Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 61 FOLK I FRETTUM FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Föstudagur Sjónvarpið ►21.10 Sú efnishug- mynd að breska konungsfjölskyldan eins og hún leggur sig farist af slys- förum er ekki fyndin - síst af öllu i framhaldi af atburðum sumarsins - og hún var heldur ekki fyndin fyrir 6 árum þegar bandaríska gamanmynd- in l:Ríkiserfinginn (King Ralph, 1991) var frumsýnd. Það örlar hins vegai- á ofvaxinni aulafyndni í ein- stökum atriðum þegar erfingi knin- unnar, misheppnaður bandarískur skemmtikraftur, leikinn af John Goodman, fer að reyna að gera sig heimakominn við hirðina. En skopá- deilan missir marks hvað eftir annað þótt John Hurt og Peter O’Toole geri sitt besta í sínum hlutverkum. Leik- stjóri David S. Ward. ★★. Sjónvarpið ►23,40 Danir eru komnir langt frá sínum hefðbundna og huggulega dagstofuhúmor í spennumyndinni LNöðru-aðgerðin (Operation Cobra, 1995), þar sem þrír ungir menn blanda sér í alþjóð- leg hryðjuverk til að koma í veg fyrir morð á utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Vonandi er myndin ekki jafn fáránleg og hugmyndiin. Leikstjóri er Lasse Bang (!) Olsen og aðalleikarar Robert Hansen, Kasper Andersen og Line Kruse. Stöð 2 ► 13,00 og 0.20 Fyrri grínspennumyndin um lögguparið Riehard Dreyfuss og Emilio Estevez 1:Á vaktinni (Stakeout, 1987) er hin prýðilegasta afþreying þar sem þeir félagar gæta þokkadísarinnar Madel- eine Stowe og glíma við geggjaða morðingjann Aidan Quinn. Hand- bragð Johns Badham leikstjóra er rennilegt að vanda en jafnvægið milli grínsins og ofbeldisins er óstöðugt á köflum. ★★★ Stöð 2 ►20.25 Fjölskyldumyndin l:Bókagaldur (The Pagemaster, 1994) blandar saman teiknimynda- tækni og lifandi leikurum í sögu af ungum dreng (Macauley Culkin) sem öðlast sjálfstraust þegar hann geng- ur inn í ævintýraheim bóklesturs. Þessi boðskapur hefur oft verið not- aður, til dæmis í LSögunni enda- lausu, og hér fær hann heldur flatneskjulega úrvinnslu. ★★ Stöð 2 ►22.20 John Milius, hand- ritshöfundur og leikstjóri, er nálægt sínu besta í þroskasögunni l:Stóri dagurinn (Big Wednesday, 1978), þar sem þrír ungir vinir á 7. áratugnum - leiknir af Jan-Michael Vincent, William Katt og Gary Busey - glata sakleysi brimbrettalífsins á bað- ströndinni eftir því sem árin og ábyrgðin og þjóðfélagsólga setja mark sitt á þá. Yfirleitt vel gert og vel leikið. ★★★ Stöð 2 ►2.20 Barnapíuhrollvekja Johns Carpenter l:Hrekkjavaka (Halloween, 1978) stendur enn fyrir sínu þótt óteljandi sporgöngumenn hafi síðan gengið mun lengra í blóðsúthellingum og subbuskap í lýs- Ræsti dagar Fjórfaldur hrollur BANDARÍSKA gervihnattarásin TNT Classic Movies, sem endur- sýnir dagskrá sína svo miskunnar- laust að senn fara rispumar að sjást, býður í kvöld upp á fjórar hrollvekjur, þar af þrjár býsna magnaðar. Sú fyrsta er einhver snarpasta reimleikamynd allra tíma, l:Poltergeist (1982, kl. 