þroskaþjálfa verða áhrif þess þungbærust fyrir fötluðu einstakl- inganna sem ekki fá þá sína dag- legu þjónustu en í sumum tilvikum er hún þeim lífsnauðsyn. Einnig er hætt við að slíkt ástand verði ofviða mörgum fjölskyldum og heimilum sem hreinlega mega ekki við því að þessi þjónusta leggist niður, jafnvel þótt um stundarsak- ir sé. Rekstur Styrktarfélags vangef- inna er að stórum hluta fjármagn- aður með framlagi frá ríkisvaldinu og eru flestir starfsmenn félagsins á launum samkv. launakerfi opin- berra starfsmanna og á það m.a. við um þroskaþjálfa. Ríkið hefur nú þegar samið við flestar aðrar stéttir og skilur stjórn Styrktarfé- lagsins vel óánægju þroskaþjálfa með þennan seinagang þar sem ekki er um hálaunastétt að ræða og kröfur þeirra virðast á líkum nótuhi og annarra. Er það einlæg von stjórnar Styrktarfélags van- gefinna að samninganefndum tak- ist að ná samkomulagi áður en til verkfalls kemur.“ Lúther og trúarglíman SR. SIGURJÓN Árni Eyjólfsson flytur fyrirlestur í safnaðarheimil- inu Kirkjuhvoli í Garðabæ í kvöld kl. 20.30. Fyrirlesturinn mun fjalla um glímu mannsins við Guð andspænis þjáningunni og þann styrk sem trú- in getur veitt manninum í erfiðleik- um lífsins. LEIÐRÉTT Ekki stuðningur við sameiginlegt framboð RANGHERMT var í fyrirsögn um frétt af kjördæmisþingi Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandi vestra, að það styddi sameiginlegt framboð I vinstri manna. Á þinginu var því hins vegar fagnað hvernig formað- ur flokksins hefði staðið að viðræð- um um samstarf við aðra flokka á vinstri væng. Ragnar Arnalds al- þingismaður segir að skiptar skoð- anir hafi verið á þinginu um hvort rétt sé að fara út í slíkt sameigin- ( legt framboð, en menn verið því t almennt sammála að fara í viðræð- | ur og stuðla að auknu samstarfi. j En málefnin hlytu að vera afger- ' andi og því hefðu menn enga af- stöðu tekið til þess hvort um yrði að ræða málefnasamvinnu eða sam- eiginlegt framboð. HP keypti ekki Symantec í MORGUNBLAÐINU var rang- hermt að Hewlett Packard tölvu- frarnleiðandinn hefði keypt hugbún- ' aðarfyrirtækið Symantec. Hið rétta er að HP keypti framleiðslu- og þróunarétt á netumsjónarhugbún- aði af Symantec og hefur síðan þróað sem eigin vöru. Konukvöld á Kaffi Reykjavík VEITINGAHÚSIÐ Kaffi Reykjavík stendur fyrir konukvöldi í kvöld, föstudagskvöld, þar sem boðið verð- ur upp ýmis skemmtiatriði. Heiðurs- gestir kvöldsins verða Guðrún Ág- ústsdóttir, forseti borgarstjórnar, og Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona. Húsið verður opnað kl. 19.30 þar sem tekið verður á móti gestum með fordrykk. Að loknum kvöldverði sýn- ir og kynnir Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari það nýjasta í förð- un á nýkjörinni ungfrú Skandinavíu, Dagmar Irisi Gylfadóttur, Heilsa og fegurð kynnir nýtt rafnuddtæki, sýndir verða brúðarkjólar frá Brúð- arkjólaleigu Dóru og einnig verður tískusýning frá versluninni Mér og þér. Einnig verður fjallað um líkams- rækt í umsjá Dóru í World Class og happdrætti. Kynnir kvöldsins er Heiðar Jóns- son. Hljómsveitin Hálft í hvoru leik- ur fyrir dansi til kl. 3 en húsið verð- ur opnað kl. 23.30 fyrir aðra gesti. Basar á Hrafn- istu í Reykjavík Á HRAFNISTU í Reykjavík er kom- ið að hinni árlegu sölu á handavinnu heimilisfólksins. Opið verður laugardaginn 1. nóv- ember frá kl. 13-17 og mánudaginn 3. nóvember kl. 10-15. Fyrirlestrar í boði heim- spekideildar RAY Smith og Michael Harris flytja opinbera fyrirlestra í boði heimspekideildar Háskóla íslands laugardaginn 1. nóvember kl. 14 í hátíðasal aðalbyggingar háskól- ans. Ray Smith mun bera saman við- horf Kanadamanna og Ástrala til stíðs í fyrirlestrinum „Canucks and Anzacs: Perceptions of War in Canada og Australia“ en Michael Harris mun íjalla um kanadísku bókmenntastofnunina í fyrirlestri sem nefnist „Canlit’s Loose Can- on“. Ray Smith og Michaeþ Harris eru hingað komnir í boði íslands- deildar Norræna félagsins um kanadísk fræði (The Nordic Association for Canadian Studies) til að kynna kanadískar bók- menntir og lesa úr eigin verkum. Báðir kenna þeir við enskudeild Dawson College í Montreal en eru fyrst og fremst þekktir sem valin- kunnir