Morgunblaðið - 31.10.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 31.10.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTU DAGUR 31. OKTÓBER 1997 31 LISTIR Refurinn Brúsi Morgunblaðið/Kristinn TRÍÓ Reylgavikur heldur tónleika í Hafnarborg á laugardagskvöld með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Á æfingu í vikunni voru gestir tríósins tveir og var Melkorka dóttir Sigrúnar í hlutverki áhorfanda. ÞAU Guðný Guðmundsdóttir, Peter Maté og Gunnar Kvaran bregða út af vananum á öðrum tónleikum vetrarins hjá Tríói Reykjavíkur. Tónleikarnir hafa verið færðir fram um einn dag og verða í Hafnarborg laugar- dagskvöldið 1. nóvember kl. 20. Sigrún Hjálmtýsdóttir verður gestur á tónleikunum að þessu sinni og flutt verða sönglög og ariur frá ýmsum timum. Efnis- skráin er mjög fjölbreytt og spannar tónlistarsöguna allt frá barokki til samtímans. Á tónleik- unum verður frumflutt verkið Spor eftir Áskel Másson frá 1994 sem samið er fyrir sópran, selló og píanó. Söngverk Áskels er við ljóð eftir Thor Vilhjálmsson og til- einkað skáldinu. Áskell hafði söngrödd Sigrúnar í huga þegar hann samdi verkið. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún syngur með Tríói Reykjavíkur. „Okkur Brugðið út af vananum er mikill heiður að því að fá Diddú sem gest tríósins," segir Gunnar. „Þá er skemmtileg til- breyting að blanda tríóið okkar söng.“ Efnisskrána segja þau taka mið af þeim verkum sem samin hafa verið fyrir píanó-tríó og söngrödd, reyndar mæði minnst á fiðlunni að þessu sinni. Á tón- leikunum verður þó flutt óvenju- leg útsetning enskra þjóðlaga fyrir sópran og fiðlu eftir R. Vaughan Williams. Tónleikarnir hefjast á þremur sönglögum eftir Handel. Þá tek- ur Brahms við í Sónötu Op. 38 i e-moll, fyrir píanó og selló. Eftir hlé er frumflutningur á Spori eftir Áskel Másson. Að loknum ensku þjóðlögunum taka svo óperuaríur við og á þeim lýkur tónleikunum. Fyrst er það Söng- ur Rúsölku úr óperunni Rúsalka eftir Dvorák. Þar segist Sigrún hafa notið aðstoðar Peters við að syngja á tékknesku. Mozart tekur við í Aríu Constönsu úr óperunni Brottnámið úr kvenna- búrinu. Loks er haldið til Italíu, fyrst er leitað til Puccinis í Kan- sónu Dorettu úr La Rondine og lokaarían er Cavatína úr óper- unni Rakarinn frá Sevilla eftir Rossini. „Við látum vaða með n\jög ólíkar óperuaríur," segir Sigrún. „Og ég hef enga þeirra sungið á tónleikum áður. Hver aría hefur sinn söngstí) og því má segja að allt litrófið verði tekið fyrir.“ BÖKMENNTIR Barnabók BRÚSI eftir Finn Torfa Hjörleifsson. Þóra Sigurðardóttir myndskreytti. Mál og menning, 1997.67 bls. UNDIRFYRIRSöGN þessarar bókar er: Saga um vináttu manns og refs eða saga um það hvenær maður veiðir ref og hvenær maður veiðir ekki ref. Aftan á titilsíðu eru þakkir sendar hópi barna sem hlust- uðu á söguna um Brúsa (væntan- lega í útvarpi?) og lögðu höfundi til bréf og myndir tengd efni sög- unnar. Ekkert af því er þó birt í bókinni og hefur því enga merkingu varðandi söguna sjálfa. í fyrsta kafla segist höfundur ætla að segja börnum sögu, bæði góðum og þæg- um, illum börnum og óþægum, stór- um og eldgömlum - og til skýringa er því við bætt að það séu börn eldri en höfundur. Hann segir líka sína skoðun á vitlausum sögum, þ.e. sögum sem ekki eiga sér stað í veruleikanum. Svo hefst hin raunveruiega saga sem fjallar um höfundinn, Finn Torfa, sumarbústaðinn hans og kynni hans af ref sem hann kallar Brúsa. Lýsing á landslagi Borgar- fjarðar er unnin af þekkingu og sömuleiðis kynnir höfundur lesand- ann fyrir hundinum sínum henni Kolfínnu sem kölluð er Kolla. Hon- um tekst að koma á samskiptum við refínn, gaggast á við hann og lokkar hann nær en þegar refurinn er kominn í skotfæri hættir höfund- ur við að skjóta hann. Því næst tekur höfundur að ræða við refínn um lífið og tilveruna, líf hans í gren- inu, lífsbaráttuna og fleira. Hann fylgir refnum um skeið, kynnist lífs- baráttu hans, gefur honum að éta í harðindum og hefur samúð með honum þegar illa fer. Höfundur lætur Brúsa tala sitt refamál um sólartíð og snjóatíma í stað sumars og vetrar, um hvellprik í stað haglabyssu og prikið með hvininum sem er riffíll. Þessi orða- notkun er eðlileg og skemmtileg og er svo skiljanleg að ekki er nein þörf fyrir skýringar eða túlkanir. Stærsti galli sögunnar er sögu- maðurinn. Höfundur þvælist fyrir sögunni og eyðileggur allt eðlilegt flæði í frásögninni með því að vera sífellt að koma sér og sinni persónu að sögunni. Hann kemur með leiðin- legar orðaskýringar í tíma og ótíma, segir iesandanum hvað hann hafí sagt við refínn og umorðar svo það sem hann hefur sagt og setur í sviga til þess að lesandi skilji nú örugglega. Sem dæmi: „Hún át bara mat (ég sagði reyndar bráð) sem ég gaf henni“ (bls. 15). „Hvað varstu með í höndunum (eiginlega sagði Brúsi hér framfótunum, en í réttri þýðingu verður það að vera höndunum, því að ekki eru menn með framfætur; þeir gætu eins ver- ið með afturhendur) - hvað varstu með í höndunum þegar við hittumst fyrst?