Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRIMANN KRISTINN SIGMUNDSSON + Frímann Krist- inn Sigmunds- son fæddist 7. júlí 1947. Hann lést 9. október siðastlið- inn og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju 16. október. Kiddi minn. Með nokkrum orðum lang- "~í ar mig að kveðja þig, elsku frændi. Efst í huga mínum eru þær ótal jarðarfarir og kveðjuorð sem ég hef sest niður og skrifað á svo stuttum tíma. Ég hef verið spurð að því hvort ég stundi þetta, „nei“ ekki er það svo en sá stóri tollur sem hefur verið tekinn af okkar ætt og úr mínum vinahópi á stuttum tíma er orðinn ansi stór. Ég gladdist með þér í júlí þeg- ar þú hélst upp á 50 ára afmælið þitt. Þessi kvöldstund mun ávallt verða mér ógleymanleg, ég vissi hversu veikur þú varst orðinn þá <fc-.en það voru ekki þau mál sem við ræddum um, þú baðst mig um að sitja við hliðina á þér þetta kvöld og við gátum glaðst saman og rætt um lífið og tilveru þess. Eitt sem mér er sérlega minnis- stætt var umfjöllunin um líf og dauða. Við spurðum hvort annað hvort dauðinn væri kominn til að færa okkur nær hvort öðru. Spurningum okkar við því verður ekki svarað hér. Simbi pabbi þinn og móður- •"Wbróðir minn dó fyrir mánuði. Þú varst farinn að kenna þér meins um það leyti sem Vala frænka okkar og jafnaldra dó, 4 mánuðum síðar dó Kalli í hræðilegu vinnuslysi, síðan fyrir mánuði pabbi þinn og nú þú. Þú og þið öll hafið lagt upp í ferðalagið sem við öll munum fara. Farinn þangað sem ég trúi að við förum öll. Mig langar að kveðja þig með þeim sömu orðum og ég kvaddi frænku okkar fyrr á þessu ári. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Óþekktur höf- undur.) A þínu nýja tilverustigi mun ljós þitt skína skærar en nokkurn tímann fyrr, þú varst einstök manngerð. Ég færi kveðjur og samúðar- kveðjur til allra sem syrgja brott- för þína, frá mínum foreldrum, sonum, systkinum og þeirra fjöl- skyldum. Einhversstaðar stendur „guð leiði þig að vötnum þar sem þú mátt næðis njóta“. Þú varst mikið náttúrubarn í þér. Megi kærleiki guðs umvefja þig í ljósi sínu. Elsku frændi minn, hvíl þú í friði. Guðrún Pétursdóttir. + Einar Oddberg Sigurðsson fæddist 3. október 1916 í Hafnarfirði. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 23. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurlín Ein- arsdóttir, f. 3. febr- úar 1885, lést 1974, og Sigurður Guð- mundsson, f. 12. nóvember 1886,lést 1951. Einar var næstyngstur fimm systkina, og þau eru: Óskar, f. 27. júlí 1907, Guðmann Aðalsteinn, lést ungur, Maguea, f. 4. febrúar 1909, lést 1997, og Margrét, f. 27. ágúst 1924. Einar kvæntist Sigríði Mey- vantsdóttur og átti með henni tvö börn. Þau eru: 1) Magnús Þór, kvæntur Maríu Theresu Einarsson, og 2) Sigurlin, sem býr í Bandaríkjunum. Einar og Sigríður skildu. Seinni kona Einars var Unnur D.K. Rafns- dóttir, f. 16. september 1914, Pabbi minn. Þú stóðst við loforð þitt, þú lofaðir því þegar mamma dó í desember 1993, að þú myndir ekki fara frá okkur fyrr en eftir 2 ár, en sem betur fer varð tíminn aðeins lengri og ég er mjög glöð yfir því að þú fékkst að sofna svona vært eins og þú gerðir. Þú varst sjómaður alla þína tíð og því lítið um heima- veru, aðeins 2-3 daga í mánuði, en þeir dagar voru oft mjög skemmti- legir, en líka mjög erfiðir. Margar skondnar minningar á ég um þig sem barn og unglingur, minn- ingar sem mig langar að rifja upp, d. 27. desember 1993 og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Sigurrós, gift