Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Málverk /þrykk MYNPLIST Listhúsið Fold MÁLVERK ELÍN G. JÓHANNSDÓTTIR Opið daglega frá 10-18. Laugar- daga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17. Til 9. nóvember. Aðgang- ur ókeypis. GJÁR og gjótulíf er heiti á sýningu Elínar G. Jóhannsdóttur í listhúsinu Fold við Rauðarár- stíg. Elín útskrifaðist úr málun- ardeild MHI vorið 1996 og mun þetta stærsta framtak hennar á vettvanginum til þessa, en hún hefur þó haldið tvær minni sýn- ingar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Lengi hafa Þingvellir átt hug Elínar allan og þangað hefur hún sótt áhrif í vérk sín, bæði reikað þar um og lesið bækur um stað- inn. En Elín hefur annan háttinn á en flestir aðrir málarar, og er öðru fremur að fiska eftir hug- lægum lifunum sem af gjám, sprungum og gjótulífi sem hún er altekin af. Svipmikið landslag- ið mætir frekar afgangi en þau fyrirbæri grómagna og eldsum- brota sem á vegi hennar verða eru í áþreifanlegu sjónmáli. Þó er hún fjarri því að kortleggja ytri byrði jarðskorpunnar, mun frekar að skila frá sér áhrifum í mjög huglægum búningi. Má vera að fjarræn þokukennd áferðin eigi að vísa til fortíðar og sögunnar, en öðru fremur eru þetta myndljóð í mjög óformleg- um búningi, á stundum hreinar og sértækar hugsmíðar. Trúlega dettur fæstum Þingvellir í hug er þeir líta þessi verk, en geri þeir sér grein fyrir hvað er á ferðinni má vera að þeir meðtaki skilaboð listakonunnar um myndrænt afstæði tímans á þeim helga stað. Skýr hugsun H o r n i ð EINÞRYKK f DÚKRISTU SIGURVEIG KNÚTSDÓTTIR Opin frá 14-18 alla daga, að auk 11 -23 í gegnum veitingastofu. Til 12. nóvember. Aðgangur ókeypis. Á TÍMUM er sjálft þrykkið á oftar en ekki að bera uppi mynd- sköpunina sem er í anda alþjóð- legra strauma eftir að einþrykkið var viðurkennt sem fullgildur grafískur miðill, koma verk Sigurveigar Knútsdóttur á óvart. Að vísu eru þetta einþrykk, en afar rökræn, klár og fersk hugsun að baki þeirra, þar sem lína, form og litur vinna saman á ýmsa vegu. Um leið eru tilviljanir ásamt litasulli form- leysunnar látnar lönd og leið. Afar gamaldags munu einhveijir segja, en það verður aldrei gamaldags að vinna með grunnmiðlana og viðhafa sígildar aðferðir, og myndverk verður SIGURVEIG Knútsdóttir, dúkrista, einþrykk, 1997. aldrei fullgilt fyrir það eitt að vera í hugljúfu samræmi við tíðarandann og marsípanmarxismann. Vinnsluferlið er enn við lýði í verkum hinna beztu núlistamanna, sem hver og einn getur grennslazt fyrir um ef vill. Það telst alveg rétt hjá Sigurveigu, að hún vinni með andstæður hins rökræna og hins sálræna og samspil þessara þátta í tilfinningalífi mannsins. Og þótt þetta sé ekki ýkja frumlegt er afar vel staðið að verki, einkum í myndunum tveim fyrir miðju til hægri er inn er komið og eru úr myndröðinni „Línuför“ frá þessu ári. Má segja, að hér sé grunnurinn réttlegur fundinn, og nú er að vinna úr honum. Bláprent Stöðlakot ÞRYKK INGA RÓSA LOFTSDÓTTIR Opið daglega frá 14-18. Til 9. nóvember. Aðgangur ókeypis. UM ER að ræða fimmtu einkasýningu Ingu Rósu Loftsdóttur, og hún hefur tekið þátt í jafnmörgum samsýningum. Framkvæmdimar hafa verið af hógværara taginu og hér sker sú í Stöðlakoti sig ekki úr. Inga Rósa skilgreinir bláprent á þann veg; „að það hafi verið notað hér áður fyrr til að fjölfalda teikning- ar. Aðferðin sé einföld; ljósnæm- ur vökvi er borinn á pappír, INGA Rósa Loftsdóttir: Bláprent 1997. teikning á filmu, glæru eða gangnsæjan pappír er sett ofan á. Síðan er lýst á með mikilli birtu. Þegar réttur litur er kom- inn á myndina er vökvinn þveg- inn í burtu.“ Það er svo sólin á liðnu sumri sem í þessu tilviki er Ijósgjafinn í ferlinu. Teikningarnar sem stuðzt er við eru bæði nýjar og gamlar, þótt flestar séu nýlegar. Það er auðséð að teikningarn- ar eru frá ýmsum tímum jafn ólíkar sem þær eru og misjafnar að gæðum, jafnframt einkennast þær sumar af afar sterkum jap- önskum áhrifum, sem er sök sér. Eitthvað skortir á ferska lif- un í útfærsluna og er það trúa mín að Inga Rósa leiti full mikið langt yfir skammt að myndefn- um. Þau eru allt um kring og máli skiptir að vinna úr því sem maður hefur handa á milli og umbreyta því í líf og ferska sköp- un. Hér er um full mikla vark- árni og átakaleysi að ræða og mætti Inga Rósa æsa sig upp, líkt og slangan er æst upp af hendi töframannsins, áður en hún leggur hönd að verki. Línan nær hvað mestum áhrifamætti í myndunum Eva (3) og „An Art on Our Own“ (14). Meira af slíku. Bragi Ásgeirsson Töffarinn Hamlet KVIKMYNPIR Rcgnboginn „WILLIAM SHAKESPEARE’S HAMLET" ★ ★★ Leikstjóri: Kenneth Branagh. Handrit: Ken- neth Branagh. Byggt á leikriti Williams Shake- speares. Kvikmyndataka: Alex Thomson. Bún- ingar: Alexandra Byrne. Sviðsmynd: Tim Harv- ey. