Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 47
p MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 47 gerðastofu sinni í Aðalstræti 9 daginn sem hún gifti sig. Kjartan Ragnars starfaði framan af í fjármálaráðuneytinu og aflaði sér jafnframt réttinda sem hæsta- réttarlögmaður. Síðan gekk hann til liðs við utanríkisþjónustuna og þar kom að hann var skipaður sendiráðs- ritari við sendiráð Islands í Stokk- hólmi. Það var árið 1960, en þá voru börn þeirra hjóna 17, 16, 13, 11 og 2 ára. Það mæddi því mikið á húsfreyjunni að koma sér fyrir í nýju og ókunnu landi með allan þennan barnahóp. Eftir fimm ára dvöl í Svíþjóð var Kjartan skipaður sendiráðsritari í Osló og varð þá enn að taka fjölskylduna upp, en í Osló var hún önnur fimm ár. Tíu ára út- legð í tveimur löndum með börn á viðkvæmum aldri reyndi nokkuð á þolrifin í fjölskyldunni, eins og al- gengt er hjá diplómatafjölskyldum. Arið 1970 fluttust þau Ólafía og Ragnar heim á nýjan leik og settust að í íbúð sinni í Bólstaðarhlíð 15 þar sem heimili þeirra stendur ennþá. Á áttunda áratugnum opnaði Ólafía fótaaðgerðastofu í forstofuherbergi á heimili sínu og rak hana til ævi- loka. Hafði hún fjölmarga og trygga viðskiptavini. Sjálfur naut ég góðs af tengdamóður minni þegar ég átti við einhver fótamein að stríða og annaðist hún mig þá með natni og alúð eins og henni var sérstaklega lagið. Það eru ekki nema fáir mánuð- ir síðan ég þurfti síðast á ganga til hennar á stofu hennar og var með ólíkindum hversu styrk og örugg hún var í öllum handbrögðum þó að hún væri komin yfir áttrætt. Það eru nú komin rúm 15 ár síð- an ég kynntist tengdamóður minni, Ólafíu Þorgrímsdóttur Ragnars. Hildur, dóttir hennar, bjó þá i ná- grenni við foreldra sína í Úthlíð ásamt Atla syni sínum og Ólafía kom gangandi yfir til að líta á þennan nýja mann í lífi dóttur sinnar. Eins og gengur var ég dálítið kvíðinn að hitta væntanlega tengdamóður mína í fyrsta sinn. En sá kvíði reyndist ástæðulaus. Hún settist við eldhús- borðið, drakk molakaffi með mér og og góðleg, lágvaxin og lítið eitt lotin í herðum. Brátt kom í ljós mér og öðrum vinum okkar, sem voru með í hópnum, ti! undrunar, að í Ásgarði var ekki amast við ýmsu því sem á öðrum heimilum var húsráðendum lítt þóknanlegt. Litla tveggja her- bergja íbúðin á efri hæð Asgarðs breyttist iðulega í frumskóg, þar sem Tarsan apafóstri og félagar réðu ríkjum með öllum þeim slagsmálum, fyrirgangi og siguröskrum karlapa, sem því fylgdu, eða hún varð að Skírisskógi, þar sem ekki gekk minna á þegar Hrói höttur og sokka- buxnagengi hans voru að taka fóget- ann í Nottingham í bakaríið. Þetta hefði ekki þýtt að bjóða hvaða hús- ráðanda sem er, og það jafnvel ekki þar sem rýmra var en í Ásgarði, en Freyja lét sér hvergi bregða. Hún tók öllum hamaganginum með heim- spekilegri ró þeirrar manneskju, sem vanin er við fyrirferð tápmikilla og óstýrilátra drengja, því fjóra átti hún auk Sigga, alla töluvert eldri en hann, og svo eina dóttur. Ég mar. varla til þess að hún sussaði á okk- ur, hvað þá að hún brýndi raustina. En mikið hlýtur henni þó að hafa Iétt þá daga, sem slagsmálin viku fyrir manntafli eða annarri friðsam- legri iðju. Þegar ófriði í fyrrnefndum skóg- um lauk eða kóngurinn var mátað- ur, var kappana yfirleitt farið að svengja - og þá var komið að því sem tók öllu fram: kaffitíma í As- garði. Freyja stóð við eldhúsbekkinn og ristaði hvert franskbrauðið af öðru, sem við strákarnir, oft fjórir eða fimm, skoluðum niður með dí- sætu kaffi í iítratali. Þar uppgötv- uðum við líka þá krás, sem síðan hefur stundum verið á borðum við hátíðlegustu tækifæri, þar sem við komum allir saman: kruður og kav- íar. Allt þetta virtist svo sjálfsagt. Ég leiddi hugann ekki að því þá en hefur oft komið í hug síðan, að Freyja og Fúsi sýndu félögum barna sinna einstaka rausn og höfðings- skap, sem aðeins gott hjartalag ger- ir mögulegan, því