Morgunblaðið - 31.10.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 31.10.1997, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ] 'WIECÞIÍ/NPAHATI^ Dagskrá ■■ Kvikmyndahátíðar í Reykjavík Föstudagur 31. október Regnboginn KL 5 og 9 Swingers (Djammið), leikst. Doug Liman, Cosi leikst. Mark Joffe. Kl. 7 Driftwood (Rekaviður) leikst. Ronan O'Leary, SubUrbia (Úthverfi) leikst. Richard Linklater. Kl. 11 Paradise Road (Paradísarvegur) leikst. Bruce Beresford, Substance of Fire (Fjölskylda á krossgötum) leikst. Daniel Sullivan. Stjörnubíó Sýningar á Touch (Snerting), leikst. Paui schrader, hefjast fljótlega. Sambíóin/Bíóborgin Twelfth Night (Þrettándakvöld) leikst. Trevor Nunn. Sjá bíóauglýsingar. Laugarásbíó Kl. 5 Drunks (Byttur) leikst. Peter Cohn. Kl. 7 Winner (Sigurvegarinn) leikst. Alex Cox. Kl. 9 og 11 La tréve (Sáttmálinn) leikst. Francesco Rosi, End of Violence (Endalok ofbeldis) leikst. wim wenders. Háskélabíó Kl. 5.15 Carla's Song (Söngur Körlu) leikst. Ken Loach. Kl. 9 og 11 Gridlock'D (Á snúrunni) leikst. vondie Curtis Haii. Kl. 9 og 11 Georgia (Georgia) leikst. uiu Grosbaard. Sjá nánar í blaði Kvikmyndahátíðar og DV. 6^ Veltíngahúsið Artun Vagnhöfða 11. S: 567 4090 Fax: 567 4092 Dansleikur Dansbandið leikur gömlu dansana Húsið verður opnað kl. 22.00 Blönduð tónlist á laugardagskvöld í kvöld. Greatest Hrts Millarnir + Páll óskar Laugardagskvöld H1jómsveitin Casino Dj Tommi X rjtsjafa 8 - K) C Jhnl 562 68/0 23 ára alJurslalmarí FOLK I FRETTUM Grænt og ilmandi gítarrokk MYNDBOND Ljúf vega- mynd Ruby Jean og Joe (Ruby Jean and Joe) II r a in a -k-kVz Framleiðandi: Walter Shenson. Leikstjóri: Geoffrey Sax. Handrits- höfundur: James Lee Barret. Kvik- myndataka: James L. Carter. Tón- list: Stephen Graziano. Aðalhlut- verk: Tom Selleck, Rebekah John- son, JoBeth Williams, Ben John- son. 112 mín. Bandaríkin. Háskóla- bíó 1997. Útgáfudagur: 21. októ- ber. Myndin er öllum leyfð. BANDARÍKJAMENN hafa ávallt litið á villta vestrið með glampa í augum. Þar var náttúran ótamin og menn- irnir munduðu karlmannlega hólka sína í götu- einvígum á há- degi. Kúrekinn er stór hluti af menningu Banda- ríkjanna og haíá vinsældir hans tekið töluverðan fjörkipp á síðustu áram, en nú eru þessir menn gresjunnar settir inn í ys og þys nútímanns og oftar en ekki drekkir vélknúið samfélagið þeim. Joe Wade (Tom Selleck) er enn eitt dæmið um kúreka sem hefur fortíð og reynir að gleyma henni með því að stara sem mest á botninn á viskýglasinu. Hann þvælist frá einni óhemjureiðinni til annarrar og virðist ekki eiga neitt líf fyrir utan það. Það er ekki fyrr en að hann tekur upp í bifreið sína unglingsstúlkuna Ruby Jean, að þessi útjaskaði kúreki finnur aftur tilgang með lífinu. Ruby Jean og Joe segir sögu þessara ólíku einstaklinga, sem jbola varla annað í byrjun en brátt taka aðrar tilfinningar við, sem sagt mjög dæmigert. Leikur Rebekah Johnson og Tom Selleck heldur myndinni nær algerlega uppi. Þau eru mjög skemmtileg í hlutverkum sínum og sýna margar hhðar á vel skrifuðum persónum Ruby og Joe. Aðrír leikarar standa sig allir ágætlega þótt flestir staldri stutt við vegna frásagnar- forms myndarinnar, sem er vega- mynda formið. Myndin er aldrei væminn en hefði mátt vera aðeins styttri því undir lokin er hún farin að teygja lopann töluvert. Ottó Geir Borg TOfVIJST Gcisladiskur ÁSTÆÐAN FUNDIN Smágeislaplata hljómsveitarinnar Soðinnar fiðlu, sem skipuð er Gunn- ari Erni Svavarssyni á bassa, Arnari Snæ Davíðssyni gítarleikara og söngvara, Agli Tómassyni gítarleik- ara og söngvara og Ara Þorgeiri Steinarssyni sem leikur á trommur og slagverk. Upptökustjórn, hljóð- blöndun og aðstoð við útsetningar: Jón Þór Birgisson. Smekkleysa gefur út. 999 kr. 25 mín. ÞEIR SEM voru svartsýnir fyrir hönd íslenskrar popptónlistar fyrh- nokkrum misseram geta ekki rétt- lætt þá tilfinningu lengur. Hljóm- sveitir hafa ýmist