Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 17 Atvinnumálanefnd úthlutar fimm styrkjum til atvinnuþróunar Eldvari, útboðsbanki, sjávar- afurðir og sjónvarpsstöð Morgunblaðið/Kristján SVAVAR Guðni Gunnarsson hönnuður Eldvara, Páll Sólnes og Gísli Gunnlaugsson frá Aksjón, Jón R. Krisljánsson og ísak Oddgeirsson frá Teistu en þeir hlutu styrki atvinnumálanefndar að þessu sinni. Með þeim á myndinni eru Hákon Hákonarson formaður nefndarinnar og Berglind Hallgríms- dóttir forstöðumaður Atvinnumálaskrifstofu, en þeir Árni Laugdal og Loftur Sigvaldasson sem einnig fengu styrki nefndarinnar voru ekki viðstaddir afhendingu þeirra. ATVINNUMÁLANEFND Akur- eyrar hefur afhent styrki til 5 fyrir- tækja og einstaklinga til atvinnu- þróunar. Hákon Hákonarson for- maður nefndarinnar sagði að styrk- irnir væru miðaðir við þarfir minni fyrirtækja en kæmu þeim vonandi að gagni og sýndu að eftir starfi þeirra væri tekið. Að þessu sinni bárust nefndinni 15 umsóknir um styrki en við út- hlutun var ákveðið að styrkja 5 fyrirtæki og einstaklinga. Við mat á umsóknum var m.a. lagt mat á nýsköpunargildi og raunhæfi verk- efna, að þau stuðluðu að þróun og hagræðingu innan fyrirtækja sem og verkefni sem miða að því að setja á markað nýjar framleiðslu- vörur. Akureyrsk sjónvarpsstöð, Ak- sjón ehf, hlaut 300 þúsund króna styrk. Fyrsta útsending var síðast- liðinn laugardag en stefnt er að senda út svæðisbundið efni nokkr- um sinnum í viku. Fyrirhugað er að stækka útsendingarsvæðið þannig að á vordögum nái það til um_20 þúsund manns. Árni Laugdal hlaut 200 þúsund króna styrk vegna stofnunar „Út- boðsbanka“, fyrirtækis sem fylgist með útboðum og miðlar upplýsing- um um þau til áskrifenda auk þess að vinna að upplýsingamiðlun um útboðsmarkaðinn. Einn maður mun stafa við þróun þess, hugþún- aðargerð og markaðssetningu en gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist á næsta ári og muni ekki síst nýtast verktökum á Akureyri og nágrenni. Loftur Sigvaldason hlaut einnig 200 þúsund króna styrk vegna stofnunar lítils matvælafyrirtækis sem framleiðir niðurlagða rækju á innanlandsmarkað. Gert er ráð fyr- ir að tveir menn muni vinna við fyrirtækið sem leggur áherslu á að leggja niður valda frosna rækju í sérstakan lög sem viðheldur fersk- leika hennar. Fyrirtækið Rafverk ehf fékk 200 þúsund króna styrk til að vinna að þróun frumgerðar „Eldvara" en það er búnaður sem rýfur raf- straum af eldavél fari hiti frá hellu upp fyrir eðlileg mörk svo eldhætta skapist. Svavar Guðni Gunnarsson er hönnuður „Eldvara" Teista ehf hlaut 200 þúsund krónur en fyrirtækið er að undirbúa fullvinnslu sjávarafurðatil að fram- leiða heilsufæði. Hráefnið er „sur- imi“, fiskafurðir og annað sjávar- fang. Surimi, fiskprótein til iblönd- unar, er ekki framleitt á íslandi svo fyrst í stað verður það flutt inn en stefnt er að framleiðslu þess hjá Teistu er fram líða stundir. Orgelverk á frönsk- um dögum GILFÉLAGIÐ í samvinnu við franska sendiráðið, Alliance Francaise og Listvinafélag Akur- eyrarkirkju hafa staðið fyrir Frönskum dögum á Akureyri í vik- unni sem er að líða. Dagskráin Frönsk lög og ljóð sem vera átti á dagskrá í kvöld, föstudagkvöld hef- ur verið frestað fram í nóvmeber af óviðráðanlegum orsökum. Lokaatriði Frönsku daganna verður á morgun, laugardaginn 1. nóvember kl. 12 en þá mun Björn Steinar Sólbergsson leika frönsk orgelverk á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju. Sr. Guðmundur Guðmundsson les ritningarlestra. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Frönsk lauksúpa verður í boði í Safnaðarheimili að tónleikum loknum. Amtsbókasafnið á Akureyri hef- ur kynnt franskar bækur, mynd- bönd og bækur tengdar Frakklandi og veitingastaðurinn Fiðlarinn og kaffihúsin Kaffi Kverið og Café Karólína hafa haft á boðstólum franskan mat og vín og gera það einnig í dag og á morgun. MESSUR LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Laufáskirkju sunnudagkvöldið 2. nóvem- ber kl. 21. Minnst látinna. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Kyrrðar- og bæna- stund í Grenivíkurkirkju kl. 21 næstkomandi mánu- dagskvöld. Ath. breytta dag- setningu. Vento Volkswagen Oruggur á alla vegu! HEKLA tilbúinn á götuna ! VWVento kostar frá kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.