Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 39 AÐSENDAR GREIIMAR Störf þroska- þjálfa og kjaramál I RUMLEGA 30 ára sögu þroskaþjálfastétt- arinnar standa þroska- þjálfar nú í fyrsta sinn að gerð kjarasamninga sem sjálfstæður samn- ingsaðili. Samningar þroskaþjálfa sem starfa hjá ríki og Reykjavíkurborg hafa verið lausir frá síðustu áramótum eins og hjá mörgum öðrum stétt- um. Fram hefur komið í umræðu um kjaramál þroskaþjálfa að undan- fömu að byrjunarlaun þroskaþjálfa í dag eru 74.770 krónur og eftir Hrönn Kristjánsdóttir Sigríður Daníelsdóttir 18 ára starf 88.111 krónur. Þroska- þjálfar sætta sig ekki lengur við þessi launakjör og hefst boðað verk- fall þeirra mánudaginn 3. nóvember nk. takist samningar ekki fyrir þann tíma. Þroskaþjálfar hafa menntað sig til starfa fyrir og með fólki sem býr við fötlun af einhverjum toga, eink- um þroskaheftu fólki. Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um þroskaþjálfa nr. 18/1978 og reglu- gerð um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa nr. 215/1987. Þar er kveðið á um að þroskaþjálfar starfi að þjálfun, upp- eldi og umönnun fatlaðra. Þroska- þjálfar stjórna þroskaþjálfun og bera ábyrgð á henni. Störf þroska- þjálfa eru margvísleg og þurfa að vera í stöðugri endurskoðun til að mæta þeirri þróun sem á sér stað í málefnum fatlaðra. í störfum sín- um hafa margir þroskaþjálfar mannaforráð, þeir skipuleggja og verkstýra þjónustu, m.a. á skamm- tímavistunum, á hæfingarstöðvum og á sambýlum. Eitt af hlutverkum þroskaþjálfa er því að uppfræða annað starfsfólk og leiðbeina því um starfshætti. í störfum þroskaþjálfa er ekki aðeins verið að þjónusta hinn fatl- aða frá degi til dags, heldur er einn- ig starfað í nánum tengslum við fjölskyldur þeirra og þeim veitt ráð- gjöf og stuðningur. í störfum þroskaþjálfa og þeirra sem starfa í þjónustu við fatlaða skapast oft á tíðum góð tengst, tengsl sem hald- ast jafnvel út allt lífið og eru mikil- væg og gefandi fyrir báða aðila. Þessi nánu samskipti gera kröfu um stöðugleika í starfsmannahaldi. Einn af þeim þáttum sem skapa stöðugleika í þjónustunni eru viðun- andi launakjör starfsmanna. Því miður er staðreyndin sú að starfs- fólk stoppar oft stutt við vegna þess að betri kjör bjóðast á öðrum starfsvettvangi. Margir fatlaðir búa við það hlut- skipti að þurfa á þjónustu fjölda aðila að halda allt sitt líf. Það er mikið álag á einstaklinginn að þurfa á aðstoð og/eða umönnun að halda með flesta þætti hins daglega lífs. Þeir sem ófatlaðir eru, gera sér oft ekki grein fyrir hvernig það er að búa við slíkt hlutskipti. Til að auð- velda fólki með fötlun að lifa lífi sínu með fullri reisn og virðingu, er mikilvægt að skilningur á stöðu þeirra sé fyrir hendi. Hlutskipti manna í lífinu er margvíslegt og enginn veit hvenær fötlun af ein- hverjum toga t.d. af völdum sjúk- dóma eða slysa getur átt sér stað og umbyltir þá lífi og áformum fólks. A þeim rúmum þremur áratugum sem stéttin hefur verið til hafa 540 þroskaþjálfar útskrifast. Tæpur helmingur þeirra starfar að faginu í dag. Stéttin hefur náð að þróast og aðlaga sig breyttum áherslum í þjónustu við fatlaða í gegnum tíð- ina. Metnaður hennar felst m.a. í að ná fram aukinni virðingu og bættum lífskjörum þess þjóðfélags- hóps sem hún þjónustar. Virðing fyri fötluðum jafngildir virðingu fyrir þeim sem velja sér starfsvett- vang í þjónustu þeirra. Við teljum að í kjarabaráttu sem og annarri baráttu fyrir réttindum fólks