rithöfundar, segir í frétta- tilkynningu. Áðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Engey með flóamarkað LIONSKLÚBBURINN Engey heldur sinn árlega flóamarkað um helgina í Lionsheimilinu við Sóltún 20 (Sigtún 9), Reykjavík. Flóa- markaðurinn verður opinn laugar- daginn 1. og sunnudaginn 2. nóv- ember frá kl. 13-16 báða dagana. í tilkynningu segir að á boðstól- um verði að vanda fatnaður í miklu úrvali, bæði notaður og nýr, því margir ágætir verslunareigendur veiti góðan stuðning. Auk fatn- aðarins verði margvíslegur annar vamingur á boðstólum. Allur ágóði af flóamarkaðinum rennur til líknarmála en á undan- förnum árum hefur fé sem klúb- burinn hefur aflað m.a. verið varið til styrktar heyrnarlausum og heyrnarskertum börnum, Rauða- krosshúsinu, Gigtarfélaginu, Krýsuvíkursamtökunum og sam- býlum fatlaðra. Danskeppni D AN SÍÞRÓTT AS AMB AND ís- lands stendur fyrir íslandsmeist- arakeppni í 10 samkvæmisdönsum með fijálsri aðferð laugardaginn 1. nóvember í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Keppt verður í fjórum aldursflokkum, 12 til 13 ára, 14 til 15 ára, 16 til 18 ára og 16 ára og eldri. Samhliða verður keppt í dönsum með grunnaðferð í öllum aldurs- flokkum og nú í fyrsta sinn á veg- um Dansíþróttasambandsins keppa 7 hópar í línudönsum, segir í fréttatilkynningu. Dómarar eru Elo Pedersen og Bent Davidsen frá Danmörku, Greg De Wet frá Hol- landi og Eddie Noyce og David Osbom frá Englandi. Keppnin hefst kl. 15 og forsala aðgöngumiða er frá kl. 13.30. Basar og kaffi- sala í Sunnuhlíð HAUSTBASAR verður haldinn í Dagdvöl Sunnuhlíðar, Kópavogs- braut 1, laugardaginn 1. nóvem- ber. Seldir verða handunnir munir, margt fallegra jólagjafa, einnig heimabakaðar kökur og lukkupok- ar. Kaffisala verður í matsal þjón- ustukjarna með heimabökuðu með- læti. Allur ágóði rennur til styrktar starfsemi Dagdvalar þar sem aldn- ir Kópavogsbúar dvelja daglangt og njóta margháttaðrar þjónustu, segir í fréttatilkynningu. RAGNHEIÐUR Thorarensen, umboðsmaður Georg Jensen Damask á íslandi. Sýning á damaskdúkum RAGNHEIÐUR Thorarensen, um- boðsmaður Georg Jensen Damask, heldur sýningu á damaskdúkum o.fl. um helgina og næstu helgi, laugardag og sunnudag, frá kl. 13-18 í Safamýri 91. í fréttatilkynningu segir að Ge- org Jensen Damask sé rótgróið vefnaðarfyrirtæki sem hafi ofið damaskvefnað í um 130 ár og að fyrirtækið leggi áherslu á listræna framleiðslu með mikið notagildi. Vörurnar séu hannaðar af viður- kenndum textílhönnuðum. Þar segir einnig að árlega komi fram ný mynstur og litir sem m.a. hafi fært þeim ótal verðlaun og viðurkenning- ar. Jóladúkurinn hafí alls staðar vakið verðskuldaða athygli, svo og það nýjasta, ævinýradúkurinn með myndum úr ævintýrum H.C. And- ersens. Hrekkjavaka á Nelly’s HRYLLINGSKVÖLD verður haldið á veitingahúsinu Nelly’s Café föstu- daginn 31. október og hefst það kl. 21. Tímaritið Hár og fegurð og ís- lenski Módelvefurinn annast sýn- ingu fyrir tískuverslunina Dýrið, sportvöruverslunina Hreysti og skó- verslunina Bossanova. Ónefndur tæknidúett Hlyns Jakobssonar og Sigurðar Pálmasonar kemur fram í fyrsta sinn með frumsamið efni. Dragdrottningin Mio verður með dragsýningar. Dagskráin hefst kl. 23 og er enginn aðgangseyrir fyrir þá sem mæta fyrir kl. 24 og drykkir á hálf- virði til sama tíma, segir í fréttatil- kynningu. Basar í Lang- holtskirkju HINN árlegi basar og happdrætti Kvenfélags Langholtskirkju verður laugardaginn 1. nóvember og hefst kl. 14. „Það sem kvenfélagið setur á odd- inn núna er að fjármagna kaup á steindum gluggum í kirkjuna. Stefnt er að því að kirkjan fái nýtt orgel árið 1999 og þá er æskilegt að stafn- glugginn sem orgelið stendur við sé settur í um leið vegna hljómburðar," segir í fréttatilkynningu. Vinir Dóra á Sir Oliver HUÓMSVEITIN Vinir Dóra, sem skipuð er þeim Halldóri Bragasyni, Ásgeiri Óskarssyni og Jóni Ólafs- syni, spilar og syngur blús á Sir Oliver föstudagskvöldið 31. október. Þetta er í síðasta skipti í bili sem þér félagar leika á Sir Oliver. Stofnfundur ITC Grand Ladies STOFNFUNDUR ITC Grand Ladies verður haldinn í kvöld á Litlu-Brekku kl. 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.