“ (bls. 16). Hér spillir höfund- ur sögunni og framvindu hennar með þessum ónauðsynlegu skýring- um. Af hvetju mátti ekki Brúsi tala um framfætur á manninum rétt eins og hann talar um hvellprik? Höfundur á að geta skrifað sögu á máli sem lesendur skilja án mikilla túlkana. Saga um íslenskan ref í sínu náttúrulega umhverfi gæti verið heillandi lesning í barnabók og höf- undur þekkir án nokkurs efa líf og háttu refsins, lífsbaráttu hans og tengsl manns og refs þegar á grenjaleit stendur. En þessi bók er hálf-lífvana og það bam sem les hana getur í raun ekki fundið til mikillar samkenndar með refnum vegna yfirþyrmandi nærveru höf- undarins. Myndir Þóru Sigurðardóttur eru snotrar en þeim tekst heldur ekki að glæða söguna því lífí sem efni hennar ætti skilið. Sigrún Klara Hannesdóttir ÞAU skipa Artic Brass: Arne Bjorhei, trompet, Espen Rækstad, trompet, Heidi Sivertsen, horn, Gaute Vikdal, básúna og Jan- Erik Lund, túba. Norskur blásarakvintett í Norræna húsinu Markaður Bókavörðunnar BÓKAVARÐAN, verslun með bækur á öllum aldri, efnir til ár- legs bókamarkaðar í versluninni, Vesturgötu 17, og hefst hann mánudaginn 3. nóvember kl. 10. 50% afsláttur af öllum bókum Til sölu verða um 700 íslenskar ævisögur, um 800 íslenskar ljóða- og kvæðabækur, mörg hundruð íslensk og erlend leikrit, margvís- leg rit um trúarbrögð og heim- speki, fjöldi ættfræðirita, 700 ís- lenskar skáldsögur, mörg hundruð þýddra skáldsagna, margvísleg rit um íslenska sögu og erlenda, mik- ið úrval allskyns bóka um hagnýt efni, t.d. matreiðslubækur og margt annað efni. í Kolaportinu Nýlega keypti Bókavarðan stærsta lager landsins af forn- bókum, gömium og nýlegum up- plögum af völdum skáldsögum og fræðiritum frá síðustu áratug- um. Þessar bækur verða sýndar og seldar á 50-300 kr. í fímmföldum bás í Kolaportinu næstkomandi laugardag og sunnudag og nokkr- ar helgar fram að jólum. Umræddur bókalager er um 20 tonn, nálega 33 þúsund bindi af hverskyns bókum: íslenskum og erlendum ævisögum, margskyns fræðiritum, ísienskum skáldskap, sögum og kvæðum í úrvali. Föstudagur 31. október Reguboginn: Klukkan 17.00 og 21.00 Swingers Cosi Klukkan 19.00 Driftwood subUrbia Klukkan 23.00 Paradise Road Substance of Fire Laugarásbíó Klukkan 17.00 Drunks The Winner Klukkan 21.00 og 23.00 The End of Violence The Tuce NORSKUR blásarakvintett - Artic Brass heldur tónleika í fundarsal Norræna hússins, í dag, föstudag, kl. 20.30. Á efnisskrá verður allt frá alþýðutónlist til samtímaverka, sem m.a. hafa verið sérstaklega samin fyrir kvintettinn. Einnig verða Ieikn- ir þekktir slagarar. Artic Brass kvintettinn er í tón- leikaferð, sem hófst í Danmörku og kemur hingað til lands frá Græn- landi, þar sem leikið var fyrir börn og unglinga. Auk þess kom Artic Brass fram í Katuaq menningarhús- inu í Nuuk. Sem fyrr segir leggur Artic Brass áherslu á tónlist sem spannar vítt svið og leikur kvintett- inn m.a. verk sem eru á tveimur geisladiskum sem hann hefur sent frá sér undanfarin ár. Artic Brass hefur pantað og frumflutt á fjórða tug tónverka fyrir blásarakvintett hjá norskum tónskáldum og hefur þá gjarnan verið bætt við öðrum hljóðfærum og söng. Artic Brass var stofnað árið 1983 og hét þá „Nordnorsk messingkvint- ett“. Tilgangurinn var að leika kam- mertónlist fyrir málmblásara. Norð- ur-Noregur er ennþá aðalheimkynni kvintettins og þrír úr hópnum eru kennarar við tónlistarháskólann í Tromso. Artic Brass hefur haldið tónleika á Norðurlöndum og tekið þátt í tón- listarhátíðum bæði í Noregi og utan- lands. Auk þess hefur kvintettinn leikið í mörgum útvarps- og sjón- varpsþáttum, m.a. í Noregi, Svíþjóð og Austurríki. Tónleikaferðin til Danmerkur, Grænlands og íslands er styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Norska menningarmálaráðuneytinu og fleiri aðilum. Aðgangur að tón- leikunum er 500 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.