þurfí mannleg gildi að vera í fyrirrúmi. Þroskaþjálfar eru ákveðnir í að standa vörð um kjara- mál sín og telja að þeir eigi að njóta sömu launakjara og sambærilegar fagstéttir í þjóðfélaginu. Virðing fyrir fötluðum, segja Hrönn Kristjáns- dóttir og Sigríður Daníelsdóttir jafngilda virðingu fyrir þeim sem velja starfsvettvang í þjónustu þeirra. Það er von okkar að til verkfalls þurfi ekki að koma og að viðunandi lausn á kjaramálum þroskaþjálfa náist fyrir tilskilinn tíma. Því komi til verkfalls þroskaþjálfa er ljóst að það mun hafa í för með sér mikið umrót og óöryggi fyrir fatlaða og fjölskyldur þeirra. Við slíkar að- stæður verður röskun á daglegu lífi fatlaðra sem getur haft langvarandi áhrif á líf þeirra og þroska. Höfundar cru þroskaþjálfar. DEMANl AHUSIÐ Okkat snxC&L <Hálsmen j2okkm ^ AI celui veid Kringlunni sími 588 9944 Löggjöf óskast um ólympíska hnefaleika „AFLÉTTUM ekki banni við hnefaleikum.“ Þessu varpa sumir fram þessa dagana og í orðalaginu einu felst misskilningur. Það er ekki til umræðu að aflétta banni á hnefaleikum heldur banni á ólymp- ískum hnefaleik en á þessu tvennu er svipaður munur og á samförum með eða án smokks eða skylming- um með eða án hlífðarbrynju. Þess vegna eru hnefaleikar bannaðir i nokkrum löndum þótt ólympískir hnefaleikar séu hvarvetna leyfðir. í þeim eru notaðar höfuðhlífar og þykkari hanskar en í venjulegum hnefaleikum, lotur eru þrjár í stað tólf og keppnin byggist eingöngu á því að sigra á stigum, rétt eins og í skylmingum, karate og júdó. Tæknilegt rothögg er ekki til. Með þessu er íþróttin gerð hættuminni en ýmsar aðrar íþróttir, svo sem knattspyma, handbolti, hestaíþrótt- ir og íshokkí. ítarlegar læknisfræði- legar rannsóknir í Kanada, Banda- ríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Finnlandi staðfestu þetta. Þegar Alþingi setti hnefaleikabann 1956 voru ólympískir hnefaleikar í nú- tíma formi ekki til. Þess vegna skortir viðeigandi löggjöf nú og hennar er þörf. Sumir setja sama- semmerki milli ólympískra hnefa- leika og ofbeldis. Þeir segja að jafn- vel þótt minni meiðsl kunni að vera í ólympískum hnefaleiukum en öðr- um íþróttum eigi samt að banna þá vegna þess að þeir líkist atvinnu- hnefaleikum þar sem sóst sé eftir því að rota menn. Hér eru menn komnir út á hált svell. Með sömu röksemdum mætti tengja skotfimi bogfimi, karate og júdó við morð. I júdó læra menn hengingartak sem getur svipt viðfangsmanninn lífi. Svipuð dæmi má nefna úr kar- ate og öðrum sjálfsvarnaríþróttum. Ef ólympískir hnefaleikar freista manna til árása á aðra ættu hinar íþróttimar að gera það líka. En þannig er það sem betur fer ekki. Auðvitað em ævinlega til svartir sauðir sem engum sönsum taka. Menn héldu á sínum tima að hnefa- leikbann minnkaði ofbeldi en samt hefur það aukist á bannárunum. Ólympískir hnefaleikar og aðrar svonefndar bardagaíþróttir eru fyrst og fremst hugsaðar sem sjálfsvarnaríþróttir. Þeir menn, sem hæst tala um ólympíska hnefaleika sem götuslagsmál, vita ekki eða vilja ekki vita að sigur byggist ekki á að meiða andstæðinginn heldur vinna hann á stigum, og að grund- völlurinn er vörnin, að geta varist viðfangsmanni með þjálfuðum fóta- burði, borið af sér atlögur og vikið sér undan þeim. Dæmi eru um það Gull- og silfurskórnir komnir í st. 28-36 Verð kr. 2.290 Smáskór bláu húsi við Faxafen Simi 568 3919 á stórmótum að ekkert stig sé skorað í heilum lotum, svo mikil áhersla er lögð á vöm- ina. Þetta er sameig- inlegt