Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 43
M0RQUNBLAÐÍ&' MINNIIMGAR FÖSXUDAGUR 31. OK.TÓBER JS97. - 43. legastar. Framlag Heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins var ómet- anlegt en það gerði Halldóri kleift að fá þá ósk uppfyllta að dvelja heima. Það er mjög gefandi að kynnast manni eins og Halldóri og því er missirinn mikill. Við vottum ykkur, elsku íva, Bjössi, Edda, Viðar, Gyða, Dóra og öllum öðrum sem syrgja Halldór okkar dýpstu samúð. Kristinn og Guðjón Reynir. í dag er til moldar borinn Hall- dór Kristinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Gúmmívinnustofunnar hf. í Reykjavík. Ég kynntist Halldóri fyrst um 1970 en samgangur var þó tak- markaður fyrstu árin þar sem við bjuggum hvor á sínu landshorni. Það var svo árið 1975 er eigendur Barðans hf. og Gúmmívinnustof- unnar hf. urðu ásáttir um að skipta með sér eignum sínum að kynni okkar styrktust. Þá talaðist svo til á milli okkar Halldórs að ég kæmi til starfa hjá honum, við skrifstofu og innheimtustörf, í Barðanum hf. sem hann var þá framkvæmda- stjóri fyrir, eftir að ég hefði lokið störfum hjá því fyrirtæki sem ég þá vann hjá. Eg hóf störf hjá Hall- dóri á sumardaginn fyrsta árið 1976 en þá hafði sú breyting orðið á að skipti fyrirtækjanna höfðu farið á þann veg að í Halldórs hlut kom Gúmmívinnustofan hf. Hall- dór gekk ótrauður fram við undir- búning og rekstur eins og hann átti vanda til þó að við nýjar og breyttar aðstæður væri að fást. Naut hann þar góðrar aðstoðar Viðars sonar síns sem og annarra starfsmanna er fylgdu honum við skiptin og sumir hveijir starfa enn við fyrirtækið. Starfsemin óx hraðfara, mikil vinna var lögð í uppbyggingu sóln- ingarverksmiðju, en þess má geta að ekki var trú manna á sóluðum hjólbörðum mikil í fyrstu. Ég tel ekki vafa á að Halldór og hans menn eiga sinn stóra þátt í að þessi iðnaður hefur vaxið og styrkst hér á landi og að sólaðir hjólbarðar eru í dag raunhæfur og góður valkostur við hlið nýrra. Vöxtur fyrirtækisins kallaði á auk- ið húsnæði og því kom að hús- næðið í Skipholtinu var orðið of lítið og því var ráðist var í bygg- ingu stórhýsis að Réttarhálsi 2 þar sem aðalaðsetur fyrirtækisins er í dag. Þar var gengið fram af sömu atorku og áður og allt gert til að gera fyrirtækið sem best úr garði og hefur þar verið tekin upp nokk- uð fjölbreyttari þjónusta við bif- reiðaeigendur en áður var. Viðar hefur starfað við hlið föður síns hjá fyrirtækinu um fjölda ára og er nú fyrir nokkuð löngu tekinn við framkvæmdastjórn fyrirtækis- ins. Undir hans stjórn hefur fyrir- tækið blómgast og dafnað og þó að áherslur þeirra feðga hafi ekki alltaf verið þær sömu leystu þeir sín mál jafnan á farsælan hátt. Fyrir allnokki-um árum kom svo Edda dóttir Halldórs til starfa hjá fyrirtækinu sem fjármálastjóri og hefur staðið við hlið bróður síns að rekstrinum. Björn sonur Halldórs hefur einnig starfað þar þegar hann hefur ekki verið við sína aðalatvinnu sjómennskuna. Þannig hefur fjöl- skyldan lagt sitt að mörkum og gefist vel. Ég tel mig geta fullyrt að Halldór var góður húsbóndi. Hann var hreinskiptinn og krafðist ekki minna af sjálfum sér en öðrum og var í mun að það sem umsamið var væri haldið. Halldór var ekki margmáll dags daglega en var góð- ur viðræðu og fróður um ýmis mál og gat verið skemmtilegur sögu- maður ef hann vildi svo við hafa. Hann var heimakær og ekki mikið fyrir óþarfa ferðalög en naut þess að geta sest niður, oft með góða bók en af þeim átti hann nokkuð og þótti vænt um. Heima fyrir naut hann líka góðs atlætis sinnar góðu konu ívu Björnsdóttur sem var hon- um ávallt tryggur félagi og föru- nautur. Hann hafði gaman af veiði- skap og var góður veiðimaður enda gengið