Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 41 Uppsveiflu - ekki niðurskurð ÉG TEL mig vera fremur sparsama konu og vil einnig reyna að hugsa á sparsemisnót- unum þegar um er að ræða hvemig verja skal peningum okkar skatt- borgaranna. Við þau kynni sem ég hef haft af geðdeildum og göngudeildum geð- sjúkra hér í borg hef ég sannfærst um að þar sé mikið vinnuálag og ekki mannskapur til að sinna sem skyldi þeim alvarlega sjúku ein- staklingum sem þang- að eiga erindi. Eins og oft hefur komið fram á prenti, m.a. í Morgunblaðinu (sem ljær þessum málaflokki nokkuð gott rúm) er mjög mikilvægt að greina snemma geð- ræna sjúkdóma til þess að reyna að stöðva framvindu þeirra ef unnt er sem fyrst. Til þess þarf fagfólk og starfsaðstöðu. Úrræði og meðferð þeirra sem kljást við alvarlega geð- ræna sjúkdóma liggja oft ekki í aug- um uppi. Til þess að vinna á sjúkdó- munum (ég get ekki tekið mér í munn orðalagið „lækna þá“) þarf oft langan tíma og mikla vinnu. Og þá vinnu þurfa fagmenn að inna af hendi á góðum sjúkrahúsum og göngudeildum. Hér á ég við bæði geðlækna, sérmenntað hjúkrunar- fólk og iðjuþjálfa og myndterapista. Vinnan hlýtur að þurfa að kosta sitt. Því er það mikið áfall fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra þegar þetta grimmilega orð niðurskurður er nefnt. Hvað þá ef áform um minnk- un sjúkrarýmis og breytingar til þrenginga á starfsvettvangi verða að veruleika eins og nú vofir yfir. Vonir um úrræði og einhvern bata verða þá enn minni en fyrr - ef nokkrar. Þar að auki verður oftar en ekki meiri kostnaður samfara síð- búinni læknishjálp en þar sem gripið var inn í nógu snemma. Áfall Þegar sonur minn fékk sykursýki voru strax ljós helstu úrræði varð- andi meðferð sjúkdóms- ins og framtíðarhorfur. Sj úkdómsgreiningin varð að vonum okkur foreldrunum talsvert áfall, hvað þá drengn- um sjálfum. En þegar í ljós kom nokkrum árum síðar að hann þjáðist af þunglyndi, áráttuhegðun og þrá- hyggju varð áfall okkar allra miklu meira og langvinnara því að úr- ræðin voru mjög óljós, meðferðin sömuleiðis og framtíðarhorfur enn óljósari. Áfallið varð mun meira eftir því sem okkur varð betur ljóst að sjúkdóm- arnir voru þvílík þjáning og kreppa að því verður engan veginn lýst. Almenn viðbrögð Þegar sjúkdómur eins og sykur- sýki gerir vart við sig (notum hana sem dæmi um sjúkdóm sem er þekktur) eru viðbrögð manna oftast eitthvað á þessa leið: „Vesalingur- inn, nú þarf hann að sprauta sig daglega eða oft á dag alla ævi. Og hann verður að neita sér um kökur og sætindi og gæta hófs í mörgu. Og ef hann gætir sín ekki og fylgir reglunum á hann á hættu að skemma æðakerfið og augnbotn- ana.“ En þegar geðsjúkdómur á í hlut verða viðbrögð flestra allt önn- ur: „Hann hefur nú fulla heilsu, hann hlýtur að geta tekið sér tak.“ Eða: „Hann er bara húðlatur og kemst upp með að vera það.“ Sjúklingurinn sjálfur fær e.t.v. klapp á bakið og setningu á borð við þetta: „Ertu ekki bara hress?“ eða: „Ertu ekki að ná þér á strik?“ Eng- inn segir: „Vesalingurinn, verið getur að hann fái seint starfsþrek og helt- ist úr lestinni þegar nám og undirbún- ingur undir framtíðarstarf er annars vegar.“ Né heldur segir nokkur eða hugkvæmist að geðsjúkdómur ungs manns getur e.t.v. skapað svo mikla vanlíðan eða heilsunni hrakað svo að hann verði aldrei starfshæfur eða fari sér jafnvel að voða. Hér þarf uppsveiflu og aukningu í læknismeð- ferð geðsjúkra, segir Rúna Gísladóttir, í stað niðurskurðar. Hver er næstur? Geðveik börn og unglingar (rétt eins og krabbameinsveik eða sykur- sjúk) veikjast oft fýrirvaralítið eða fýrirvaralaust. Þau eru börn foreldra úr hvers kyns stéttum. Hver veit hvaða barn eða unglingur veikist næst? Það gæti orðið þitt barn. Hvort viljum við heilbrigð börn og unglinga eða sjúka? Þessu er fljótsvarað og svörin yrðu öll á eina lund. Eiga þeir sjúklingar sem þjást af geðsjúk- dómi ekki jafnan rétt á virkri læknis- meðferð og sjúklingar með alla aðra sjúkdóma? í greinum um geðvemd- armál sem birtust hér í blaðinu á geðverndardaginn 10. október sl. kom skýrt fram að aðeins 0,2-0,5% barna og unglinga fá meðferð hér á landi. Til samanburðar var sagt frá að í Noregi eru meðferðarúrræði fyrir 2% barna, en að