sjálfsvamar- íþróttum og til þess þarf mikla líkamlega og andlega þjálfun og ögun. Auðvitað er ekki hægt að æfa vöm án þess að sókn sé líka með í spilinu, en þama gefst mönnum tæki- færi á að reyna með sér á jafnréttisgrund- velli eftir reglum og aga og með búnaði sem heldur niðri hættu á meiðslum. Sá sem misnotar kunn- áttu sína utan hringsins er rekinn úr íþróttasamtökunum með skömm. Ókunnugum sýnist grísk-rómversk glíma vera óheft götuslagsmál en raunin er önnur. Spyrjið Steingrím Hermannsson, sem var kallaður „Big Red“ þegar hann iðkaði fang- brögð á námsámm ytra. Við undirritaður liggjum undir Er verið að brjóta jafnræðisreglu íslenskr- ar stjórnskipunar með því að banna ólympíska hnefaleika? spyija Bubbi Morthens og Omar Ragnarsson og óska eftir nýrri löggjöf um þá. ámæli frá ýmsum fyrir að tengjast hnefaleikum. Sá yngri okkar hefur stundað ýmsar íþróttir en ekki fund- ið betri þjálfun fyrir andlegt og lík- amlegt þrek sitt en í iðkun ólympískra hnefaleika. Hjólreiðar hafa reynst honum hættulegri og kostuðu hann næstum lífíð. Sá eldri hefur unnið það sér til sakar að hafa kynnt sér hnefaleika, sem hann hefur þó aldrei stundað sjálfur að öðm leyti en því að innifalið í sprettþolsæfingum hans er þriggja mínútna „shadow-boxing", þar sem iðkandinn líkir eftir bardaga við ímyndaðan andstæðing. Þeir sem tönnlast á því að „hvers kyns hnefa- leikar" séu bannaðir með lögum á íslandi geta þá væntanlega sent lögguna á „skuggaboxarann“ eitt- hvert síðkvöldið við Útvarpshúsið. Bubbi Ómar Morthens Ragnarsson Skuggaboxarinn hefur einnig dund- að sér við að stúdera hernaðarsög- una og heimsstyijaldirnar án þess að telja sig með því hlynntan við- bjóði styq'alda fremur en að þeir sem hafa gaman af að lesa reyfara séu stimplaðir sem menn með skuggalegt hugarfar. Mál er komið til að fjalla um ólympíska hnefaleika á hlutlægan hátt og huga að stað- reyndum frekar en rangfærslum, sleggjudómum og upphrópunum. Allar íþróttir fela i sér hættu á meiðslum en ávinningurinn af því að stæla líkamlegt og andlegt at- gervi vegur þyngra. Sjálfsagt er að reyna að minnka íþróttameiðsl en þá er lágmarkskrafa að eitt sé látið ganga yfir allar íþróttagreinar. Það er misskilningur að meiðsli í íþrótt- um fari eftir því hverju er verið að líkja eftir. Dæmi: Þrátt fyrir áratugs keppni 1 „skuggaboxarans“ í rallakstri hefur hann eingöngu hlotið íþróttameiðsli í knattspymu og við söng lagsins „Sveitaball". Fyrir tuttugu árum héldu margir að bílaíþróttir myndu hvetja til kappakstur í umferðinni. Það gekk ekki eftir heldur er minni kappakstur nú á götum borgarinnar en var fyrir þijátíu árum þótt bílum hafi fjölgað sexfalt. Þeir sem hafa gaman af að reyna með sér á vélfák- um fá nú tækifæri til þess á heil- brigðan hátt undir aga, reglum og með öryggisbúnaði. Hliðstætt er gert í ólympískum hnefaleikum. Meðan ekki hafa verið færðar sönn- ur á að þeir valdi meiri mejðslum en vinsælustu íþróttagreinar íslend- inga, knattspyrna, handbolti og hestaíþróttir, má spyija hvort jafn- ræðisregla íslenskrar stjórnskipun- ar sé ekki brotin með því að banna þá. Ný löggjöf óskast, löggjöf um ólympíska hnefaleika. Höfundar eru áhugamenn um ólympíska hnefaleika. r ^JopptHboð Herraskór - ítalskir Verð áðurJJPÆ,- Verð nú: 1.995,- Tegund: 316 Litur: Svartir Stærðir: 40-46 Póstsendum samdæaurs Langur laugardagur Opið 10-16 Ioppskórinn Veltusundi v/ Ingólfstorg, sími 552 1212 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.