Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 19 Hans Petersen stefnir á hlutabréfamarkað Opin kerfi og Þróunar- félagiðkaupa 40% hlut SAMKOMULAG hefur náðst um að Opin kerfi hf. og Þróunarfélag- ið hf. kaupi 40% hlut í Hans Peters- en hf., umboði Kodak, Hefur verið miðað við að hvort fyrirtæki um sig kaupi allt að 20% hlut. í kjölfar- ið er stefnt að því að Hans Peter- sen hf. verði gert að almennings- hlutafélagi. Frosti Bergsson, framkvæmda- stjóri Opinna kerfa, vildi lítt tjá sig um málið í gær en staðfesti að viðræður stæðu yfir og stefnt væri að því að niðurstaða lægi fyrir á allra næstu dögum. „Hans Peters- en er mjög traust fyrirtæki og sterkt á sviði filmusölu og fram- köllunarþjónustu. Aukin tölvu- tækni á þessu sviði gerir samstarf milli slíkra fyrirtækja og tölvufyr- irtækja álitlegra en áður. Kodak og Hewlett Packard hafa tekið upp samstarf erlendis en við erum með umboð fyrir HP á íslandi. Það varð til þess að við fórum að ræða málin við Hans Petersen og til umræðu er að Opin kerfí og Þróun- arfélagið kaupi hvort um sig allt að 20% hlut í fyrirtækinu," segir Frosti. Samstarfið styrkir fyrirtækin Hildur Petersen, framkvæmda- stjóri Hans Petersen hf., staðfesti að samkomulag hefði náðst um sölu á 40% hlut í fyrirtækinu til Opinna kerfa og Þróunarfélags- ins. „Fyrir um hálfu ári fórum við að huga að því að fá fyrirtæki með tæknilegan bakgrunn til sam- starfs við okkur og þetta er niður- staðan. Ljósmyndamarkaðurinn verður sífellt tæknilegri og tölvu- væddari og því líst mér vel á að fá þessi fyrirtæki til liðs við okk- ur. Ég á von á því að samstarfið verði öllum þremur fyrirtækjunum í hag.“ Hildur sagði enn fremur að stefnt væri að því að gera Hans Petersen hf. að almenningshlutafé- lagi og því yrði sótt um skráningu á Verðbréfaþingi í náinni framtíð. 900 milljóna króna ársvelta Hans Petersen hf. er gamalgróið fjölskyldufyrirtæki, sem verður 90 ára á árinu. Það er er nú í eigu annarrar og þriðju kynslóðar stofn- andans og eru hluthafar þrettán talsins. Velta fyrirtækisins nam 855 milljónum króna á síðasta ári og hagnaður eftir skatta 24,7 milljón- um. Að sögn Hildar stefnir í að ársveltan verði um 900 milljónir á þessu ári. UR HF Jan.-ágúst TTl SKINNAIÐNAÐ LUJ Úr milliuppgjöri 1997 Rekstrarreikningur þús. króna 1997 1996 Rekstrartekjur 661,1 1.047,9 Rekstrargjöld 554,8 891,4 Hagnaður fyrir afskriftir 106,3 156,5 Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld 88,4 133,1 Hagnaður fyrir skatta 67,2 104,1 Reiknaðir skattar 27,8 35,5 Hagnaður (tap) tímabilsins __ 39,5 68,6 Efnahagsreikningur þús. króna 31/8 '97 31/8 '96 I Eianir: \ Veltufjármunir 496,7 663,2 Fastafjármunir 215,8 204,1 Eignir samtals 712,5 867,3 I Skuldir og eigið fé: \ Skammtímaskuldir 215,4 404,9 Langtímaskuidir 121,7 127,1 Tekjuskattsskuldbinding 25,8 23,1 Eigið fé 349,7 312,1 Skuldir og eigið fá samtals 712,5 867,3 Kennitölur 1997 1996 Eiginfjárhlutfall 49,1% 30,6% Veltuf járhlutfall 2,3 1,5 Veltufé frá rekstri þús. króna 66,4 103,1 Bjami Ingvar Ámason veitingamaður biður um gjaldþrotaskipti Skinnaiðnaður skiptir um reikningsár „Hefði átt að fá fjárfesta