Jóni Sigbjömssyni, 2) Fríða, gift Má EIí- syni, 3) Unnur, gift Gunnari Haralds- syni, og 4) Rafn, í sambúð með Elínu Eiríksdóttur. Enn- fremur ól Einar upp þijár dætur Unnar frá fyrra hjóna- bandi. Þær eru: 1) Málhildur, gift Art- húri Eyjólfssyni, 2) Sigurbjörg, ekkja, og 3) Asta, gift Hafsteini M. Sig- urðssyni. Barnaböm em 43 tals- ins og bamabamabörnin 52. Einar var sjómaður alla sína tíð og var lestarstjóri á gömlu nýsköpunartogumnum. Hann hætti til sjós í kringum 1987 og snéri sér að hestamennsku sem hann stundaði af miklum áhuga í nokkur ár. Utför Einars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. en annað læt ég vera. Þú varst stríð- inn með afbrigðum og beittir stríðn- inni mikið á okkur systkinin. T.d. þegar þú drakkst svarta kaff ið þitt og jóst sykrinum útí, hrærðir vel og ef eitthvert okkar systkinanna var nálægt, þá settir þú oft skeiðina snöggt upp að handarbakinu á okkur og spurðir hvort kaffið væri nógu heitt. Alltaf brá okkur jafn mikið, þó við vissum að þú myndir gera þetta og biðum oft eftir því tii að gá hvað við værum snögg frá með hendina. Svo var oft keppni um hver gæti hoppað lengst, þá stóðst þú fyr- ir framan eldhúsborðið og við stóðum upp á því og hoppuðum í fangið á þér og þú færðir þig um eitt hænu- skref afturábak. Svona hélt það áfram þangað til eitthvert okkar þorði ekki iengra. Þú spilaðir mikið við okkur á spil, en oftast vannst þú spilið því þú svindlaðir svo mikið, en sýndir okkur svo eftir á hvernig þú gerðir það. Þá reyndum við að passa upp á þig næst, en það gekk sjaldan því þú varst svo klár í svindlinu. Oft bjóst þú til ýmsar sögur, því þú hafðir gaman af að krydda tilver- una ýmsum litum. Mér er minn- isstætt er ég fór með þér í siglingu á togaranum Karlsefni árið 1979 og um borð var ég spurð um merina Mjallhvíti, hvar hún væri þegar þú værir út á sjó. Ég vissi vel að þú áttir engan hest, og sagði það þeim sem spurði, en þú varst fljótur til og sagðir að ég vissi ekkert um það. Þetta var svolítið vandræða- legt, því ég þekkti ekki mikið skips- félaga þína, en þetta olli miklu gríni og glensi um borð og eins og þeir sögðu þetta lýsa þér alveg. Svo frétti ég seinna að í næsta túr á eftir hefðir þú selt merina. Þú varst yfir- leitt snöggur að koma þér úr svona saklausum vandræðum, en ég heyrði það að strákarnir um borð vissu sjaldnast hvort þú værir að segja satt eða ekki, en höfðu mikið gaman af og báru mikla virðingu fyrir þér. Seinna meir, þegar þú fórst að lokum í land, þá fórstu í hestamennskuna og var það sá tími er þú blómstrað- ir og veitti þér mikla lífsfyllingu. í minningunni staldra ég sérstak- lega við árið 1960, þegar ég var 9 ára og togarinn Úranus, sem þú varst á, var talinn af. Þetta voru erfiðir dagar fyrir mömmu, það sáum við systkinin á henni, en hún hélt því leyndu fyrir okkur eins lengi og hún gat. í þrjá heila daga var togarinn talinn af, en kom svo i leit- irnar. Okkur fannst á þessum tíma að við hefðum beðið í heilan mánuð. í fyrravor komst þú til mín á Benidorm, þar sem ég var með rekst- ur á íslendingabarnum Saga Bar, MIMNIMGAR EINAR ODDBERG SIGURÐSSON BENEDIKT SIG VALDASON + Benedikt Sig- valdason var fæddur að Ausu í Andakíl 18. apríl 1925. Hann lést á heimili sínu 10. