Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 21 Látinn laus eft- ir „kraftaverk“ Róm. Reuters. ÍTALSKUR dómari felldi á þriðju- dag niður ákæru um fjársvik á hendur 29 ára gömlum manni eftir að hann fullyrti að hann hefði feng- ið sjón fyrir kraftaverk. Maðurinn var talinn blindur en var ákærður er í ljós kom að hann var með öku- skírteini. Maðurinn vann hjá símafyrirtæki en starfið fékk hann fyrir tilstilli hins opinbera sökum fötlunar sinn- ar. Lögreglan á Italíu hefur unnið að rannsókn umfangsmikils svindls í ítalska bótakerfinu og komst þá upp að maðurinn var með ökuskír- teini. Er hann var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstoð við fatl- aða, kvaðst hann hafa farið til Lourdes í Frakklandi 13. desember sl. á degi heilagrar Lucu, verndar- dýrlings blindra. Þar hefði hann fengið sjónina fyrir kraftaverk. Svört •• Osku- buska New York. The Daily Telegraph. NÝ sjónvarpskvikmynd eftir ævin- týrinu um Óskubusku hefur vakið deilur meðal þeirra sem láta sig kynþáttamálefni í Bandaríkjunum varða. í kvikmyndinni er Ösku- buska svört og prinsinn hennar er Filippseyingur. Það er Disney-fyrirtækið sem framleiðir myndina og er hún sögð vera „fjölmenningarleg endursögn á klassísku ævintýri“, og markmið- ið með henni sé að sýna og sanna að börn af ölium kynþáttum „geti séð drauma sína rætast“. En þótt þarna eigi að feta stigu pólitískrar rétthugsunar verður ekki á allt kosið. Nú hefur sú spurn- ing vaknað hvers vegna svört Osku- buska skyldi finna hamingjuna í félagi við filipínskan draumaprins. Myndin er endurgerð söngvamynd- ar Rodgers og Hammersteins frá 1957 þar sem Julie Andrews lék aðalhlutverkið, og verður sýnd í Bandaríkjunum á sunnudag. Aðalhlutverkin eru í höndum þekktra, svartra kvenna. Whitney Houston leikur álfadísina sem breytir Öskubusku, Whoopi Gold- berg leikur drottninguna og Brandy, 18 ára poppsöngkona, leik- ur Öskubusku. Kóngurinn og vonda stjúpan, sem Bernadette Peters leikur, eru hvít. Houston er einn af aðalframleiðendum myndarinnar og sagði: „Mig langar til að börn af öllum kynþáttum geti horft og notið og vitað að þeirra draumar geta líka ræst.“ En sumir hafa áhyggjur af því, að þegar Öskubuska finnur draumaprinsinn í líki filipínska leik- arans Paolo Montalban ýti það und- ir þá stöðnuðu hugmynd að svartar konur leiti sér maka af öðrum kyn- þætti. Um það bii 54 þúsund svart- ar konur í Bandaríkjunum giftast hvítum mönnum ár hvert, og hefur fjöldi hjónabanda milli kynþátta tvöfaldast síðan 1980. Rithöfundurinn Denene Millner, sem er svört, segir: „Mér er virki- lega í nöp við þau óbeinu skilaboð sem eru send með því að hafa draumaprinsinn ekki svartan. Þegar stjúpsonur minn, sem er fimm ára, sér þessa mynd vil ég að hann sjái að hann geti orðið draumaprins ein- hvers.“ Ekki hefur borið á andmælum við því að skipað hafi verið í hlut- verk Öskubusku sjálfrar úr hópi leikara af mörgum kynþáttum. Bent hefur verið á að slíkt sé frem- ur í takt við viðhorf sem verði sí- fellt útbreiddari. Rithöfundurinn Emma Donoghue endursagði sög- una í bók sinni, Nornin kysst, með þeim hætti að Öskubuska „refsaði sjálfri sér fyrir dauða móður sinn- ar“ með því að taka hlutverki elda- buskunnar, hafnaði prinsinum vegna þess að það sem hann lagði til var „hvítt og rnjúkt", og stakk svo af með dísinni góðu. Verð A 3 Mínútna SÍMTALI Á DAGTAXTA FRÁ OG MEÐ 1. NÓVBMBES 1997 70 kx 60 ki 50 kr 30 kr 20 kr 10 kr I ■ m m IS íi n n n Ísland Danmösk Finnland Þýskaland Noreous Svímóð Bretland Verðá 3 MÍNÚTNA INNANLANDS- SÍMTALI f ’ ■ "•' S Danmösk N Finnland f \ Þýskaiand r \ Noreguh f ' \ SVÍÞJÓÐ ( \ Brhtland Staðartaxti 9,30 11,56 9,65 9,73 11,68 9,49 13,64 Hæsti LANGL.TAXTI 9,30 23.70 24,67 73,01 22,35 22,29 30,36 MIDAD VID GENOI 6. OKTÓBXX 1997 PÓSTUR OG SÍMI HF símtölum hjá Pósti og síma tekur gildi i. nóvember 1997. Samanburður á verði innanlands- símtala í nokkrum Evrópulöndum leiðir í ljós þá ánægjulegu staðreynd að innanlandssímtöl eru einna ódýrust á íslandi. / s c/ /n b d n d 1 v 1 c) /j / í>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.