fram af áhuga og atorku þar sem annars staðar. Eitt var það áhugamál Halldórs sem tók meiri tíma en annað í tóm- stundum hans en það var hesta- mennskan. Hann naut sín vel_ á þeim vettvangi og átti ásamt ívu margar góðar stundir með hestum og hestamönnum. Stunduðu þau hjónin hestamennskuna saman til íjölda ára allt þar til að íva varð fyrir slysi fyrir fáum árum sem kom í veg fyrir að hún gæti stundað þetta áhugamál sitt. Halldór bar einatt mikla um- hyggju fyrir heimili sínu og velferð barna sinna og fjölskyldna þeirra enda bera börnin vott þar um. Hann þekkti vel til erfiðleika og fátæktar fyrr á öldinni og nefndi stundum baslið sem fylgdu kreppunni miklu og árunum þar á eftir. Hann vildi því umfram allt tryggja hag fjöl- skyldu sinnar og afkomenda. Hall- dór minn þegar þú nú leggur í þína hinstu för vil ég óska þér alls hins besta á ókunnum stigum. Ég er þess fullviss að leið þín verður greið og heimkoman góð þó þér hafí ef til vill ekki gefist mikill tími til að undirbúa ferðina. Kæra íva, innilegar samúðar- kveðjur sendi ég þér og þínum öll- um. Ég þakka kærlega fyrir góða samfylgd. Trausti Friðbertsson. Mig setti hljóðan þegar dóttir mín og sonur mín hringdu til mín og sögðu mér að afi þeirra, Halldór Björnsson, væri látinn. Reyndar átti ég von á þessu, en ekki svona fljótt. Ég settist niður og hugleiddi hversu lengi ég hafði þekkt Halldór og komst að raun um að það voru 42 árin sem við höfðum þekkst. Kynni hófust þegar ég vann hjá Eimskip við að hlaða vörubíla, sem fluttu vörur til Keflavíkurflugvallar fyrir varnarliðið. En Halldór átti einn af þeim stærri. Oft sinnaðist okkur um hleðsluna á bílnum, en ávallt hafði Halldór rétt fyrir sér. Móðursystir mín átti heima á Hrísa- teignum eins og Halldór. Hitti ég Eddu, dóttur Halldórs, þegar hún var í heimsókn, sem síðar varð kon- an mín. Ég man hversu íva og Edda urðu hissa þegar Edda kynnti mig fyrir verðandi tengdaföður og við heilsuðumst kunnuglega. Því þær vissu ekki okkar fyrri kynni. Ég bjó fyrstu árin heima hjá Hall- dóri og Ivu, en flutti síðan á jarð- hæðina á Rauðalæknum. Það má segja að Halldór og íva hafi alið börnin okkar Eddu upp, því þau voru alltaf uppi hjá ömmu og afa, en þau elskuðu hann mjög heitt. Ég kveð þig Halldór með þakklæti fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman, og leiðir okkar munu seinna Jiggja saman í austrinu. Ég sendi ívu, börnum, barnabömum og barnabarnabörnum mína dýpstu samúð, við fráfall Halldórs. Guð, vertu með þeim í sorg þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðni Langer. Til afa. 1 djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf innst, sem opnast af skyndingu þegar mig varir minnst, og hugskotsins auga með undrun og fögnuði sér eitt andartak birtast þar myndir síðan forðum af þér. (Jón Helgason) Ég kveð þig með þessum ljóðlín- um, elsku afi minn. Minningin um þig lifir. Edda Guðrún. Elsku Halldór afi hefur kvatt þennan heim eftir langa og gæfu- ríka ævi. Það er margs að minnast um hann afa sem við höfum alltaf borið mikla virðingu fyrir. Kannski var það hatturinn sem hann var alltaf með eða bara hvernig hann bar sig og var. Afi bjó við góða heilsu allt þar til hann veiktist í haust. Hann gat gert næstum hvað sem hann vildi. Við systkinin höfum alltaf verið stolt af því hversu dug- legur afi var að fara á hestbak og hvað vel hann hugsaði um hestana sína. Yngvi, maðurinn hennar ívu, kom stundum með fullan poka af brauði til hans handa hestunum, og var það eins og að gefa honum gull og sagði hann alltaf að hestun- um liði svo vel að fá brauðbita. Hann var náttúruunnandi og vissi líka að í náttúrunni leynast öfl sem hann notaði bæði fyrir sig og hest- ana sína. Við minnumst