Morgunblaðið - 31.10.1997, Page 16

Morgunblaðið - 31.10.1997, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI P r Morgunblaðið/Kristján Grýtubakkahreppur Sérstakri styrk- ir á næsta skólaári SVEITARSTJÓRN Grýtubakka- hrepps hefur samþykkt að greiða framhaldsskólanemendum úr hreppnum Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri segir að oft sé erfítt fyrir foreldra að kosta börn sín í framhaldsskóla og ekki síst þá sem eiga mörg böm. „Því höfum við ákveðið að styrkja hvem þann sem fær dreif- býlisstyrk frá ríkinu um 20 þúsund krónur að auki á næsta skólaári til prufu. Þetta er verkefni ríkisins og dreifbýlisstyrkurinn er um 50 þús- und krónur. Þetta mál brennur hins vegar á fólki og það er betra að fá 20 þúsund krónur til viðbótar en að þurfa að borga þá upphæð.“ Skúlptúr hluti sviðsmyndar STÖLLURNAR Dís Pálsdóttir, Björg Marta Gunnarsdóttir, Anna Hallgrímsdóttir og Eva Signý Berger voru önnum kafnar við að útbiía skúlptúr í Dynheimum í gær, en haim á að nota sem hluta sviðsmyndar í uppfærslu dansspunahóps sem sýnir í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri í dag. Þessi sýning er hluti af Unglist sem staðið hefur yfir alla vikuna og hefur fjölmargt verið á döfinni, m.a. sýningar og tónleikar. Morfís ræðukeppnin verður haldin í Kvosinni í kvöld kl. 20 þar sem leiða saman hesta sína lið Menntaskólans á Akureyri og Verslunarskóla Islands. Kaffihús hefur verið starfrækt í Dynheimum alla vikur og verið vel sótt, en í gærdag mættu þangað nokkrir af forystumönnum bæjarins. EITT verka Kristjáns Steingríms Jónssonar frá sýningu í Listasafninu á Akureyri. Sýningu Kristjáns Steingríms að ljúka Breyting á gjaldskrá Pósts og síma Aukinn kostnaður nemenda HAUKUR Agústsson kennslustjóri við Verkmenntaskólann á Akureyri segir að skólayfírvöld hafí óneitan- lega áhyggjur af því að breyting gjaldskrár Pósts og síma þannig að landið verði allt eitt gjaldsvæði muni draga úr ásókn í fjarkennslu. Metað- sókn varð í fjarkennslunám við skól- ann í haust en rúmlega 260 manns skráðu sig til náms á þessari önn. „Það er deginum ljósara að þessar aðgerðir munu valda auknum kostn- aði við námið hjá okkar nemendum. Flestallir nemendur okkar tengjast netþjónum í sinni heimabyggð og hafa því verið að hringja á innanbæj- argjaldi fram til þessa. Hver einasti af fjarnemendum okkar mun því verða var við verulega hækkun í kjölfar þess að landið verður eitt gjaldsvæði," segir Haukur en símtöl munu hækka frá því sem var þegar innanbæjartaxti var við lýði. Hann segir að ef til vill breyti nemendur eitthvað notkun sinni, reyni að vera eins skamman tíma og unnt er hverju sinni í símasambandi. Haukur segir að breyting á gjald- skránni muni ekki síður verða þess valdandi að símareikningar bæði skólans og kennara hans muni hækka. Margir kennara við fjarnám- ið vinni heima við, á eigin tölvum og beri kostnað af notkun sjálfir. Haukui- sagði ómögulegt að segja á þessari stundu hvort breytingin drægi úr aðsókn, það kæmi ekki í ljós fyrr en við innritun á næstu önn í fyrstu viku janúar. „Við erum fremur óhressir með þessa breytingu og finnst hún lítt hugsuð,“ segir Haukur. YFIRLITSSÝNINGU á verkum Kristjáns Steingríms Jónssonar í Listasafni Akureyrar lýkur um helgina. Sýningin spannar feril Kri- stjáns sl. 9 ár og samanstendur af rúmlega 30 málverkum unnum með blandaðri tækni á álplötur og á striga, skissum og ljósmyndum. Viðfangsefni Kristjáns Steingríms er náttúran og merking mannsins á náttúru og náttúrufyrirbrigðum. „Eg hef kosið að setja viðfangsefnið fram í málverki en miðillinn skiptir þó ekki öllu máli heldur innihaldið," segir Kristján Steingrímur. Verkin standa fyrir ákveðin merkjaheim sem er í senn flókinn og einfaldur en í öllum tilfellum hafa þau alþjóðlega skírskotun. Verkin opna áhorfand- anum sýn inn í heim tákna sem flestum er framandi. „Eg hef verið að fást við rafmagns- og stærðfræði tengda vatnsföllum og virkjunum á íslandi, veðurfar og veðurlýsingar, gróðurfar og náttúrulýsingar sem byggjast á ákveðnum táknum," seg- ir Kristján Steingrímur. Nýleg verk eru unnin út frá GPS staðsetningar- tækni og fjalla um staðsetningu mannsins í náttúrunni og tæknileg samskipti mannsins við náttúruna. Þó að náttúran hafi verið við- fangsefni Kristjáns Steingríms fram að þessu er tákn víðar að finna. „Maðurinn tákngerir alla hluti og ég gæti vel hugsað mér að spinna við- fangsefnið frá náttúrunni yfir á önn- ur svið í framtíðinni," segir Kristján Steingrímur. Táknin eru bæði í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu og sífelld togstreita er á milli táknsins og fyrirmyndarinnar. „Táknin era notuð til að einfalda tjáskipti og koma upplýsingum á framfæri á ein- faldan og skýran hátt. Tákn eru skýrari og bera meiri upplýsingar en ritað mál og notkun þeirra er alltaf að aukast."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.