verið að springa út í frábærri sköpunargleði eftir langt starf eða komið fullmótaðar fram á sjónarsviðið. Eg leyfi mér að fullyrða að gróskan hafi sjaldan ver- ið meiri. Soðin fiðla var stofnuð rétt fyrir Músíktilraunir, sem hún sigraði síð- an. Núna, nokkrum mánuðum seinna, er fyrsta afurðin komin út, stuttgeislaskífan Astæðan fundin. Óhætt er að segja að platan sú arna svíkur ekki. Maður hefur á tilfinningunni að fyrsta lagið, Grænn, sé einnig það nýjasta. Sjarmerandi gítarlag sem minnir um margt á Bandaríkin, há- skólarokk í anda Sebadoh. Slíkt heyiúst ekki á hverjum degi hér á landi en er að sama skapi kærkomin tilbreyting. Vala Gestsdóttir leikur á soðnar fiðlur (og víólur ef mér misheyrist ekki) og ljær laginu sí- gildan anda. Yndislegt, gi-ípandi og ferskt lag. Vala fær að leika lausum hala í næsta lagi, Soðin fiðla, þar sem fiðl- urnar berjast um í pottinum og um- vefja hver aðra í óskipulegum en bragðgóðum tónalegi. Titillagið er númer þrjú og það er af sama toga og Grænn, þótt gítar- inn sé ekki jafn áberandi í útsetn- ingunni. Sennilega besta lag plöt- unnar, hreint hnossgæti. Ef Astæð- an fundin og Grænn era til marks um stefnu sveitarinnar í framtíðinni þarf hún engu að kvíða. Jón Þór Bírgisson úr hljómsveit- inni Sigur Rós syngur næsta lag, Opinn, á sinn sérstæða hátt. Lagið er í Sigur Rósar-stíl, reyndar gæti óreyndur haldið að þar væri Sigur Rós komin. Lagið er draumkennt og minnir undirritaðan á eitthvað sem hann man ekki alveg hvað er, gott ef ekki Smashing Pumpkins. Og þó. Með laginu Fyiúrmynd fer hins vegar aðeins að halla undir fæti. Lagið er að vísu ágætt, en það er gerólíkt hinum lögunum og minnir á íslenskt nýbylgjurokk fyrir á að giska fjórum árum. Helst til venju- legt. Síðasta Iagið, Of langt, ber ekki nafn með rentu þótt það sé á sjö- undu mínútu. Það er kaflaskipt; fyrri hlutinn sunginn en hljóðfærin fá að njóta sín í seinni hlutanum. Báðir kaflar eru góðir, sérstaklega sá hinn fyrri, sem hefði mátt vera aðeins lengri. Rúsínan í pylsuend- anum. Þátttaka Jóns Þórs Birgissonar í upptöku plötunnar er kapítuli útaf fyrir sig. Hann nær mjög góðum hljómi, sérstaklega í Grænum og Ástæðan fundin. Skyldi íslenski þunnildishljómurinn vera allur? Undirritaður spáir að Jón eigi eftir að vera eftirsóttur sem upptöku- stjóri hjá íslenskum sveitum í fram- tíðinni. Hljóðfæraleikur er svo að segja óaðfinnanlegur, textagerð einföld og ágæt, en nokkuð er um stafsetn- ingaivillur í bæklingi („tilfinningar reyka“, „leggðu dröginn") og það er alltaf bagalegt. Bæklingur er ann- ars vel unninn og útlítandi. Soðin fiðla er heil vika í vori ís- lenskrar tónlistar. Til að finna ilm- inn af nýútsprungnum páskaliljum er nauðsynlegt að eignast Astæðan fundin. ívar Páll Jónsson Nýju litirnir komnir Spennandi nýjungar NO NO NAME .......- COSMETICS ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Spes Háaleitisbraut, Ingólfsapótek Kringlunni, Verslunin 17, Laugavegi, Oculus, Primadonna, Snyrtistofan Paradls, Garðabæ, Hár og Útlit, Rún Hafnarfirði, Versl. Dísolla Firðinum, Gott útlit hárgreiöslustofa, Hárgreiðslust. Lottleiðum, Hárþing, Heilsa og Fegurð, Síðumúla. Keflavík: Smart, Akureyri: Betri líðan og Snyrtivöruv. Ilmur, Borgarnes: K-2, Vestmannaeyjar: Farðinn, Grindavík: Hárhöllin, Húsavík: Hilma, ísafjörður: Snyrtihús Sóleyjar, Dalvík: Snyrtist.Tanja, Sauðárkrókur: Snyrtist. Táin, Skagfirðingabúð, Selfoss: Snyrtist. Ólafar, Höfn: Snyrtist. Ólafar, Neskaupstaður: Snyrtist. Rakel, Patreksfjörður: Patreks apótek, Vopnafjörður: Lyfsalan, Grundarfjörður: Hársnyrtistofa Eyglóar, Egilsstaðir: Snyrtist. Ragnheiðar, Hvolsvöllur: Snyrti- og sólbaðsstofan Ylur. Snyrtivörukynning laugardaginn 1 Laugavegi kl. 14-17. nóv. í Helga Sæunn, förðunarfræðingur kynnir nýju litina. NAME förðunarskóli og studio Hverfisgötu 76, sími 561 6525.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.