Morgunblaðið - 31.10.1997, Side 9

Morgunblaðið - 31.10.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 9 FRÉTTIR Framkvæmdastjóri Flugfélags Islands um bráðabirgða- niðurstöðu Rannsóknarnefndar flugslysa 15% afsláttur Veðurfarslegt fyrir- brigði en ekki vélin sjálf „VIÐ höfum fengið það staðfest hjá Rannsóknarnefnd flugslysa að þarna var eingöngu um veðurfars- legt fyrirbrigði að ræða en ekkert sem rekja má til vélarinnar sjálfrar eða flugeiginleika hennar,“ sagði Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Metró vél fé- lagsins, TF JML sem lenti í kröppum vindstreng yfir ísafjarðardjúpi 16. ágúst sl., kom til landsins í gær og verður sett í áætlunarfiug á ný í dag. Rannsóknarnefnd flugslysa er að ljúka skýrslu sinni um flugatvikið en ljóst er að vélin lenti í svokölluðu bylgjubroti, sérstakri tegund af fjallabylgjum sem myndast á mjög takmörkuðu svæði í stuttan tíma og verður þar mjög harkalegt upp- og niðurstreymi. Ljóst þykir einnig að þar sem Metró vélar ídifra mjög hratt lenti vélin í bylgjubrotinu en Doktor í aðgerða- greiningu •ÁRNIG. Hauksson varði 30. september síðastliðinn doktorsrit- gerð sína í aðgerðagreiningu við Massachusetts Institute ofTec- hnology (MIT) í Cambridge, Massachusetts. Ritgerðin „The Commercializ- ation of Uni- versity Rese- arch Outcomes: Are University Technology Trans- fer Offices Stimulating the Proc- ess?“ fjallar um hvernig niðurstöð- ur rannsókna í bandarískum skól- um eru notaðar í atvinnulífinu. Sérstök áhersla er lögð á að greina áhrif skrifstofa sem hafa þann til- gang að sækja um einkaleyfi fyrir uppgötvunum og að selja þær síðan til aðila í atvinnulífinu sem hafa áhuga á að hagnýta sér hina nýju tækni. Aðalleiðbeinandi Árna var Arn- old I. Barnett, prófessor við við- skipta- skóla MIT (Sloan School of Management). Áðrir leiðbein- endur voru: Prófessor John D.C. Little, Prófessor Stephen C. Gra- ves, og Prófessor Stan Finkel- stein. Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988, og lokaprófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla íslands 1992. Að loknu meistaranámi í aðgerðagreiningu frá MIT í október 1993 starfaði hann hjá rekstrarráðgjafafyrir- tækinu Monitor Co. í Cambridge, Massachusetts. í febrúar 1995 hóf Ámi doktors- nám við MIT og sumurin 1995 og 1996 starfaði hann hjá Eimskipa- félagi íslands, en hóf 1. nóvember síðastliðinn störf hjá afleiðudeild franska fjárfestingabankans Banque Paribas í New York. Auk erlendra styktaraðila naut Árni styrkja frá Vísindaráði Atl- anthafsbandalagsins, Minningar- sjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, Verslunarráði ís- lands, Thor Thors sjóðnum o.fl. Foreldrar Árna eru Elín Bjarna- dóttir kennari og Haukur Árna- son tæknifræðingur. Fokker flugvél sem klifrar ekki eins hratt hefði hugsanlega farið undir brotið í þessu tilviki. Páll segir þó að þessi staðreynd sé engin trygging fyrir því að Fokker vélar lendi alls ekki í slíkum vindstreng, mjög sé erfitt að forðast það algjörlega og benti hann á að þennan umrædda dag hefði mælst mjög stillt veður á nálægum veðurathugunarstöðvum. Benda má einnig á að flugvélarnar fara yfirleitt lægra í aðflugi sínu út ísafjarðardjúpið og inn í Skutuls- fjörðinn og því lendi þær síður í slíkri ókyrrð á þeirri leið. Páll Halldórsson segir að þegar lokaskýrsla berist