að ekki voru þau efnaðri en gerist og gengur. Árin liðu og gelgjuskeiðið tók við. MINNINGAR var blátt áfram og glaðvær í fasi. Ekki leið á löngu þar til mér var farið að líða vel í návist hennar. Þannig hefur öll okkar samvera ver- ið síðan. Við urðum góðir vinir og sátum oft að spjalli. Ólafía hafði lif- andi áhuga á umhverfi sínu og fylgd- ist vel með þjóðmálum allt til hinstu stundar. Sérstaklega var gaman að hlusta á hana segja frá gömlum dögum í Vesturbænum í Reykjavík. Á góðum stundum naut hún sín afar vel í frásögn og átti létt með að sjá kímilegar hliðar á tilverunni. Ólafía átti því láni að fagna að geta haldið sér og Kjartani manni sínum heimili til hinstu stundar og hélt andlegri reisn sinni fram í andl- átið. Það var eins og hún fyndi á sér feigð sína því hún hafði hitt öll systkini sín, sem enn lifa, skömmu áður og einnig gömlu vinkonurnar í saumaklúbbnum. Kjartan þurfti að fara á sjúkrahús um miðjan október og var sérstaklega fallegt samband á milii þeirra síðustu dagana sem hún lifði. Áttu þau saman innilegar og kærleiksríkar samræður. Meðan Kjartan lá á sjúkrahúsi notaði Ólafía tækifærið og lét fara fram stórhrein- gerningu á heimilinu. Var henni lok- ið að kvöldi miðvikudagsins 22. októ- ber og sofnaði Ólafía sæl það kvöld. Um morgunin var hún örend. Guðjón Friðriksson. í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Ólafía Ragnars. Langar mig til að minnast hennar örfáum orðum og þakka henni sam- fylgdina og umhyggjuna sem hún bar fyrir fjölskyldu minni. Nú eru tæp tuttugu ár síðan ég kom fyrst á heimili tengdaforeldra minna í Bólstaðarhlíð 15. Þau voru glæsileg hjón. Viðmót þeirra andaði fágun og hlýju, sem hreif mig þá og alla tíð siðan. Ólafía hafði brennandi áhuga á hinni nýstofnuðu fjölskyldu sonar síns, en hún vissi nákvæmlega hvar hin hárfína lína var milli áhuga og umhyggju annars vegar og afskipta- Heldur lækkaði rostinn í vígamönn- um með síkkandi hári sjöunda ára- tugarins en þá tók við annar skark- ali og engu minni: Gamli Ásgarður nötraði frá rjáfri niður í grunn af kröftugu rokki og róli Rolling Ston- es, Jethro Tull, Deep Purple og þeirra kumpána allra. Enn sem fyrr virtist ekkert geta komið Freyju úr jafnvægi; ekki var að merkja að þessir ákafamenn um söng og hljóð- færaslátt færu meira fyrir bijóstið á henni en vindurinn í þakskegginu. Þó var hávaðinn ekki sparaður og hefðu þeir Jagger, Richards og fé- lagar verið gerðir útlægir af flestum heimilum öðrum, að minnsta kosti á þeim hljóðstyrk, sem tíðkaðist í Ás- garði. Heldur stijáluðust ferðir okkar vina Sigga í Ásgarð, þegar leið okk- ar lá í skóla utan byggðarlagsins semi hins vegar og fór aidrei þar yfir. Mat ég það við hana, sérstak- lega þar sem ljóst var að hún hafði miklu að miðla til hinnar fákunnandi tengdadóttur sinnar. Urðum við góð- ar vinkonur og æ betri með hverju árinu sem leið. Við sem vorum svo lánsöm að þekkja Ólafíu höfum öll misst mikið og söknuðurinn og eftirsjáin eru vissulega sár. En hvílíkt lán er að fá að lifa langa æfí, koma börnum sínum til manns, verða samferða- fólki sínu til heilla en aldrei byrði, eiga óteljandi ánægjustundir og gleðiefni og deyja síðan sáttur við Guð og menn. Þetta held ég að eigi við um mína kæru tengdamóður. Bið ég algóðan Guð að blessa minningu góðrar konu og styðja og styrkja tengdaföður minn, sem nú sér á eftir lífsförunaut sínum í 56 ár. Ragnhildur. Mig langar til að minnast mágkonu minnar, Ólafíu Þorgrímsdóttur Ragnars, með fáeinum línum. Ekki hvarflaði það að okkur fyrri sunnudag, þegar hún var í heimsókn hjá okkur að það væri svona stutt eftir. Að visu var hún sárþjáð en það lá samt sem áður svo vel á henni og ýmislegt spaugilegt var spjallað en hún átti létt með að orða hlutina á þann hátt að allir gátu hlegið, því hún var svo orðheppin, sem kallað er. Olla, eins og hún var kölluð, var raunverulega mín velgjörðarmann- eskja. Þegar hún dvaldi