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 23. október. Engum vafa er það undirorpið, að stofnun héraðsskólanna á sínum tíma og starfræksla þeirra í áratugi var eitt stærsta framfaraspor í skóla- og menningarmálum þjóðarinnar á þessari öld. Með tilkomu þeirra opn- aðist leið til framhaldsnáms fyrir þúsundir ungmenna úr öllum lands- hlutum, einkum þó úr dreifbýli. Haustið 1944 hóf fjölmennur hóp- ->ir ungmenna nám í yngri deild Héraðsskólans á Laugarvatni. Minnisstæðust er mér eftirvænting- in, sem skein úr hvers manns and- liti. Einn í hópnum var hógvær sveitadrengur frá Ausu í Borgar- firði, Benedikt Sigvaldason. Ekki kynntist ég honum strax, en það átti eft- ir að breytast. Hann var einstaklega prúð- ur í allri framkomu, tranaði sér ekki fram og lét lítið yfir sér. Seinna kom í ljós, að hér var á ferðinni yf- irburðanámsmaður jafnvígur bæði á bók- legt og verklegt nám, enda dúxaði hann eftirminnilega um vorið með hárri ágæt- iseinkunn. Ég veitti fljótt athygli frábærri kunnáttu hans í erlendum málum, ensku og dönsku, og spurði hann eitt sinn, hvort hann hefði verið í skóla að skyldunámi loknu. Hann kvað svo ekki vera, hins vegar hefði hann fylgst með kennslunni í út- varpinu sér til mikils gagns. Þetta lýsir manninum vel, nýta tímann til að efla þekkingu sína og þroska eftir föngum. Það var ekki mulið undir Benedikt frekar en marga aðra unglinga kreppuáranna. Hann stundaði vinnu á vetrum í Reykjavík til að afla fjár til framhaldsnáms, t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR, Jaðri, Höfnum, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 29. október, Jón H. Borgarsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. en vann á búi foreldra sinna á sumrum. Stefnan var mörkuð og nú var þessi hægláti piltur að hefja sinn glæsilega námsferil í yngri deild Laugarvatnsskólans. Tíminn flaug áfram við nám og félagsstörf og fyrr en varði var veturinn liðinn. Nú var mikið að gerast í málefnum skólans. Á fundi sínum hinn 1. febr. 1945 samþykkti skólanefndin að koma á þriðja bekknum í þeim til- gangi, að þar væri lokið gagnfræða- prófi og einnig með það fyrir aug- um, að þeir nemendur, sem ætluðu sér í menntaskólanám, gætu komist beint í svokallaða lærdómsdeild þeirra. Tímamót blöstu nú við í sögu skólans. Við vorum fimm nemendur yngri deildar að Benedikt meðtöldum, sem nám hófum í fyrstu gagn- fræðadeildinni haustið 1945. Alls var í deildinni 21 nemandi og þar af gengust 3 nemendur undir fyrsta landsprófið vorið 1946, en til þess þurftu þeir að fara til Reykjavíkur og allir stóðu þeir sig með ágætum. Benedikt bætti um betur, því að um sumarið las hann 3. bekk utan skóla og settist í 4. bekk MR um haustið og lauk stúdentsprófi frá skólanum eftir þtjú ár með I. ágæt- iseinkunn. Þannig fengu frábærir námshæfileikar hans að njóta sín, er hann lýkur 7 ára námi á 5 árum. Benedikt með sinn námsferil er á vissan hátt brautryðjandi þess, sem síðar þróaðist í skóla okkar, segir Bjarni Bjarnason, fv. skólastjóri, í bókinni Laugarvatnsskóli þrítugur, svo aftur sé vitnað í hana. Þannig gerast ævintýrin. Bónda- sonurinn frá Ausu í Borgarfirði verður tímamótamaður á einu stærsta menntasetri landsins og launar þannig fóstrið forðum tíð. Starfsferil vinar míns rek ég ekki nánar. Benedikt var meðalmaður á hæð, dökkhærður, nokkuð skarpleit- ur og samsvaraði sér vel. Vinfastur var hann, traustur og heiðarlegur í samskiptum, mátti í rauninni ekki vamm sitt vita. Félagi var hann góður, glettinn og gamansamur, þegar það átti við. Það var samstillt- ur, ákveðinn og áhugasamur hópur, sem hóf nám í fyrstu gagnfræða- deild Laugarvatnsskólans haustið 