til liðs við mig“ Bjami hefur staðið í eigin rekstri undanfarin 33 ár eða frá 22 ára aldri. Erfíð skulda- staða og versnandi afkoma í veitingarekstr- inum varð til þess að hann ákvað að biðja sjálfur um gjaldþrotaskipti. Hagnaður nam 39,5 milljónum BJARNI Ingvar Árnason veitinga- maður, oft kenndur við Brauðbæ, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota hjá Héraðsdómi Reykjaness að eigin ósk. Bjami hefur verið einn umsvifa- mesti veitingamaður landsins og rak í eigin nafni Hótel Óðinsvé og Við- eyjarstofu, en seldi fyrr á þessu ári hlut sinn í veitingarekstrinum í Perl- unni til að greiða niður skuldir. Hótelið er nú rekið af skiptastjóra, en veitingareksturinn þar hefur ver- ið leigður út til Steinars Davíðssonar matreiðslumanns á hótelinu. Bjarni stofnaði Brauðbæ á Þórs- götu 1 í desember árið 1964 þegar hann var 22 ára gamall og rak þar smurbrauðsstofu framan af. Hann hóf að kaupa upp fasteignir við Óðinstorg upp úr árinu 1980 til að undirbúa hótelrekstur. Hótel Óð- insvé var síðan opnað árið 1984 og var lengst af með 29 gistiherbergi. Fyrir einu og hálfu ári var ráðist í töluverðar framkvæmdir innandyra og herbergjum fjölgað um 10 um leið og öll aðstaða var bætt til muna. Þessar framkvæmdir kostuðu sam- tals 45 milljónir króna. Bjarni sagði í samtali við Morg- unblaðið að heildarfjárfestingin í fyrirtækinu næmi nú tæpum 400 milljónum, en skuldir um 270 millj- ónum. Þessar skuldir hefðu einfald- lega reynst óviðráðanlegar. Hann viðurkennir að rekja megi erfiðleik- ana að hluta til þeirra framkvæmda sem ráðist var í við stækkun hótels- ins. Meginvandamálin hafi þó átt rætur að rekja til fortíðarinnar þeg- ar tekin voru verðtryggð lán til skamms tima með háum vöxtum. Rekstur hótelsins hefur gengið ágætlega, en aftur á móti hefur af- koman af veitingarekstrinum farið versnandi. Hann segist hins vegar ekki ætla að kenna neinum öðrum en sjálfum sér um hvernig málum sé nú komið. „Ég vildi eiga rekstur- inn sjálfur og vera sjálfs mín herra, en eftir á að hyggja hefði ég átt fyrir löngu að fá fjárfesta til liðs við mig til að standa að uppbygging- unni. Um leið og mér var ljóst hvert stefndi greip ég til þeirra ráða sem voru tiltæk, en hafði ekki mikinn tíma til að finna úrræði," segir hann. Hópur fjárfesta gerir tilboð Helstu kröfuhafar þrotabúsins eru Ferðamálasjóður, Iðnlánasjóður, Iðn- þróunarsjóður og Framkvæmdasjóð- ur. Bjami segist vona að hótelið verði áfram innan fjölskyldunnar að hluta. Morgunblaðið/Ásdls Hótel Óðinsvé. Þóra, dóttir hans, sem séð hafi um daglegan rekstur undanfarin ár, hafi fengið til liðs við sig hóp fjárfesta og gert skiptaráðanda tilboð um kaup á hótelinu. „Ég vona að hún njóti þar velvildar enda þekkir hún betur til rekstursins en nokkur annar og hefur gert þar frábæra hluti. Fasteignir eru einungis umgjörð utan um rekstur. Hjá fyrirtækinu höfum við haft starfsfólk sem hefur fengið bestu einkunnir og náð góðum árangri. Það eina sem hefur brugð- ist var fjármálastjórnin, en það er fyrst og fremst minn eigin klaufa- skapur. Ég fæ aldrei fullþakkað starfsfólkinu hversu vel það hefur staðið við bakið á mér og gerir það enn. Þetta fólk bíður eftir því að Þóra komi aftur til starfa." Um það hvað taki við hjá honum sjálfum segir Bjarni það allt óráðið. „Ég vona að menn líti hvorki á þetta sem kistulagningu né jarðarför. Ég er 55 ára, nýorðinn afi, við hesta- heilsu og á eiginkonu og fjölskyldu sem hefur staðið með mér í gegnum súrt og sætt. Ég kvíði ekki verkefna- skorti þótt ég viti ekki í augnablik- inu hvar ég ber fyrst niður.