21.00), þar sem Tobe Hooper og Steven Spielberg tekst það sjald- gæfa - að blanda saman tækni- brelluhrollvekju og þjóðfélagsá- deilu. l:The Fearless Vampire Killers 1967, kl. 23.00) eftir Rom- an Polanski er ein af fáum hroll- vekjum sem lánast að flétta gam- ansemi saman við vampírusögu, feikilega litríka og fallega svið- setta. Önnur vampírusaga er LThe Hunger 1983, kl.Ol. 00), þar sem Catherine Deneuve og David Bowie leita sér blóðmikilla fómar- lamba til að framlengja líf sitt. Tony Scott leikstjóri fórnar sög- unni fyrir stílinn en stfllinn er að sönnu laglegur. Síðasta hrollvekja þessa myrka kvölds er svo önnur og eldri reimleikamynd en Polt- ergeist, l:The Haunting 1963, kl. 02.45). Þar sýnir og sannar Ro- BLÓÐSUGAN Ferdy Mayne nartar í Sharon heitna Tate, eiginkonu Romans Polanski leiksijóra The Fearless Vampire Killers. bert Wise leikstjóri að næmleg notkun svart-hvítrar myndatöku og ekki síður magnaðrar hljóðrás- ar getur slegið út allar samanlagð- ar tæknibrellur tölvusérfræðinga nútímans. Poltergeist ★★★★ The Fearless Vampire Killers ★★★★ The Hunger ★★ The Haunting ★★★ Kyntiing í dag á morgun, laugardag. kynningar- afsláttur og fallegur kaupauki. Allir sem koma í dag fá prufu af nýjum dömuilmi. Laugavegi / 4 ingum á fjöldaaftökum á unglings- stúlkum. ★★★ Sýn ►21.00 Spennumyndin LGlæpahugur (Criminal Mind, 1993) notar slitna plötu um tvo bræður sem hafna hvor sínum megin laga og rétt- ar, annar saksóknari, hinn glæpon. Rétt þolanleg afþreying. Aðalhlutverk Ben Cross, Frank Rossi, Tahnee Welch. Leikstjóri Joseph Vittorie. ★'A Sýn ►23.45 Rándýrið 2 (Predator 2, 1990) kemst ekki í hálfkvisti við forvera sinn og Amold Schwartzenegger er fjarri góðu gamni þegar hin ósýnilega geimvera gengur til liðs við löggur framtíðar- innar í Los Angeles í baráttu við ill- þýði. Leikhópurinn er bærilegur með Danny Glover í broddi fylkingar en sagan er þynnri en þunnildi. Leik- stjóri Stephen Hopkins. ★★ Ami Þórarinsson Dazz í kvöld kl. 21.00 Múl INn Sigurður Flosason Kjartan Valdimarsson Þórður Högnason Matthías Hemstock 3ómfrúin 0TOPPMYNDIR í SAMBÍÓUNUM RAS2 Topp hasarmynd með Harrison Ford. Fyrirtaks skemmtun! MBL. ★ ★★ MBL. ★ ★★ DV. ★ ★★ RÁS 2 Mel Gibson fyndinn og Julia Roberts frábær! MBL. ★★★★ MBL. ★★★ DV. ★ ★★ RÁS 2 Foster og Zemeckis í toppformi og allir í verðlaunastellingum! MBL. ★ ★★★ MBL. ★ ★★★ DV. ★★★★ RÁS2 Frábær spenna. Travolta og Cage pottþéttir. MBL. RAS2 Frábær spennumynd með fagmannlegu yfir- bragði. MBL. Mlsstu ekki af vagninum Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Símí: 510-0000 • Fax: 510-0001 adidas Aðeins 54.990#" stgr. Það eru nýjar glæsilegar innréttinqar í öllum 20 gerðum i’ÍJFtAM kæliskápanna. fyrsta flokks frá /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 UTILÍP 7xM 7H1 * 17 Glæsibæ - Sími 581 2922 Landsleikur 2. nóvember - Forsala aðgöngumiða i UTILÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.