frá Rannsóknar- nefndinni muni verða skoðað hvort breyta þurfi klifurferli Metró vél- anna út úr Skutulsfirði og segir ljóst að sé eitthvað hægt að gera til að fyrirbyggja að vélar félagsins lendi í slíkum bylgjubrotum verði það gert. Hins vegar sé mjög erfitt að girða alveg fyrir slíkt enda erfitt að reikna út þessa vindstrengi. Breytt fyrir fraktflug Metró vélin lenti i Reykjavík í gær eftir flug frá Bandaríkjunum þar sem hún var í viðgerð eftir nokkrar skemmdir sem urðu á henni. Jafn- framt var sett í hana sjálfstýring og nýr neyðarútgangur fremst á vélina sem þýðir að hægt verður þá að nota hana til fraktflugs ein- göngu. Önnur Metró vél Flugfélags Islands sem einnig var keypt ný til landsins snemma á árinu fer í sams konar breytingar í febrúar og verða þá allar þtjár Metró vélarnar orðnar sambærilegar. Segir Páll að með þessum breytingum sé unnt að nýta vélarnar í einstakar fraktferðir sem stundum faili tii og talsvert er um fraktflug til Grænlands. Ný sending frá KS Gaberdin frakkar, ítalskir prjónakjólar og síðbuxur. ÍT|U Skólavörðustíg 4, sími 551 3069 Úrval af buxum Beinar, þröngar og útvíðar TESS ncðst við Dunhaga sími 562 2230 Opið virka daga 9-18 laugardag 10-16. ODYR GÆÐAGLERAUGU Líklega hlýlegasta og ódýrasta gleraugnaverslun norðan Alpafjalla SJÓNARHÓLL rai ■ I Nikon I A RODENSTOCK OLERAUGNAVERSLUN ) Rcykjavíkurvegur 22 220 Hafnarfjörður S. 565-5970 www.itn.is/sjonarholl " " 1 ^ -illn Samkvæmisfatnaður til leigu NÝ SENDIN6 AF GLÆSILEGUM SAM KVÆMIS FATNAÐI í STÆRÐUM 10-24 Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi, sími 565 6680. L Ný sending Glœsilegar kvöldblússur tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 af síðbuxum og stökum jökkum föstudag og laugardag hjáXýGufhhiUi ^ Engjatcigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.50, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. ■ „Dekkin voru ódýr og \ reyndust fróbærlegu..." - segir formaður Frama, félags leigubílstjóra, Sigfús Bjarnason, um Sava og Matador-dekkin frá Kaldaseli. MATADAR Eigum einnig óneglanleg fólksbíladekk og mikið úrval af vörubíladekkjum á góðu verði. Einkaumboð fyrir Rocket rafgeymana á islandi. Uppgefin verð miðast við staðgreiðslu og geta breyst án fyrirvara. Umfelgun og jafvægisstilling kostar 2.970- Hröð og góð þjónusta. Verið velkomin. «HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ KALDASEL EHF. Skipholti 11-13, Brautarholtsmegin, Rvík, sími 561-0-200 Stærð Velrardekk ónegld negld 155 R 13 4.300- 5.290- 165 R 13 4.810- 5.800- 175/70 R 13 4.800- 5.790- 175 R 14 5.990- 6.980- 175/70 R 14 5.200- 6.190- 185/70 R 14 5.850- 6.840- 175/65 R 14 5.450- 6.440- 185/65 R 14 5.900- 6.890- 185/65 R 15 6.200- 7.190- 195/65 R 15 6.900- 7.890- 0PIÐ VIRKA DAGA 8-19, LAUGARDAGA 9-16 0G SUNNUDAGA13-16 (október/nóvember). Pottar í Gullnámunni 23. - 29. október 1997: Silfurpottar: Dags. Staður Upphæð kr. 24. okt.97 Háspenna, Laugavegi 94.145 kr. 24. okt.97 Háspenna, Hafnarstræti 379.394 kr. 24. okt.97 Háspenna, Hafnarstræti 64.970 kr. 25. okt.97 Blásteinn 82.041 kr. 25. okt.97 Bóhem 70.669 kr. 27. okt.97 Ölver 117.004 kr. 27. okt.97 Háspenna, Hafnarstræti 195.075 kr. < 29. okt.97 Háspenna, Laugavegi 205.957 kr. | Staða Gullpottsins 30. október kl. 8.00 var 3.250.000 kr. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.