almennt væri talið að um 10-20% bama þyrftu stuðning um tíma. Geðsjúkdómar stafa af rangri starfsemi heilans og því getur enginn sagt fyrir um hvernig framvindan verður. Röng starfsemi heilans - eða e.t.v. röng efnaskiptastarfsemi líkamans - sem truflar eðlilega starfsemi heilans. Líðan sjúklingsins er alla jafna mjög sveiflukennd og óútreiknanleg. Enginn getur sagt fyrir um hvort geðsjúklingur á eftir að „ná sér á strik“. Þetta hljómar hræðilega. Ef maður fær sykursýki er það vegna þess að líffærið briskirtill starfar ekki eðlilega. Ef maður hins vegar fær geðveilu er það líffærið heili sem ekki starfar eðlilega. En heilinn er líffæri sem enginn læknir - hversu fær sem hann er - getur skorið í - eða speglað - til að skoða starfsemina eða rannsaka hvað fer úrskeiðis þegar geðsúkdómur er annars vegar. Þess vegna hlýtur að vera mjög erfitt að finna einu réttu læknismeðferðina og tekur oft mjög langan tíma. Jafnvel getur læknismeðferð dugað um tíma, en hættir svo að gera gagn. Og þá þarf að reyna eitthvað nýtt. Geðsjúkdómdar eru af þessum sökum mjög illvígir. Því miður hafa sjúklingarnir sjálfir sjaldan heilsu til þess að láta heyra í sér. Ef þeir tækju til máls yrði það efiaust til þess að drekkja einhveijum þeim fordómum gagn- vart geðsjúkum sem enn ríkja í „vel upplýstu" þjóðfélagi okkar. Það yrði vafalítið líka til þess að auka áhuga ungra lækna og sálfræðinga á rannsóknum sjúkdóma af geðrænum toga. Þeir hafa því miður flestir hingað til einblínt á meðferðar- fræðina á kostnað rannsókna og fáir farið í rannsóknanám. Geðsjúklingur þarf vegna álags á miklum stuðningi að halda. Foreldr- ar geðsjúkra barna, unglinga og fullorðinna eru oft mjög tættir og þreyttir á að styðja barn sitt og leggja því lið í baráttunni við sjúk- dóminn vegna þeirrar vanlíðanar, líkamlega og andlega sem honum fylgir. Margt væri unnt að gera til að bæta aðstöðu aðstandendanna, til dæmis þyftu þeir stundum að geta losnað af „vaktinni". Þó er brýnast að bæta líðan geðsjúkling- anna sjálfra og það verður síður en svo gert með niðurskurði og lokun geðdeilda. Slíkt hefur áhrif á starfs- aðstöðu lækna og meðferðaraðila og kemur niður á sjúklingunum. Sonur minn hefur orðað líðan sína á þann veg að andlegur sársauki sé marg- falt verri en líkamlegur. Samanburð- ur er honum nærtækur, hann hefur m.a. reynslu af beinbrotum auk syk- ursýkinnar. Eg vona að með þessum skráðum orðum hafi mér tekist að benda á að hér þarf uppsveiflu og aukningu í læknismeðferð geðsjúkra í stað niðurskurðar. Höfundur er myndlistarmaður og kennari. Rúna Gísladóttir Er tölvan þín að gefa upp öndina ? Þarftu stækkunargler til að lesa á skjáinn ? Veistu ekki hvað internetið er ? Er nýjasti tölvuleikurinn eins og flettiskilti ? Þá er kominn tími til að endurnýja ! TARGA tum 200 MMX AMD K6 örgjörvi 4320 MB Quantum harður diskur 32 MB ED0 innra minni Tseng Labs ET6000 4mb skjákort BT.Tölvur kynna vinnuþjark heimilanna sem er á við tveggja tonna trukk í vinnslu en sem sportbíll í keyrslu. Hver hlutur hefur verið valinn vandlega í þetta frábæra tilboð sem inniheldur geggjaðan 17 TOMMU SKJÁ. 17" Targa skjár (1024x768x85hz) 24 hraða Pioneer geisladrif Soundblaster 16 hljóðkort 240 watta hátalarar 33.600 mótald m/ faxi og símsvara Windows 95 CD og bók 6 íslenskir leikir 149.900 kr GSM símar og fjöldi fylgihluta NOKIA 1611 •110 tíma rafhlaða • Númerabirting •199 númera símaskrá • Sendir/Móttekur SMS • Vinnuþjarkur 19.990 NOKIA 8110 • 70 tíma rafhlaða • Númerabirting • 324 númera símaskrá • Sendir/Móttekur SMS • Sýnir hverjir hringdu • Einstaklega nettur 44.990 ERICSSON 628 • 83 tfma rafhlaða • Númerabirting •150 númera símaskrá • Sendir/Móttekur SMS • Sýnir hverjir hringdu • Góður í vasa 25.990 ,SN*>°Ö V Stækkun í 64mb og Soundblaster 64 kostar aðeins 10.000.- BT.TÖLVUR ÖRUGGT 0G ÚDÝRT Grensásvegi 3 • Simi 5885900 • Fax 5885905 www.bttolvur.is • Netfang : bttolvur@mmedia.is Opið virka daga 10-19 • Opið laugardaga 10-16 F a 11 e g í r 1 a m p a r Eítt mesta úrval landsíns af fallegum lömpum er að finna hjá okkur. NEPTUNE 10.930,- RELIEF 12.630,- R I O 14.730,- v A f HÚSGAGNAHÖLUN Jj Bíldshöföl 20-112 Rvík-S:510 8000 - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.