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Derek Jacobi, Julie Christie, Kate Winslet, Brian Blessed, Richard Briers, Nicholas Farrell, og Michael Maloney. 140 min. Bresk/bandarísk. Turner/ Castle Rock Enertainment/ Columbia Pictures Corporation/ Fishmonger Films. 1996. KENNETH Branagh lét sig ekki muna um að gera tvær útgáfur af Hamlet þegar hann réðst í að kvikmynda verkið. Onnur er yfir tveggja tíma löng, svipuð lengd og vanalega er boðið upp á í leikhúsuppsetn- ingum á verkinu, hin fjórir tímar og á nokkurn veginn að skila Hamlet í heild sinni. Þessi dómur er um styttri útgáfuna. Kenneth Branagh virðist vera leikari sem elskar eigin ímynd og þegar hann tekur að sér leikstjórahlutverkið líka til þess að kvikmynda virt bókmenntaverk sleppir hann leikaranum alveg lausum (sbr. „Henry V“ ig „Mary Shelley’s Frank- enstein"). Hann daðrar við vélina út í gegn, og tekur á hlutverkunum með krafti og gæjalegum tilburðum. Þessi aðferð hans heppnaðist vel í „Henry V“, var hrikalega pirrandi þegar hann kvikmyndaði Franken- stein, en í þetta skipti, í „William Sha- kespeare’s Hamlet", sleppur Branagh fyrir horn, rétt svo. KENNETH Branagh í hlutverki Hamlets og Julie Christie í hlutverki Geirþrúðar móður hans. Leikstjórinn Branagh er nefnilega nógu naskur til þess að fá úrvalsleikara og stjörnufans til sam- starfs sem skapa mótvægi við hama- ganginn í leikaran- um Branagh. Derek Jacobi er t.d. hreint frábær sem bróður- morðinginn Kládíus. Sektarkenndin plagar kónginn en hindrar hann ekki í því að beita öllum meðulum til þess að halda konungstigninni og drottningunni (Julie Christie). Annað dæmi um hæfni leikstjórans er að honum tekst að ná fram hófstilltum, já, hófstilltum, og fyndnum leik frá Billy Crystal (hann leikur grafarann) sem ég verð að telja töluvert afrek þó að atriðið sé frekar stutt. Það er einnig nokkur sig- ur að fá gamanatriði úr harmleik eftir Shakespeare til að ganga upp þar sem þau virðast oft eldast verst. Um önnur hlutverk er það að segja að þar er valinn maður í hveiju rúmi. Bæði vanir Shakespeareleikarar og Hollywood- stjörnur skila sínu af mikilli einurð og lagni. Ein og ein feilnóta er reyndar sleg- \í in, t.d. verður Julie Christie helst til skræk þegar hún mætir Hamlet í dyngju sinni eftir að hafa horft á leikritið í leikritinu. En þetta er smáatriði, að öðru leyti er hún drottningarleg og túlkar vel vafann sem fer að leita á hana þegar líður á verkið. Branagh velur að sviðsetja Hamlet á 19. öld með heilmikilli pomp og pragt. Umgjörðin er smekkleg, einföld en samt íburðarmikil hjá sviðshönnuðinum Tim Harvey, og búningarnir flottir og í sumum tilfellum sexý hjá Alexöndru Byrne. Kvik- myndatakan er stórbrotin hjá Alex Thomas (ég hefði viljað sjá myndina á stærra tjaldi en er í Regnboganum), nema það væri óskandi að Branagh gæti hamið tilhneig- ingu sína til þess að hringsnúast með myndavélina í kringum leikara í tíma og ótíma. Textinn er fluttur af virðingu þrátt fyr- ir flúrið í kring og er jafn magnaður og alltaf. Branagh er auðvitað með frábært efni í höndunum og vinnur nokkuð vel úr verki Shakespeares. Stærsti ókostur mynd- arinnar er þó einmitt ójöfn framvinda. Ég velti því fyrir mér hvort lengri útgáfan hefði sterkari uppbyggingu og flæði, það gildir svo sem einu því það breytir ekki þeirri staðreynd að þessi stutta útgáfa á Hamlet er á köflum brokkgeng og áhuginn hjá manni dettur niður. Þessi ójafna framvinda kemur niður á tilfinningasveiflunum í harmleiknum. Ég hef grátið yfir Hamlet en útgáfa Branaghs snerti mig ekki, hvorki örlög Ófelíu né endalokin þegar allir hrynja sem flugur. Þrátt fyrir þessa galla er Hamlet vel þess virði að sjá þó það væri ekki nema fyrir lokauppgjörið sem Branagh sviðsetur með stíl sem Errol Flynn hefði getað verið stolt- ur af og skylmingarsenu sem er náskyld bardagasenunum úr söngleiknum Sögu úr Vesturbænum. Anna Sveinbjarnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.