1945 og átti því láni að fagna að hafa mjög góða kennara. Á það minntist Benedikt oft. Við bekkjar- systkinin höfum nokkrum sinnum hist á þeim rúmlega 50 árum, sem liðin eru frá dvöl okkar í skólanum, og hafa það verið fagnaðarfundir. Við söknum nú vinar í stað, þökkum samfylgdina og biðjumh onum blessunar á ókunnum stigum nýrrar veraldar. Kæra Adda. Eg vona og veit, að minningin um góðan dreng mun sefa sárasta söknuðinn. Guð gefi þér styrk til þess, að svo megi verða. Ég sendi þér og aðstandend- um öllum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Magnússon. Leiðir okkar Benedikts lágu fyrst saman sumarið 1970. Eftir að hafa kennt áratug fyrir norðan ákvað ég að freista gæfunnar sunnan heiða. Margt stóð til boða eins og jafnan en eftir að hafa rætt við Benedikt var valið auðvelt. Benedikt var af annarri kynslóð héraðsskólastjóra, hann var meðal þeirra sem tóku mið af skósveinum Jónasar frá Hriflu. Er það ekki makalaust að í rúmlega sextíu ára sögu Héraðsskólans á Laugarvatni hafa tveir menn farið með stjórn nánast allan tímann og skipt honum sem næst að jöfnu? Kennarastofan í Héraðsskólan- umn er ekki stór, líklega 10-12 fermetrar. Þar sátum við flestar frímínútur og löngum þess utan um tveggja áratuga skeið. Alkunna er að Islendingar eru ríkir, svo ríkir að þeim fannst við hæfi að leggja fyrir róða þá átta skóla sem voru hvað gæfulegastir á öldinni, héraðs- skólana. Við stóðum meðan stætt var. Lengst hélt fjórmenningaklíkan út, Benedikt, Adda, Óskar og Hreinn. Nú skyldu menn ætla að við yrðum hundleið hvert á öðru. En það var öðru nær. í hverjum frímínútum komum við saman og þótt við kynnum hvert annað meira og minna utan að og vissum hug hvert annars voru hverjar frímínút- ur tilhlökkunarefni. Þarna var bull- að og blaðrað með ólíkindum. Mál- haltara og þágufallssjúkara fólki hef ég ekki kynnst. Því að þessi dverg- vaxna kennarastofa minnti helst á lúkar í litlum fiskibáti og kennaral- iðið áhöfn á slíku fleyi. Þarna var Benedikt í essinu sínu. Með öðrum orðum Benedikt var með allra skemmtilegustu mönnum sem ég hef kynnst. Stundum gleymdum við okkur, gestur kom í heimsókn og við héidum áfram fíflaganginum. Einhver sá svip á gesti og við urðum virðulegir kennarar á ný. Starf skólastjóra við heimavistar- skóla er bæði erfitt og vanþakklát. Unglingar koma til náms úr breyti- legu umhverfi og þeir og foreldrar þeirra gera oft kröfur sem á einskis manns færi er að uppfylla. Ekki verður hjá því komist að stundum kastist í kekki þegar lífsmunstur nemenda og skólareglur eiga ekki sama farveg. Eflaust finnast þeir sem fannst Benedikt óbilgjarn og kröfuharður en ég hygg að meðal nemenda hans séu hinir miklu fleiri sem mátu hann að verðleikum, ef ekki meðan þeir voru í skólanum þá síðar. Hitt vissum við sem unnum lengst með honum að langmestar kröfur gerði hann jafnan til sjálfs sín. En nú er þessu lokið. Hinn fyrsti fjórmenninganna er fallinn en eftir sitjum við þijú, Adda, Óskar og Hreinn. Ég votta ættingjum Benedikts samúð mína. Miklu erfiðara er að segja að lokum: „Elsku Adda. Lifum áfram og njótum minninganna." Hreinn og Guðrún. Ég hef þekkt Benedikt Sigvalda- son frá því ég var 15 ára gamall. Þá var hann nemandi við nýstofnaða gagnfræðadeild Héraðsskólans á Laugarvatni og ég einn af rétt rúm- lega eitt hundrað nemendum yngri deildar skólans. Leiðir okkar Bene- dikts hafa af og til legið saman og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.