“ HAGNAÐUR Skinnaiðnaðar hf. nam 39,5 milljónum króna á nýloknu reikningsári félagsins, það nær hins vegar aðeins til fyrstu átta mánaða ársins 1997 vegna breytinga á reikn- ingsári. Framvegis mun reikningsár félagsins standa frá 1. september til 31. ágúst. Af þessum sökum er afkoma fé- lagsins nú ekki sambærileg við af- komu þess á síðastliðnu ári, er hagn- aður þess eftir skatta nam 68,6 milljónum króna. Hlutfallsleg af- koma er þó nokkuð svipuð. Hagn- aður fyrir skatta nú var 10,2% af veltu en var 9,9% árið 1996. Að sögn Bjarna Jónassonar, fram- kvæmdastjóra Skinnaiðnaðar, er af- koman nú hins vegar lítillega betri en á sama tíma í fyrra. Segir hann um svipað sölumagn að ræða en velta félagsins hafi aukist vegna hækkandi verðs. Bjarni segist nokkuð sáttur við afkomu félagsins. Veltufé frá rekstri hafi numið 66,4 milljónum króna eða sem nemi 10% af veltu. Fjárhagur félagsins sé traustur. Eigið fé hafi numið tæpum 350 milljónum króna í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall sé 49,1%. „Þetta er í takt við það sem við áttum von á.“ Hvað framhaldið áhrærir segir Bjami að hráefnisöflun standi nú yfir og gangi hún samkvæmt áætlun. Of snemmt sé hins vegar að segja til um verðþróun á markaðnum. Það skýrist væntanlega undir lok ársins. Nýtt reikningsár hentar rekstrinum betiu' Um ástæður þeirra breytinga sem nú hafi verið gerðar á reikningsári félagsins segir Bjami að með þessum hætti fáist mun raunsærri mynd af rekstri Skinnaiðnaðar. Félagið kaup- ir nær allt hráefni á haustin sem þarf til framleiðslunnar næstu 12 mánuði. Með breyttu uppgjörstíma- bili verði betra fyrir hluthafa fyrir- tækisins að.gera sér grein fyrir stöðu félagsins ár hvert. Hluthafar Skinnaiðnaðar voru 229 í lok reikningsársins og var Samvinnulífeyrissjóðurinn þeirra stærstur með 17,91% hlut. Aðrir hluthafar eiga minna en 10%. Stjórn félagsins hefur lagt til við aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 5. desember nk. að hluthöfum verði greiddur 7% arður af hlutafé. íslenska farsímafélagið Rættvið væntanlega fjárfesta NIÐURSTÖÐU er að vænta innan skamms hvort nýir Qár- festar ganga til liðs við Islenska farsímafélagið ehf. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður og stjómarmaður í félaginu, segir að viðræður standi nú yfir við væntanlega fjárfesta og sé tíð- inda að vænta fljótlega. íslenska farsímafélagið fékk á síðastliðnu sumri afhent starfsleyfi til tíu ára fyrir GSM farsímaþjónustu hérlendis. Fé- lagið áformar að hefja þjón- ustu snemma á næsta ári en eitt af skilyrðum fyrir leyfi- sveitingunni er að hún komist á að hluta til fyrir maíbyijun 1998. R e y, n du WJ Wj TEYMI _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.