langdvölum í Noregi þar sem Kjartan eiginmaður hennar starfaði í utanríkisþjón- ustunni, þá hvatti hún mig til að leita lækninga hjá einum færasta ortophedi-lækni, sem þá þekktist, sem hún var persónulega kunnug og talaði við hann fyrir mig, sem síðan annaðist mín vandamál. Kann ég þeim hjónum báðum þakkir mínar en það létti mér mikið dvöl í fjarlægu landi að vera í stöð- ugu samneyti við þau. Bið ég henni Guðs blessunar. Jóhanna KJartansdóttir Örvar. og loks til Reykjavíkur. En alltaf bar Freyja umhyggju fyrir okkur, spurði um gengi okkar og varaði okkur við þeim hættum, sem hún taldi verstar geta orðið á vegi ungra manna og fákunnandi: konum og brennivíni. Oft hafa holl ráð fallið í fijórri jarðveg - en það var ekki Freyju að kenna. Nú er lokið langri ævi ljúfrar konu, sem alltaf taldi sælla að gefa en þiggja, og komið að því að þakka fyrir sig. Það ætla ég að gera hér, þótt seint verði fullþakkað. Ég kveð Freyju með fleygum orðum fornum, lítið eitt breyttum og löguðum að aðstæðum: Álltaf þegar ég heyri góðrar konu getið, kemur mér Freyja í Ásgarði í hug. Ég sendi þeim fjöl- menna hópi, sem syrgir hana, inni- legar samúðarkveðjur. Karl Emil Gunnarsson. t Bróðir minn, GUÐMUNDUR HJARTARSON, Mýrarholti 7, Ólafsvík, sem andaðist sunnudaginn 26. október, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugar- daginn 1. nóvember kl. 14.00. Ólafur Brandsson og aðrir aðstandendur. v. . ,■ ■ ' ■ Æ V t Elskuleg móðir okkar, ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, Kleifarhrauni 3, Vestmannaeyjum, andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánu- daginn 27. október. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ása Ingibergsdóttir, Hanna Guðrún Ingibergsdótti r. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN JÓNSSON, Brúarlandi, Hellu, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 27. október, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 1. nóvember. Útförin hefst kl. 14.00. Svavar Kristinsson, Jóna Helgadóttir, Einar Kristinsson, Anna Helga Kristinsdóttir, Knútur Scheving, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR FRIÐRIKSSON, Víðihlíð 29, Sauðárkróki, fyrrum bóndi á Stekkjarflötum, andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks sunnu- daginn 26. október. Jarðaförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 1. nóvemver kl. 14.00. Anna Hrólfsdóttir, Una Sigurðardóttir, Bogi Arnar Finnbogason, Snorri Sigurðsson, Edda Haraldsdóttir, Hrólfur Sigurðsson, Hafdís Skarphéðinsdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Matthfas H. Guðmundsson, Kristján Vaiur Sigurðsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TRYGGVA BJARNASONAR, Lindargötu 66, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum vð hjúkrunarfólki deildar 3-B á Landakotsspítala fyrir góða umönnun og alúð. Guð blessi ykkur öll. Arnfriður Benediktsdóttir, Svanur Tryggvason, Ásdís Garðarsdóttir, Jón Tryggvason, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Anna G. Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, MAGNEU INGVARSDÓTTUR, Snorrabraut 56, Reykjavík, Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild A-7 Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Karítas sam- tökunum. Magnús Jónsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Agnar Guðlaugsson, Magnús Björn Magnússon, Svala Hafsteinsdóttir, Ingibjörg Herta Magnúsdóttir, Haildór Kristjánsson, Magnea, Agnes, Hafsteinn, Sólveig og Magnús. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS G. SIGURMUNDSSONAR framkvæmdastjóra, Kvisthaga 27, Reykjavfk. Smári Kristjánsson, Snæbjörn Kristjánsson, Hulda Kristinsdóttir, Erna S. Smáradóttir, Ragnheiður S. Smáradóttir, Silja S. Smáradóttir, Hulda Kristín Smáradóttir, María Smáradóttir, Guðný Snæbjörnsdóttir, Kristján Snæbjörnsson og barnabarnabörn. •J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.