allra heim- sóknanna til ömmu og afa í hesthús- ið þeirra í Víðidal þegar við vorum yngri. Anna og íva fengu seinna meir að hafa hestana sína í hesthús- inu hjá þeim og minnast þær stund- anna með þeim í hesthúsinu og allra útreiðartúranna. Ofarlega í huga okkar eru heim- sóknir afa og ömmu í sveitina, þeg- ar við bjuggum á Snjallsteinshöfða. Það var alltaf gaman að fá þau og tóku þau gjarnan bæði virkan þátt í búskapnum. Skoðanir afa á uppeldi barna komu skemmtilega fram þegar Halldór var lítill, því hann átti það gjarnan til að skilja kartöflurnar sínar eftir á diskinum sínum. Afi tók það ekki í mál enda hefur það aldrei verið góður siður að leifa matnum. Halldór minnist þess einu sinni að hafa þurft að dúsa inni í stofunni vegna þessa, meðan aðrir kláruðu matinn sinn. Hann Halldór man líka vel eftir öllum veiðiferðun- um sem hann fór í með afa og pabba, og í einni af þessum ferðum fékk hann sinn maríulax. Við höfum öll nema Kolla starfað um einhvern tíma á Gúmmívinnu- stofunni og þá hittum við afa reglu- Iega því hann kom þangað á hveij- um degi. Við tókum vel eftir því hvað allir báru mikla virðingu fyrir honum í fyrirtækinu. íva geymir það í minningunni þegar afi og amma komu á fyrstu einkasýning- una hennar í vor. Afi var hress og hreifst af myndunum sem fjölluðu um náttúruna. Hann var ekki lengi að velja myndina sem honum fannst fallegust og hann vildi eignast. Anna er við nám í Danmörku og býr þar ásamt syni sínum, Hilmari Birni. Afi hafði alltaf mjög gaman af að fá Hilmar í heimsókn, fannst hann bæði skemmtilegur og fjörug- ur strákur. Honum fannst sérstakt hvað Hilmar var duglegur að hafa ofan af fyrir sér með leik og söng. Það var erfitt fyrir Önnu að fylgj- ast með veikindum afa í fjarlægð og þegar við sáum að baráttan var á enda var ákveðið að Anna tæki næsta flug og það hefði ekki mátt vera seinna því afi yfirgaf þennan heim þremur tímum eftir að Anna hafði komið til hans. Var þessi stund mjög mikilvæg fyrir Onnu að geta kvatt hann og tekið þátt í sorginni með fjölskyldunni. A meðan á veikindum afa stóð fannst Kollu hún tengjast honum miklu betur og skilja hann, enda eyddi hún mörgum stundum með honum bæði heima og þegar hann var á spítalanum. Það kom alltaf ró yfir afa þegar Kolla kom því bæði ræddi hún mikið við hann og nuddaði á honum fæturna. Einnig kom hún með ýmis jurtalyf handa honum eins og svo oft áður sem hann hafði mikla trú á. Það er margt hægt að læra af lífshlaupi afa. Hann ólst upp við erfið skilyrði og þurfti alltaf að vinna fyrir sínu. Með áræði og mik- illi vinnu bjó hann til mjög öruggt skjól fyrir sig og ömmu í ellinni. Við munum alltaf muna eftir styrk og hlýju afa. Við vitum að afi hefur fundið frið og ró þar sem hann er kominn núna, það var ekki hans eðli að þurfa að taka lyf og reiða sig á hjálp annarra eins og var í lokin. Elsku amma, við vitum að guð er með þér og mun gefa þér styrk í sorg þinni. Kolbrún (KoIIa), íva, Anna og Halldór Björnsbörn. GUÐMUNDUR KR. AXELSSON Guðmundur Kristinn Ax- elsson var fæddur 24. ágúst 1928. Hann lést 19. október síðast lið- inn í Vestmanna- eyjum. Foreldrar hans voru Axel Guðmundsson, bifreiðastjóri, og kona hans Anna Guðmundsdóttir. Guðmundur ólst að mestu leyti upp hjá móðurforeld- rum sínum, þeim Guðmundi Sigurðssyni, kaup- manni á Laugavegi 70, og Þórönnu Þorsteinsdóttur. Systkini hans eru Þóranna, Valgeir, Guðmundur, Gunnar, Daníel og Guðlaug- ur Ingi. Guðmundur kvæntist 8. sept- ember 1949 Dýrf- innu Valdimars- dóttur, f. 1. maí 1931, en hún lést 22. júní 1992. Börn þeirra eru Þóranna, f. 21. janúar 1949, Valdimar, f. 24. júní 1950, Stefán, f. 4. janúar 1953, d. 6. júní 1994, Axel, f. 21. desember 1956, og Hafsteinn, f. 19. ágúst 1963. Útför Guðmundar Kristins verður gerð frá Fossvogskap- ellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þeim fækkar óðum samferða- mönnunum sem hafa fylgt manni á lífsgöngunni. Nú síðast lést Guð- mundur mágur og svili okkar eða Diddi eins og hann var alltaf kallaður. Hann hóf ungur sjó- mennsku, oftast á togurum Bæjar- útgerðarinnar í Reykjavík. Meðal annars var hann á Hallveigu Fróðadóttur í ofviðrinu mikla við Nýfundnaland 1959, þegar togar- inn Júlí fórst, en þá þurftu skipverj- ar að beija klaka linnulaust allan sólarhringinn. Sagði hann að allir vírar hefðu verið álíka sverir og tunna, það er varla hægt að ímynda sér hvílík þrekraun það hefur verið að geta haldið skipinu á floti við slíkar aðstæður, en svona er sjómannslífið. Guðmundur og Dýrfínna bjuggu í eitt til tvö ár á Orrastöðum í Húnavatnssýslu, annars bjuggu þau lengst af í Reykjavík, eftir Vestmannaeyjagosið fluttu þau til Eyja, ásamt öllum sínum börnum, og búa þau flest þar enn, nema Þóranna sem býr í Ólafsvík. Diddi stundaði sjóinn lengst af meðan heilsan leyfði. Fyrir um það bil 10 árum veiktist Dýrfinna kona hans af alzheimer-sjúkdómnum og lést hún langt fyrir aldur fram. Eftir það bjó Diddi með sonum sínum Stefáni og Axel. Diddi var góður kokkur og hélt hann öllu í horfinu eftir bestu getu eftir lát konu sinnar, en síðustu árin voru honum erfið vegna vaxandi heilsuleysis. Við hjónin og bömin okkar þökkum Didda samfylgdina, og biðjum öllum hans afkomendum Guðs blessunar. Líknargjafinn þjáðra þjóða, þú sem kyrrir vind og sjó, ættjörð vor í ystu höfum undir þinni miskunn bjó. Vertu með oss, vaktu hjá oss veittu styrk og hugarró Þegar boðinn heljar hækkar, Herra lægðu vind og sjó. (Jón Magnússon) Stefán og Hulda. JÓHANNES JÓHANNESSON + Jóhannes Jó- hannesson fæddist á Akureyri 2. september 1947. Hann lést í Reykja- vík 19. október síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Háteigskirkju 29. október. Kæri vinur. Með örfáum orðum viljum við kveðja þig og þakka samveruna. Frá því að vinátta okkar hófst fyrir um 25 árum, höfum við notið þess að eiga þig fyrir vin. Vin sem alla tíð hefur verið traustur, hlýr og staðfastur sem klettur. Að skoða minningar sínar er eins og að taka fram perlufesti og þreifa eftir hverri perlu fyrir sig og við hverja þeirra er tengd minning. Okkar perlufesti er löng. Það er dásamlegt að geta átt allar þessar minningar, því þær getur enginn tekið frá okkur. Við minn- umst ferðarinnar til London á sín- um tíma, margoft hefur verið rætt um að endurtaka þá ferð, síðast í afmælinu þínu í september. Þú vildir bara verða ögn hressari. Margar góðar stundir áttum við í sumarbústað fyrir austan og seinna fyrir vestan. Spilakvöldin voru mörg og þrátt fyrir að sumir svindluðu með sérhönnuðu merkja- kerfi tókst þér alltaf að koma ykkur köllun- um í vinning og skráð- ir í bókhaldið sam- viskusamlega sem Við og Þið. Enn ein stór perla, vikan sem við fjögur áttum saman um bjartar sumarnætur og daga siglandi á lít- illi skútu milli Jökul- fjarðanna fyrir vestan. Náttúran var næstum heilög og við ein í heiminum. Veðráttan var eins og lífið, það gerði storm, svo skútan virkiiega hallaðist, það var líka góður byr á milli. En sem betur fer fyrir kokkinn og káetudömuna var oftar næstum logn, jafnvel svo mikið að ekki var hægt að nota segl. Sem betur fer höfum við margs að minnast og við þökkum fyrir það. Vertu sæll, vinur. Elsku Oliý, Jóji, Maggý, Magga og Örvar, við biðjum Guð að veita ykkur huggun í sorg ykkar. Minn- ingin um góðan eiginmann, föður og tengdaföður verður styrkur ykkar. Ásdís og Gunnar Karl. Handrit afmælis- og minningargrcina skulu vera ve! frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.